Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Side 30

Skessuhorn - 21.04.2021, Side 30
MiðVikudAGur 21. ApríL 202130 Hver er þín helsta fyrirmynd? Spurning vikunnar (Spurt í síma) Stella Dögg Blöndal „Ég held að mín helsta fyrir- mynd þessa stundina sé Björg frænka mín, Björg Áskelsdótt- ir. Ég er að feta í hennar fótspor og læra verkfræði við danmarks Tekniske universitet.“ Þorleifur Geirsson „kötturinn minn.“ Lilja Björg Ágústsdóttir „Það er kannski ekki einhver ein. En ef ég myndi nefna eina manneskju væri það Michelle Obama.“ Bjarni Guðmundsson „Þær eru óteljandi.“ Theodóra Þorsteinsdóttir lætur af störfum sem skólastjóri Tónlist- arskóla Borgarfjarðar næstkom- andi haust eftir 30 farsæl ár í starfi. „Ég er bara komin á þennan aldur,“ svarar Theodóra spurð hvers vegna hún sé að hætta. „Ég hefði mátt hætta síðasta vor en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og ná þrítugasta árinu, það bara hljómaði svo mikið betur,“ bætir hún við og hlær. Á þeim þremur áratugum sem Theodóra hefur verið við stjórn Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur margt breyst og mörgum áföngum verið náð. „Þegar ég tók við árið 1991 var skrifstofa skólastjóra á eld- húsborðinu heima hjá mér, hljóð- færakennslan fór fram í grunnskól- unum og ég kenndi söng í stofunni heima hjá mömmu minni,“ rifj- ar hún upp. Árið 1997 fékk skól- inn leigt húsnæði í Englendingavík þar sem kennt var í tvö ár. Þá flutti skólinn á Gunnlaugsgötuna í svo- kallað Ásbjörnshús. Þar vorum við þangað til núverandi hús var keypt árið 2003,“ segir Theodóra. „Þetta hús hentar starfsemi tónlistarskól- ans afskaplega vel,“ bætir hún við, en þar á hún við fyrrum hús Apó- teks Borgarness og íbúð lyfsala á efri hæð hússins við Borgarbraut 23. Margt breyst En hvað hefur breyst í kennslu þessi þrjátíu ár sem liðin eru síðan Theo- dóra tók við starfi tónlistarskóla- stjóra? „Það hefur margt breyst. Þegar ég tek við voru rúmlega hundrað nemendur skráðir í skól- ann en við kennum á öllu svæðinu og förum líka í Grunnskóla Borg- arfjarðar. Það má segja að kennsl- an sé fjölbreyttari núna, sérstaklega í sveitinni. Fyrst var bara kennt á píanó í sveitaskólunum en núna erum við að kenna á gítar og blást- urshljóðfæri þar líka,“ svarar Theo- dóra. „Við erum búin að útskrifa 23 nemendur með lokapróf frá skól- unum, fyrst árið 1998 og síðast árið 2018. Það er mjög ánægjulegt og góður árangur þykir mér,“ seg- ir Theodóra. „Algengast er að út- skriftarnemendurnir hafi verið að læra söng eða á píanó,“ bætir hún við. Afmælissýningarnar eftirminnilegar Spurð hvað standi helst upp úr að þrjátíu árum liðnum hugsar hún sig um í smá stund áður en hún svar- ar: „Stórafmælin og sýningarnar sem við höfum sett upp af því til- efni. Við höfum haldið marga stóra og smáa viðburði og nemendur við skólann hafa komið fram víðsvegar í héraðinu auk þess sem þeir hafa stigið á svið fyrir sunnan við ákveð- in tilefni. En sýningarnar sem við settum upp á stórafmælisárum voru sérstakar. Við settum upp Síguna- baróninn þegar skólinn var 40 ára og Móglí á 50 ára afmælisárinu. Þessar tvær sýningar standa upp úr í minningunni hjá mér,“ svarar Theodóra og bætir við að það hafi einnig verið stórt skref þegar skól- inn flutti inn í núverandi húsnæði. „Það er gaman að geta sagt frá því að þegar ég horfi til baka er ég búin að ná mörgum af mínum markmið- um hér við skólann. Ég held ég geti verið mjög sátt við mitt dagsverk. Það hefur mikið gerst og við höf- um unnið metnaðarfullt starf hér við skólann. Ég hef líka verið svo lánsöm í starfi að hafa með mér frá- bært starfsfólk í öll þessi ár. Starfs- andinn er mjög góður og starfs- mannavelta hefur ekki verið mik- il. Fyrir allt þetta er ég þakklát og geng sátt frá borði,“ segir Theo- dóra ánægð. Kennir áfram Theodóra er þó hvergi nærri hætt störfum og mun áfram kenna söng við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þó hún láti af starfi skólastjóra. „Ég ætla bara að hætta skólastjórn og að vera í þessari ábyrgðarstöðu og sinna öllum þeim reddingum sem því fylgir. Ég er bara aðeins að fara yfir í meiri rólegheit og það leggst vel í mig. Vissulega finn ég þó fyr- ir söknuði á þessum tímamótum en líka kannski bara tilhlökkun að taka því aðeins rólega og þurfa ekki að standa í brúnni alla daga,“ seg- ir Theodóra skólastjóri Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. arg Stórar afmælissýningar segir Theodóra standa hæstar í minningunni. Hér er svipmynd úr Móglí sem færð var á fjalir Hjálmakletts á fimmtíu ára afmælisári skólans. Ljósm. úr safni/ Andrea Eðvaldsdóttir. Lætur af störfum skólastjóra eftir 30 ár Theodóra Þorsteinsdóttir lætur af störfum sem skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar næsta haust. Ljósm. úr safni/glh Hjónin Theodóra og Olgeir Helgi Ragnarsson. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.