Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 51
Laust er til umsóknar starf aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 80% starf
innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að sinna
verkefnum aðalbókara sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja sveitar-
félagsins. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið aðalbókara
Hvalfjarðarsveitar:
• Yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og undirstofnunum þess, afstemm-
ingum og annarri bókhaldsvinnu. Ber ábyrgð á að skipulag bókhalds og vinnu-
brögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur þar um
• Yfirumsjón með skráningu reikninga og samþykktum þeirra
• Umsjón með allri eignaskráningu sveitarfélagsins og uppfærslu hennar
• Yfirumsjón með virðisaukaskattsmálum
• Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna í samráði við sveitarstjóra
• Gerð rekstraryfirlita og skýrslugerð
• Umsjón með bókhaldslykli sveitarfélagsins
• Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings sveitarfélagsins
og stofnana þess
• Þátttaka í áætlanagerð og innra eftirliti
• Umsjón með öllu bókhaldi, afstemmingum og vinnu við uppgjör fyrir Vatnsveitu-
félag Hvalfjarðarsveitar sf. og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Aðalbókari ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf,
stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða.
Almennt stjórnunarsvið:
Aðalbókari starfar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um bókhald,
fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, eftir lögum er varða opinbera
þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við
fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds
• Veruleg/marktæk reynsla og góð þekking af bókhaldi, áætlanagerð og
fjármálastjórnun er skilyrði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Reynsla og þekking af notkun á Navision bókhaldskerfinu er kostur
• Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á
netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is
Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt
sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við
nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is
Aðalbókari
Vélvirkjar og
vélfræðingar
óskast til
starfa í
Straumsvík
Starfssvið vélvirkja og/eða
vélfræðinga er:
• Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur á búnaði
• Ástandsskoðun á búnaði, s.s.
legumælingar, hitamyndun o.þ.h
• Almenn viðgerðarvinna og smiði
• Samskipti við framleiðsludeildir
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sveinspróf í vélvirkjun
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og
hæfileiki til að vinna í hópi
• Góðir samskiptahæfileikar
• Almenn tölvuþekking kostur
Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni en
jafnframt mikla öryggisvitund. Við bjóðum uppá
góðan, fjölskylduvænan vinnustað ásamt
góðum launum fyrir rétta aðila.
Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2021.
Nánari upplýsingar um störfin og umsókn má
finna á vef Rio Tinto, www.riotinto.is.