Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
✝ Sverrir Völ-undur Kjærne-
sted, Dalbraut 20,
Reykjavík, fæddist í
Reykjavík 1. ágúst
1930. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu við
Brúnaveg 6. janúar
2021. Foreldrar
hans voru Halldór
Elíasson Kjærne-
sted, f. 20. júlí 1897,
d. 2. nóvember 1970, og Mar-
grét Halldóra Guðmunds-
dóttir, f. 28. desember 1897, d.
14. október 1970. Systkin
Sverris voru Guðmundur
Kjærnested, f. 29. júní 1923, d.
2. september 2005, og Fríða
Sigurveig Hjaltested Kjærne-
sted, f. 25. nóvember 1926, d.
10. mars 2010.
Þann 2. júlí 1955 kvæntist
Sverrir eftirlifandi eiginkonu
sinni, Margréti Bjarneyju Stef-
ánsdóttur, f. 15. júní 1931.
Þeirra börn eru 1) Hulda Guð-
munda Kjærnested, f. 1. janúar
1955, maki Örn Óskarsson, f.
18. febrúar 1953. 2) Stefán
Kjærnested, f. 24. desember
1956, maki María Auður Eyj-
ólfsdóttir, f. 23. nóvember
1957. 3) Ómar Grétar Kjærne-
prentsmiðjunni og á Prentsmiðj-
unni Eddu.
Sverrir lék knattspyrnu með
Knattspyrnufélagi Reykjavíkur
um miðja síðustu öld. Fyrstu æf-
inguna sótti hann árið 1938 á
Víðimel. Hann lék með félaginu í
meistaraflokki frá 1948 til 1957.
Á þeim tímapunkti unnust fimm
Íslandsmeistaratitlar. Sverrir
lagði skóna á hilluna árið 1957
en fór þá yfir í knattspyrnuþjálf-
un, bæði í yngri flokkum og í
meistaraflokki. Þjálfaði hann
m.a. 2. flokk Víkings og meist-
araflokk Hauka í Hafnarfirði.
Sverrir kynntist Margréti
Bjarneyju Stefánsdóttur á balli í
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll
árið 1953. Þau giftust tveimur
árum síðar og hófu sambúð.
Fyrsta heimili þeirra var að
Ljósvallagötu 12. Næsta heimili
var að Stóragerði 5 en árið 1970
fluttu þau í íbúð að Kleppsvegi
136 þar sem þau bjuggu í hart-
nær fimmtíu ár. Árið 2017 fluttu
þau í íbúð sína að Dalbraut 20 í
Reykjavík og var það síðasta
heimili Sverris.
Sverrir verður jarðsunginn
frá Áskirkju í dag, 21. janúar
2021, og hefst athöfnin klukkan
13. Vegna samkomutakmarkana
verður útförinni streymt og má
nálgast streymið á þessum
tengli:
https://livestream.com/hi/
kjaernested
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
sted, f. 30. maí
1960, maki Erna
Sigurðardóttir, f. 9.
febrúar 1963. 4)
Hrönn Kjærnested,
f. 5. ágúst 1961,
maki Eyjólfur
Bragason, f. 19. júní
1955. 5) Guð-
mundur Halldór
Kjærnested, f. 11.
ágúst 1964, maki
Steinunn Björg Sig-
urjónsdóttir, f. 16. janúar 1964.
6) Brynja Margrét Kjærnested,
f. 29. september 1971, maki
Hilmar Karlsson, f. 22. október
1971. Alls eru barnabörn Sverris
15 og barnabarnabörn 13 að
tölu.
Sverrir gekk í Landakots-
skóla en hann var alinn upp í
kaþólskum sið. Hann ólst upp í
Reykjavík á stríðsárunum og
fluttist hann búferlum oft í
æsku, en alltaf innan Reykjavík-
ur. Eftir Landakotsskóla hóf
Sverrir vinnu í prentsmiðju,
lærði til prentara í Iðnskólanum
í Reykjavík og varð lærlingur á
Alþýðuprentsmiðjunni 16 ára
gamall. Ævistarf hans var starf
prentarans. Hann vann hjá
Morgunblaðinu, Víkingsprenti,
Pálsprentsmiðjunni, Alþýðu-
Elsku pabbi minn er dáinn.
Þegar ég lít til baka og hugsa um
minningar um pabba minn eru
þetta einstaklega góðar og falleg-
ar minningar. Minningar mínar
þar sem pabbi spilar við mig kúló,
við að spila á spil eða þegar pabbi
kom heim úr vinnunni með stóran
kassa af kexi og þá vissi ég að
pabbi myndi búa til nýtt og fallegt
dúkkuhús með húsgögnum úr
kassanum. Pabbi bjó til sögur og
sagði mér fyrir svefninn sem voru
miklu betri og skemmtilegri en
allar barnabækur sem ég hef les-
ið. Pabbi var duglegur að skutlast
með mig þangað sem ég vildi fara,
hann sótti mig öll kvöld vikunnar
á fimleikaæfingar. Þegar ég vildi
fara á skíði þá keyrði pabbi mig
upp í Skálafell og sótti mig aftur
síðar um daginn. Foreldrar
pabba voru báðir dánir áður en ég
fæddist en ég var skírð Brynja
Margrét en Margrétar-nafnið er í
höfuðið á mömmu hans. Ég og
pabbi áttum dýrmæta stund á að-
fangadag ár hvert þar sem við
fórum tvö í Fossvogskirkjugarð
að vitja leiðis ömmu og afa sem ég
hafði aldrei séð en pabbi sagði
mér sögur af þeim í þessum
kirkjugarðsferðum. Þar sem ég
er yngsta barn þá vorum við í
mörg ár aðeins þrjú í heimili þar
sem öll eldri systkini mín voru
flutt að heiman og dekruðu
mamma og pabbi við mig. Þegar
ég kynntist Hilmari manninum
mínum þá flutti hann heim til
okkar á Kleppsveginn og bjugg-
um við hjá mömmu og pabba á
meðan við vorum í námi og erum
við þakklát fyrir það. Hilmar var
duglegur að elda nýja og fram-
andi rétti þegar við bjuggum hjá
þeim á Kleppsveginum og hafði
pabbi sérstaklega gaman af að
smakka sterku réttina hans.
Mamma og pabbi voru góð amma
og afi sem höfðu áhuga á öllu því
sem barnabörnin voru að gera og
höfðu gaman af að fá þau öll í
heimsókn enda var alltaf fullt hús
hjá þeim. Glódís eldri dóttir mín
naut þess að mamma og pabbi
voru nýhætt að vinna þegar hún
var byrjuð í leikskóla en mamma
og pabbi sóttu hana á hverjum
degi og naut hún þess að dvelja
hjá þeim þangað til mínum vinnu-
degi væri lokið. Glódís og Mar-
grét dætur mínar æfðu skauta og
fimleika en þegar þær unnu til
verðlauna báðu þær um að fara í
heimsókn til ömmu og afa og sýna
þeim verðlaunapeninginn þar
sem þær fundu hversu stolt þau
voru af þeim. Pabbi hafði gaman
af að ferðast til sólarlanda og er
mér minnisstæð ferð sem ég,
Hilmar og Glódís fórum með
þeim til Kanarí þar sem við vor-
um á fimm stjörnu hóteli, pabbi
hafði orð á því oft í ferðinni að hér
eftir myndi hann aðeins fara á
fimm stjörnu hótel, hann naut sín
vel í þeirri ferð. Mamma og pabbi
höfðu einstakt lag á því að láta
alla vera stolta af sjálfum sér og
eitt það dýrmætasta sem ég hef
frá uppeldi þeirra er sjálfstraust,
jákvæðni og þrautseigja. Pabbi
átt gott og hamingjuríkt líf með
mömmu og öllum afkomendum
sínum sem hann og mamma voru
svo stolt af. Minningar um góðan
og fallegan mann munu lifa í
hjörtum okkar. Blessuð sé minn-
ing hans.
Brynja Margrét Kjærnested.
Hann var mjög góður faðir og
áfram lifa fjölmargar minningar
og eins það góða fordæmi sem
hann sýndi okkur. Hann var ákaf-
lega skapgóður, glaðlyndur en þó
fastur fyrir.
Pabbi hafði gaman af að segja
sögur og sagði okkur oft sögur frá
sinni æsku og uppvexti. Þær
snerust oft um Reykjavík fyrri
tíma, sveitaferðir, einhver prakk-
arastrik og oft kom seinni heims-
styrjöldin fyrir í sögunni.
Hann var mjög duglegur að
hafa ofan af fyrir okkur börnun-
um og skapaði fyrir okkur alls
kyns heima þar sem hægt var að
leika.
Oft var það gert með því að
teikna upp land sem var hálf-
byggt og við krakkarnir þurftum
svo að klára það. Stundum bjó
hann til flota af flugvélum úr eld-
spýtum eða þorp úr pappa. Ófá
voru spilin sem hann teiknaði þar
sem við þurftum að fara í gegnum
alls konar þrautir til að komast í
markið.
Pabbi hafði mikinn áhuga á
flugi og við fylgdumst með flug-
umferð á Reykjavíkurflugvelli og
fórum á staðinn ef óvenjuleg flug-
vél var að millilenda. Í þessum
ferðum benti hann gjarnan á það
sem eftir var af Gamla Pétri sem
var gamall flugbátur sem Land-
helgisgæslan hafði haft til um-
ráða.
Áhugi hans á öllu er sneri að
seinni heimsstyrjöldinni birtist
meðal annars í því að við fórum
reglulega í ferðir til að skoða þau
ummerki og staði sem mest komu
við sögu. Þannig voru byrgin í
Öskjuhlíð skoðuð, gamli flugturn-
inn, athvarf flugbáta í Skerjafirði,
fallbyssustæði á Valhúsahæð og á
Kjalarnesi og varðstöð í Mos-
fellsbæ.
Pabbi sagði ótal sögur af lífinu
í Reykjavík og af samskiptum við
hernámsliðið. Þar sem hann var
með ólæknandi fótboltadellu þá
tók hann þátt í mörgum kapp-
leikjum á móti enskum hermönn-
um.
Á þessum tíma bjó bróðir afa í
Skerjafirði en hann var kvæntur
enskri konu sem fagnaði veru
landa sinna og þar komst pabbi í
návígi við ensku dátana.
Hann eignaðist líka fjölda bóka
um þetta tímabil og var mjög
áhugasamur um allt er laut að
sögu þessa tímabils.
Hann var stoltur af sínu fagi og
stéttarfélagi og hafði lært hina
fornu iðn að setja upp bækur og
texta á réttan hátt. Margar af
þessum reglum ná allt aftur til
Gutenberg og lutu að hlutföllum,
vali á fontum og leturstærð, upp-
hafsstöfum og þannig má lengi
telja.
Á heimili okkar var til bók með
margvíslegum fontum og pabbi
reyndi að útskýra þessar reglur
fyrir okkur. Honum fannst faginu
hafa hrakað og að þessar gömlu
reglur væru nú allar horfnar og
nútímaprentverk vera hálfgert
fúsk.
Það var gaman að tala við
pabba, hann var góður sögumað-
ur og hikaði ekki við að færa dálít-
ið í stílinn þannig að maður var
aldrei alveg viss um hvort allt
væri fullkomlega satt og rétt. Um
tíma glímdi hann við ofnæmi og
útbrot sem komu aðallega fram á
höndum. Hann fór í alls kyns próf
og þá kom í ljós að hann var með
ofnæmi fyrir tré. Þegar hann
sagði frá niðurstöðum prófsins þá
bætti hann við að fleiri ofnæm-
isvaldar hefðu komið fram. Svo
brosti hann kankvíslega og sagði
óvæntustu niðurstöðuna vera of-
næmi fyrir gulum lit. Hvort það
var tilfellið er ég ekki alveg viss
um.
Stefán Kjærnested.
Það er í einlægri þakkargjörð
sem ég ber fram þessi minning-
arorð mín um afa minn Sverri
Kjærnested.
Afi var prúðmenni, hógvær og
dugnaðarmaður sem vann langan
vinnudag, aðeins með fjölskyldu
sína í huga. Hans skaphöfn var
búin yfirvegun og rósemd. Hann
var gæddur skemmtilegri kímni-
gáfu sem varð manni æ ljósari
með auknum þroska. Hún birtist í
fjörugri frásögn og beinskeyttum
tilsvörum. Heimili ömmu og afa
var ætíð ljúfur feginsreitur
barnabarna þeirra. Þar var afar
gestkvæmt enda fjölskyldan fjöl-
menn. Þau voru alltaf jafn glöð að
sjá mann enda glaðhlýir gestgjaf-
ar og ávallt var eitthvað á boð-
stólum.
Afi var mikill barnakarl. Þau
ljómuðu í honum augum þegar
barn kom í heimsókn. Ég á svo
margar fagrar minningar af því
að sjá afa stíga upp úr stól sínum
til þess að gera eitthvað fyrir mig.
Það gat verið að ná í hanska og
sokka, til þess að hnoða úr þeim
bolta, og síðan fór fram knattleik-
ur á ganginum. Hann spilaði og
kenndi mér marga leiki, eins og
stórmótateningaleikinn þar sem á
einhvern ótrúlegan hátt stóð
Stjarnan eða Ísland alltaf uppi
sem sigurvegari. Afi fór oft með
mig á rúntinn en þar varð ég vitni
að göldrum, því í hvert sinn sem
við lentum á rauðu ljósi gat afi tal-
ið niður frá þremur og undan-
tekningarlaust varð ljósið grænt
að talningu lokinni. Stuttur strák-
urinn horfði undraaugum á afa
sinn.
Ég man það vel þegar ég hóf
nám í lögfræði að næst þegar ég
kom til afa hafði hann skrifað nið-
ur allt það sem niðjar hans höfðu
lagt fyrir sig á skólabekk. „Nú
verðurðu að klára þetta, Hrann-
ar.
Ég er búinn að skrifa lögfræð-
ingur á blaðið,“ sagði afi við mig
með sínum alvörugefna gaman-
sama hætti. Ég stóð við mitt og
það gladdi afa. Sigrar barnabarna
hans voru fylling fegurstu vona
hans. Það er mér mikið þakkar-
efni að afi lifði lengi og fékk því að
sjá margar vonir sínar rætast um
farsæld barna og barnabarna
sinna.
Ég gaf afa mínum bók í jóla-
gjöf árið 2017 þar sem ég hafði
tekið saman þær ótal mörgu sög-
ur sem hann hafði sagt mér í
gegnum tíðina, ásamt því að ég
skrifaði æviágrip hans. Afi lifði
nefnilega á miklum umbrotatím-
um í sögu íslensku þjóðarinnar.
Hann ólst upp í Reykjavík á
stríðsárunum og segja má að ævi
hans hafi verið spegilmynd fyrstu
þéttbýlisæskunnar sem fæddist
og ólst upp á mölinni. Við skrifin
og afhendingu bókarinnar til afa
urðu til margar ljósfagrar minn-
ingar sem munu lýsa í hjarta
mínu um eilífð.
Nú er saga afa míns öll. Feg-
urð lífsins er fólgin í þeim sem
hafa elskað okkur, látið sér annt
um okkur og leitt okkur til vit-
undar um það sem er fegurst og
best. Það gerði afi minn sem mót-
aði hugsun mína með góðleik sín-
um og umhyggju. Þannig var afi
kyndilberi fegurðar lífsins og við
niðjar hans tökum nú við kyndl-
inum.
Ég vil kveðja afa minn með því
að yrkja til hans ljóð með annað
ljóð í huga eftir Jónas Hallgríms-
son sem var okkur kært. Takk
fyrir mig, afi.
Vel sé þér, afi, á værum beð,
ég minnist nú meyr liðinna stunda,
mikið var gaman til þín að skunda,
þökk hafir þú, Kjærnesteð!
Hrannar Bragi Eyjólfsson.
Elsku besti afi. Við systkinin
höfum alltaf vitað hversu góður
afi, langafi og maður þú varst – en
nú er það skýrara en nokkru sinni
fyrr.
Við erum svo þakklát fyrir alla
skilyrðislausu umhyggjuna og
hlýjuna sem tók á móti manni á
Kleppsveginum og síðar Dal-
brautinni. Alltaf upplifði maður
að þú hafðir áhuga á því að hlusta
á hvað sem það var sem manni lá
á hjarta eða langaði til að spjalla
um. Þú varst svo mikill barnakarl
og hafðir gaman af samveru-
stundum með okkur og börnun-
um okkar alveg eins og við með
þér.
Þú varst alltaf svo viljugur að
leika við okkur. Hvort sem það
var að byggja dúkkuhúsgögn,
flugvelli og flugvélar úr pappa og
eldspýtum eða fara í göngutúra í
Grasagarðinum, þá fannst manni
þú alltaf hafa allan tíma í heim-
inum til að skapa minningar með
okkur. Frumkvæðið af leiknum
og tímanum okkar saman kom
oftast frá þér og það er einstakt,
við erum svo þakklát fyrir allar
þær minningar.
Það var ekkert skemmtilegra
en að hlusta á sögurnar þínar og
munum við varðveita þær og
segja okkar afkomendum. Aldrei
heyrði maður sömu söguna tvisv-
ar, alltaf eitthvað nýtt og spenn-
andi.
Við munum alltaf búa að sög-
unum og fróðleiknum frá þér. Við
hlökkum til að geta eftir 50 ár
sagt frá því þegar afi okkar hitti
Churchill á brúnni í Reykjavík og
þegar hann kafaði 11 ára gamall í
höfninni eftir nammi frá banda-
rísku herskipunum.
Þú ert okkur svo ótrúlega mikil
fyrirmynd og fyrir alla þína af-
komendur, svo innilega góður við
allt og alla, ekki eitt slæmt bein í
þínum líkama. Aldrei urðum við
vitni að því að þú segðir eitt ein-
asta slæmt orð um aðra mann-
eskju, allt var svo gott og glatt í
kringum þig.
Nú, meira en tveimur áratug-
um eftir að þú hættir að vinna í
íþróttahúsinu í Grafarvogi, spyrja
gamlir vinir okkar enn frétta af
þér og minnast þess hversu frá-
bær þú varst við þau. Þú varst
alltaf tilbúinn að spjalla við, ráð-
leggja og hjálpa krökkunum. Það
sýnir líka vel hversu góðhjartað-
ur þú varst að þú mundir enn þá
eftir mörgum þeirra og spurðir
frétta af þeim.
Við erum svo heppin að pabbi
er gæddur mörgum af þínum eig-
inleikum og minnir okkur á þig
þegar við sjáum hann með börn-
unum okkar, það er dýrmætt að
upplifa það. Við munum sakna þín
meira en orð fá lýst elsku afi okk-
ar. Það er erfitt að kveðja en um-
fram allt erum við þakkát fyrir
minningarnar, þakklát fyrir kær-
leikann, þakklát fyrir það for-
dæmi sem þú hefur sett fyrir alla
fjölskylduna um það hvernig við
viljum vera.
Sigurjón, Silvá og Alexandra
afabörn.
Hann stóð sína plikt við fjöl-
skylduna, vinnuna og samfélagið.
Hógvær og hljóðlátur hann
Sverrir. Tranaði sér aldrei fram
heldur hlustaði og meðtók. Pabbi
æskuvinkonu minnar er horfinn á
vit feðra sinna. Lífshlaupið langt
og í mörg horn að líta með sex
börn og daglegt brauð. Ávallt
léttur á fæti, grannur með blik í
auga. Naut þess að horfa á strák-
ana í Kleppsholtinu spila fótbolta,
við stelpurnar vorum ekkert í því
á sjöunda áratugnum. Man hann í
húsbóndastólnum, þessi nærvera,
ekkert verið að flýta sér, fá sér
meira kaffi og taka eftir öllum
sem komu inn og fóru út. Sumir
með meiri læti en aðrir, til dæmis
ég. Sakna þess tíma eins og
klukkunnar sem sló hægt og
þungt. Lítið vissi maður um
drauma og þrár foreldra sinna og
annarra fullorðinna í kringum sig
í þá daga. Þau gerðu það sem
gera þurfti í lífsbaráttunni; koma
ungunum á legg með stolti og von
um að uppeldið gerði þau að
sómafólki. Það tókst sannarlega
hjá þeim Sverri og Margréti,
mannvænleg og vel menntuð
börn, samstilltur hópur undir
leiðsögn elskulegra foreldra.
Sverrir var hluti af æsku minni,
frá honum stafaði hlýja og velvild
sem gleymist ekki. Við Hrönn
lékum okkur endalaust í barbie-
leik á heimilinu og var það sjálf-
sagt af þeirra hálfu, aldrei
skammir eða „veriði úti“. Skúffu-
kakan er mér í svo fersku minni
að hún á sérstakan sess í mat-
arflóru ævi minnar. Kjærnested-
nafnið var stórt á þessum árum
vegna þorskastríðsins og ég eilít-
ið montin að eiga vinkonu með
þessu fræga nafni. Heimurinn
okkar við Sundin blá og ótal fagr-
ar minningar.
Af miklum hlýhug sendi ég þér
elsku vinkona og yndislega fjöl-
skylda kærleikskveðjur. Hefði
sannarlega fylgt þessum heiðurs-
manni til grafar ef ástandið væri
eðlilegt. Ég kveð Sverri með mik-
illi væntumþykju og ómældri
virðingu. Hann markaði spor í
ungu hjarta mínu og hug.
Birna Katrín Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast Sverris
Kjærnested frænda míns sem er
síðasti ættliðurinn í fjölskyldu
minni sem mundi ævi Sigurveigar
móður minnar og Margrétar
systur hennar og uppáhalds-
frænku sem við systkinin elskuð-
um öll. Magga frænka eins og við
kölluðum hana var mamma
Sverris, hún var 12 árum eldri en
móðir mín og voru þær mjög nán-
ar systur.
Þegar Sigurveig bjó á Patreks-
firði frá 1940 til 1949 skrifuðust
þær systur á. Það er fróðlegt að
lesa um hvernig var að búa úti á
landi á þessum tíma. Oft er
Sverrir
Kjærnested
Hrjúfur gat
hann verið hann
Gunnar, því er ekki
að neita, en hið innra var hann
gull af manni. Hann var skóla-
bróðir minn, tannlæknirinn
minn og síðast en ekki síst var
hann vinur minn, og einn sá
besti. Okkar fyrstu kynni voru í
Austurbæjarskóla þegar við
vorum á fermingaraldri og vor-
um bæði að undirbúa okkur fyr-
ir inntökupróf í Versló. Þessi
fyrstu kynni okkar voru reynd-
ar einmitt nokkuð hrjúf, enda
vorum við sennilega bæði
þrjósk og örugglega haldin ung-
lingaveiki. En fljótt tókust sátt-
ir og var það upphafið að okkar
ævilöngu vináttu. Þegar ég ein-
hverjum árum síðar kynntist
Þórarni, manninum mínum
heitnum, kom í ljós að þeir Þór-
arinn og Gunnar höfðu þekkst
frá unga aldri. Við hjónin nutum
Gunnar A. Þormar
✝ Gunnar A. Þor-mar tann-
læknir fæddist í
Reykjavík 21. júlí
1932. Hann lést 3.
janúar 2021.
Útför Gunnars
fór fram 14. janúar
2021.
því oft gestrisni
Gunnars, bæði í
sumarbústaðnum
og á heimili hans í
Reykjavík. Það
breyttist ekkert
eftir að ég varð ein,
Gunnar hélt þessar
líka fínu veislur og
ekki endilega af
sérstöku tilefni.
Ekki var það lak-
ara í sumarbú-
staðnum, þar var grillað og alls
konar fínerí, jafnvel boðið upp á
smá jarðskjálfta á eftir svona til
að hrista upp í mannskapnum.
Það var sannarlega glaðst á
góðum stundum. Gunnar var
ekki bara duglegur að bjóða til
veislu, heldur var hann einnig
vinur í raun á erfiðari tímum, og
fyrir það er ég þakklát.
Nú eru þessir tímar liðnir og
flestir okkar jafnaldrar farnir.
Eins einmanalegt og það er að
kveðja þá var það heiður að fá
að fylgja Gunnari í gegnum lífið.
„Frú Sigríður“ á aðeins eftir að
þakka öðlingnum fyrir vinátt-
una og fyrir að vera eins og
hann var. Ég votta niðjum hans
samúð og óska þeim velfarnað-
ar. Vertu blessaður Gunni minn.
Sigríður Valdimarsdóttir.