Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Barna kuldaskór
Verð: 16.995.-
Vnr. 2A-20027
Herra kuldaskór
Verð: 22.995.-
Vnr. 2A-53631
KULDASKÓR
ÖRUGGARI Í HÁLKUNNI
Dömu kuldaskór
Verð: 22.995.-
Vnr. 2A-903-OC48
Dömu kuldaskór
Verð: 22.995.-
Vnr. 2A-115-OC48
kuldaskórnir
eru með innbyggðum
smellu mannbroddum
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur og
næringarþerapisti hefur vakið mikla athygli
fyrir pistla sína undanfarin ár og þá heild-
rænu nálgun sem hún hefur á heilsu og nær-
ingu. Sjálf á Elísabet eða Beta eins og hún er
alla jafna kölluð sér merkilega sögu en fyrir
jól kom út bókin Svo týnist hjartaslóð þar
sem hún deilir vegferð sinni; allt frá því að
hún lamaðist rétt eftir barnsburð og var ekki
hugað líf.
Beta er um margt óhefðbundin sakir þess-
arar nálgunar sinnar á tengsl næringar og
heilsu en hún er gríðarlega fróð á sínu sviði
og getur blaðamaður vottað að það er fátt
skemmtilegra en að setjast niður með Betu
og ræða um heilsu og hvernig oft einfaldir
þættir í mataræði geta haft gríðarleg áhrif á
líðan viðkomandi. Hún er sérlega lunkin í að
lesa í líkamann og hvað það er sem mögulega
veldur óþægindum, kvillum og öðru sem
dregur oftar en ekki úr lífsgæðum fólks.
Margra ára þróunarvinna
Sjálf þjáðist hún af miklum bólgum í lík-
amanum og fór að leita lausna í gegnum mat-
aræðið. Beta segir að sú vegferð hafi í raun
verið prufukeyrsla á prógrammið sem hún
kennir í dag. „Það tók mig langan tíma að
þróa þetta prógramm og það gerði ég með
því að prufa það á sjálfri mér,“ segir Beta en
fyrir nokkrum árum byrjaði hún svo að
prufukeyra efnið á öðrum. Það var einmitt
þar sem leiðir hennar og Alberts Eiríkssonar
matarbloggara lágu saman. Fljótlega mynd-
aðist mikill vinskapur með þeim sem hefur
haldist alla tíð síðan og nýverið ákváðu þau
að leiða hesta sína saman og halda sameig-
inlegt námskeið.
Fann mikinn mun
„Beta biður mig og Bergþór að vera í til-
raunahópi hjá sér þar sem hún er að prufu-
keyra prógrammið. Við sögðum að sjálfsögðu
já enda alltaf til í eitthvað skemmtilegt. Það
var svo á fimmta eða sjötta degi að ég fer að
finna mikinn mun. Reyndar bara eins og ég
væri allt annar. Allt í einu voru bólgur að
hverfa úr líkamanum sem ég hafði ekki haft
hugmynd um að væru þar. Litlir hlutir eins
og að beygja sig niður, kreppa fingur og ann-
að í þeim dúr, sem maður fann alltaf fyrir,
voru ekkert mál og maður var einhvern veg-
inn allt annar. Ég varð líka allur skýrari í
hugsun, nánast eins og ég væri alltaf nývakn-
aður,“ segir Albert og hlær. „Svo fann ég líka
mikinn mun á húðinni, sem var mjög áhuga-
vert, og ýmislegt annað. Mér leið öllum miklu
betur á líkama og sál.
Við Bergþór fylgdum prógramminu 100%
og gott betur. Svo í framhaldinu ákveðum við
Beta að leiða saman hesta okkar og halda
námskeið fyrir áhugasama. Þar blöndum við
saman fræðslu frá Betu en hún er alveg ótrú-
leg. Hún er búin að vera að velta þessu fyrir
sér og sanka að sér fróðleik í mörg ár,“ segir
Albert en hlutverk hans er ekki síðra.
„Þetta er ekki megrunarprógramm og
maður borðar mat. Góðan alvörumat en það
sem ég gerði var að skipta út einhverjum
hráefnum til að gera uppskriftirnar enn
heilsusamlegri og laga þær til,“ segir Albert,
sem ætti þar að vera á heimavelli enda
þekktur fyrir framúrskarandi eldamennsku.
„Allar uppskriftirnar eru einfaldar, það var
mjög mikilvægt atriði, því það þurfa allir að
ráða við þær,“ segir Albert en þátttakendur
fá fjögurra vikna matseðla sem þeir fara eftir
ásamt handleiðslu frá Betu og Alberti.
Kenna fólki að hlusta á líkamann
Yfirskriftin á námskeiðinu er Allt er þá
þrennt er: Næring, hreyfing og aukin orka.
Er það sérstaklega hugsað fyrir fólk sem
finnur fyrir orkuleysi eftir máltíðir, þyngdar-
aukningu, aukinni kviðfitu, þreytu og sleni.
Námskeiðið gengur út á að læra að stjórna
blóðsykrinum en Beta segist hafa verið í
mörg ár að stúdera rannsóknir og prófa á
sjálfri sér. Tilgangurinn sé að ná niður bólg-
um og fá þekkingu um hvernig á að stíga
þessi skref og skilning á því sem verið er að
fjalla um. „Ég er að kenna fólki að hlusta á
líkamann – hvernig viðbrögð hann sýnir við
ákveðnum tegundum og þar fram eftir göt-
unum,“ segir Beta sem segir ákaflega mikil-
vægt að fólk átti sig á því hvernig líkami þess
bregðist við næringu. „Þetta er ekki grenn-
ingarnámskeið,“ ítrekar Beta hlæjandi.
„Þetta er þekking svo að fólk öðlist skilning á
því hvað sé góð næring og hvernig best sé að
breyta lífsstílnum.“
Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegn-
um heimasíðu Alberts – alberteldar.com.
Kenna fólki að hlusta á líkamann
Hvað gerist þegar einn fremsti næringarfræðingur landsins og
einn þekktasti matarbloggari og sælkeraspekúlant þjóðarinnar
setja saman námskeið? Þau Elísabet Reynisdóttir næringar-
fræðingur og matarbloggarinn Albert Eiríksson bjóða upp á
námskeið þar sem markmiðið er að losna við orkuleysi eftir mál-
tíðir, þyngdaraukningu, þreytu og slen með því að kenna fólki að
hlusta á líkamann og nærast á réttan hátt.
Ljósmynd/Olga Helgadóttir
Miklir vinir Albert og Beta hvetja fólk einnig til að huga að félagslega þættinum og að hreyfa
sig meira. Leggja sig fram um að umgangast gott, jákvætt og uppbyggjandi fólk.
Það er tónlistarmaðurinn Svavar Pétur, betur
þekktur sem Prins Póló, sem er maðurinn á bak
við bulsurnar en hann hætti að borða kjöt árið
2012. Hann var ánægður með þá ákvörðun en
dauðlangaði samt alltaf í pulsu. Hann hóf að
gera tilraunir með það að markmiði að búa til
grænmetispylsu sem innihéldi staðbundin hrá-
efni svo framarlega sem kostur væri. Eftir
margar tilraunir litu bulsur dagsins ljós vorið
2013 og hafa verið seldar í matvöruverslunum
og veitingastöðum síðan þá við góðan orðstír.
Bulsur eru búnar til úr íslensku lífrænt rækt-
uðu bankabyggi, baunum, mjöli og fræjum og
eru án allra aukaefna. Hráefnin eru valin af
kostgæfni og bulsur innihalda lífræn innihalds-
efni öðrum fremur og innlend hráefni þegar því
verður við komið. Þær eru kryddaðar með
ferskum hvítlauk og ferskum chilipipar.
Hingað til hafa bulsurnar verið seldar sem
frystivara en núna í veganúar koma þær loksins
sem ferskvara og í stærri og handhægari um-
búðum.
Bulsur frá Havarí
Einn frægasti veganbiti þjóðarinnar, Bulsurnar frá Havarí, eru nú
loksins fáanlegar sem ferskvara. Jafnframt koma þær einnig í
stærri og handhægari umbúðum sem ætti að gleðja bulsu-aðdá-
endur sem hingað til hafa einungis getað keypt þær frosnar