Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 34
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Stundarfjórðungi fyrir hádegi í gær að staðartíma í bandarísku höf- uðborginni Washington DC sór Joe Biden eið sem 46. forseti Bandaríkj- anna við virðulega en fámenna at- höfn í sárakulda á lóð og tröppum þinghússins. Kamala Harris sór eið varaforseta nokkrum mínútum áður og var það söguleg stund sakir þess að hún er ekki aðeins fyrsta konan á varaforsetastóli í allri sögu Banda- ríkjanna, heldur einnig fyrsta blökkukonan og fyrsta konan af as- ískum rótum í því embætti. Biden er 46. forseti í sögu Banda- ríkjanna og sá elsti í sögunni, 78 ára. Hann er jafnframt aðeins annar for- setinn sem er kaþólskrar trúar. Bi- den hét þjóð sinni „nýjum degi“ eftir fjögurra ára ólgu og ringulreið í stjórnartíð Donalds Trump, sem kaus þá óvenjulegu leið að snið- ganga embættistökuna. Í ræðu eftir embættistökuna ein- setti Biden sér að sameina klofna þjóð sína. Tækju stjórnmálamenn sem aðrir höndum saman við hann væri það gerlegt verk að leiða til farsællar niðurstöðu. „Þetta er dag- ur Ameríku, dagur lýðræðisins. Sögulegur dagur og vonar,“ sagði Biden. Kallaði hann um leið eftir einingu þjóðarinnar sem hefur skipst í tvær meginfylkingar. Sagði Biden að til að yfirstíga áskoranir sem blöstu við þyrfti „miklu meira en fögur orð“, til þess þyrfti það sem hvað erfiðast væri að henda reiður á í lýðræðinu; einingu. Hættulegur vetur fram undan Miklar áskoranir bíða Bidens og er kórónuveirufaraldurinn þar erf- iðastur. Hafa 400.000 manns dáið úr veikinni í Bandaríkjunum á einu ári eða álíka fjöldi og bandarískir her- menn sem týndu lífi í seinna heims- stríðinu. Faraldurinn hefur kostað milljónir starfa og þúsundum fyr- irtækja hefur verið lokað. „Við þurf- um öll á hvert öðru að halda og öll- um styrk okkar til að komast gegnum hættulega vetrarmánuðina sem við blasa, mannskæða mánuði, vikur og daga. Við verðum að víkja stjórnmálunum til hliðar og ganga til móts við faraldurinn sem ein þjóð,“ sagði Biden. Til að styrkja glímuna gegn kór- ónuveirunni ætlar Biden að gera grímuburð að skyldu í opinberum stofnunum. Sautján tilskipanir á fyrsta degi Forsetinn sagðist ætla að ganga rösklega til verks þegar hann hefði fengið lyklavöld í Hvíta húsinu. Á fyrsta degi ætlaði hann að gefa út 17 tilskipanir til að ræsa gangverk rík- isstjórnar sinnar. Meðal þeirra var að hann stöðvaði allar framkvæmdir við múr Trumps á landamærunum við Mexíkó. Enn fremur að Banda- ríkin myndu þegar í gær ganga aft- ur á hönd loftslagssamningnum sem kenndur er við París. Og hið sama er að segja um aðildina að Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni WHO sem Trump kippti til baka á sínum tíma. Þá boðar Biden frumvarp um uppstokkun innflytjendalöggjaf- arinnar til að búa til farveg fyrir milljónir óskráða innflytjenda til að öðlast borgaraleg réttindi. Hann mun og uppræta bann Trumps við ferðalögum fólks frá löndum músl- ima til Bandaríkjanna. Vill sameina þjóðina Fyrir hálfum mánuði réðust stuðningsmenn Trumps inn í þing- húsið til að freista þess að fá úrslit- um forsetakosninganna hnekkt. Í þeim sömu tröppum og skrílmennin réðust upp og inn í bygginguna sóru þau Biden og Kamala Harris emb- ættiseiða sína í gær. Biden hét því að brúa miklar samfélagsgjár og sameina þjóðina. Hann kvaðst ætla að kveða öfgasamtök í kútinn. Hann skírskotaði til áhlaupsins á þing- húsið og sagði: „Lýðræðið er verð- mætt, lýðræðið er brothætt. Og á þessari stundu hefur lýðræðið náð yfirhendinni.“ Varð ekki vart neinna óláta eða mótmæla við innsetn- inguna í Washington í gær, að sögn CNN-stöðvarinnar. Donald Trump yfirgaf Hvíta hús- ið í gær og hélt að morgni dags til heimilis síns í Palm Beach á Flórída. Úr Hvíta húsinu hafði hann ekki far- ið í heila viku né hafði hann sést op- inberlega á þeim tíma. Á mánudags- kvöldi tók hann upp myndskeið í Bláa herberginu svonefnda og tíndi í því til ýmis embættisverk sín sem hann taldi myndu auðkenna stjórn sína til frambúðar. Birti hann mynd- skeiðið daginn eftir. Að því búnu lét hann birta lista með nöfnum 74 ein- staklinga sem hann veitti sakarupp- gjöf og 70 manns sem hann veitti refsilækkun í krafti embættisins. AFP Tekin við völdum Þau Doug Emhoff, eiginmaður varaforsetans, Kamala Harris varaforseti, Jill Biden forsetafrú og Joe Biden forseti stilla sér upp við upphaf innsetningarathafnarinnar skömmu áður en Biden sór embættiseið sinn. „Þetta er dagur lýðræðisins“  Joe Biden tekinn við sem 46. forseti Bandaríkjanna  Kamala Harris fyrsta konan sem gegnir embætti varaforseta  Miklar áskoranir bíða Bidens á forsetastóli  Lýðræðið er verðmætt AFP Þjóðsöngur Lady Gaga söng þjóðsöng Bandaríkjanna í gylltan hljóðnema. 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Ariette Vegg- og loftljós Hönnun Tobia Scarpa (1973) 80 x 80 cm Verð 39.900,- 100 x 100 cm Verð 41.900,- Donald Trump fráfarandi Bandaríkja- forseti veitti 144 einstaklingum upp- gjöf saka eða refsilækkun á síðasta vinnudegi sínum í Hvíta húsinu. Meðal þeirra voru fyrrverandi ráðgjafi hans, Steve Bannon, og rapparinn Lil Wayne. Búist var við að með ákvörðun sinni myndi Trump kalla yfir sig ásak- anir um vinargreiða við lok valdaskeiðs sem hann hóf með því að segjast ætla að uppræta spillingu í Washington. Á náðunarlistanum er hvorki að finna nafn forsetans fráfarandi né ætt- menna, en því hafði verið fleygt að Trump áformaði að veita sjálfum sér sakaruppgjöf til að afstýra málshöfð- unum á hendur sér þegar hann væri orðinn venjulegur borgari á ný. Hvarf hann svo reiður og bitur úr Hvíta hús- inu 2017. Við það uppnefndi forsetinn hann og kallaði hann „sjúskaða Stebba“. Bannon var í fyrra ákærður fyrir samsæri um svik og falsanir í tengslum við fjármögnun múrsins á landamær- unum við Mexíkó. Fyrrverandi fjáröfl- unarstjóri Trumps, Elliott Broidy, var einnig náðaður en hann var játaði sekt sína í fyrra við því að hafa stofnað til samsæris um brot á lögum um erlenda þrýstihópa. Við rapparanum Lil Wayne blasti 10 ára fangelsisvist eftir að hann játaði að hafa haft skotvopn í fórum sínum sem hann fékk hjá dæmdum glæpamanni í nýliðnum desember. Hann er skráður á listanum undir sínu rétta nafni, Dwayne Michael Carter Jr. Annar rappari að nafni Kodak Black, dæmdur fyrir skjalafals, hlaut náð fyrir augum Trumps og einnig borgarstjóri Detroit, Kwame Kilpat- rick, sem dæmdur var 2013 í 28 ára fangelsi fyrir kúgun og spillingu. Nær óþekktir menn voru á listan- um, svo sem Steve nokkur Bowker. Hann var dæmdur fyrir tæpum 30 ár- um fyrir smygl á 22 gleraugnaslöngum í eigu Rudys „Cobra King“ Komareks til ormagarðs í Miami á Flórída. Þáði hann 22 ameríska kródódíla í staðinn. agas@mbl.is Stórtækur á síðasta deginum  Breytti refsingu 144 einstaklinga AFP Kveðja Donald Trump gengur um borð í forsetaþyrluna síðasta sinni er hann hvarf úr Hvíta húsinu í gær. Valdaskipti í Washington
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.