Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 www.gilbert.is GEFÐU TÍMA ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is NÝTT ÁR NÝTT UPPHAF Við tökum vel á móti nýjum viðskiptavinum Starfsmenn Grevin-vaxmynda- safnsins í París sjást hér taka bind- ið af vaxmyndinni af Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, áður en myndin sjálf var fjarlægð og eftirmynd nýja forsetans, Joes Bidens, komið fyrir. Forstöðumaður safnsins segir það hafa verið vinsælt meðal gesta að taka sjálfsmyndir með Trump en sumir hafi kosið að bora í nef vax- myndarinnar svo hana þurfi að lag- færa. Þannig hefur aldrei þurft að gera við aðrar vaxmyndir í safninu. Vax-Trump af stallinum AFP Tekinn niður Eftirmynd Trumps var fjarlægð úr vaxmyndasafni í París. Tímabundin vinnustofa hönnuðarins sem kallar sig Ýrúrarí verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ á morgun, föstudag, frá kl. 12 til 17. Þá býður safnið gestum líka ókeypis aðgang að sýningunni 100% ULL. Ýr Jóhannsdóttir er textílhönn- uður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verkefni hennar eru að mestu unnin í prjóni þar sem húmor, handverk og hreyfing mæt- ast og hafa þau vakið mikla athygli að undanförnu. Ýr stundaði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og lauk BA-gráðu í faginu í Glasgow School of Art árið 2017. Hún stundar nú nám í listkennsludeild LHÍ. Á vinnustofu Ýrúrarí á Hönn- unarsafni Íslands mun fara fram vinna að framhaldi verkefnisins Peysa með öllu sem hún vann í sam- starfi við fatasöfnun Rauða krossins fyrir HönnunarMars 2020. Í Peysu með öllu vann Ýrúrarí með peysur sem lent höfðu í óhöppum í fyrra lífi og voru því ekki boðlegar til sölu í verslunum Rauða krossins. Hönnuðurinn Ýr, sem kallar sig Ýrúrarí, á vinnustofunni í safninu. Ýrúarí með vinnustofu í Hönnunarsafninu Tónlistarmaðurinn Van Morrison er ósáttur við bann við tónleika- haldi á Norður-Írlandi og hefur nú beðið lögmann sinn að ganga í mál- ið og hefja mál gegn heimastjórn- inni. Bannið er tilkomið vegna Co- vid-19, nema hvað, og nær yfir staði sem hafa leyfi til tónleikahalds. Morrison er frá Norður-Írlandi og hefur sent frá sér nokkur lög hina síðustu mánuði þar sem hann hefur mótmælt hinum ýmsu far- sóttarreglum og -takmörkunum. Hefur hann farið þess á leit við hæstarétt í heimalandi sínu að endurskoða tónleikabannið. Heima- stjórnir Skotlands, Wales og Norð- ur-Írlands hafa allar bannað fjölda- samkomur og þeirra á meðal tónleika innanhúss. Hafa yfirlýs- ingar Morrison komið illa við marga en hann hefur efast um sannleiksgildi þeirra vísinda sem búa að baki banni við fjöldasam- komum og lýst sig andvígan út- göngubanni. Ástandið er þó afar slæmt í Bretlandi og það versta í allri Evrópu sökum hins nýja og af- ar smitandi afbrigðis veirunnar. Morgunblaðið/Golli Opinskár Van Morrison á tónleik- um í Laugardalshöll árið 2004. Van Morrison ósáttur við tónleikabann Streymisveitan Netflix hefur nú komist yfir 200 milljóna áskrifta markið og hefur aldrei verið í álíka vexti og árið 2020, að því er fram kemur á vef Variety. Á seinasta ársfjórðungi ársins fjölgaði áskrift- um um 8,5 milljónir og var það langt umfram væntingar, um 2,5 milljónum fleiri áskriftir en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Voru áskriftir í árslok 203,7 milljónir. Þessi mikla fjölgun áskrifta er fyrst og fremst farsóttinni að þakka þar sem kvikmyndahús voru víða lokuð eða með lítið úrval mynda og fólk var mun meira heima við en í venjulegu árferði. Fjölgun áskrifta yfir árið allt var 36,6 milljónir og hefur hún aldrei verið jafnmikil á einu ári í sögu veitunnar. Fyrra met var 28,6 milljónir árið 2018. AFP Í sókn Streymisveitan Netflix sækir í sig veðrið með ári hverju. Yfir 200 milljónir áskrifenda að Netflix
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.