Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 England Manchester City – Aston Villa ................ 2:0 Fulham – Manchester United .............. (1:1)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/enski. B-deild: Huddersfield – Millwall .......................... 0:1  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 76 mín- úturnar með Millwall. Derby – Bournemouth............................. 1:0 Reading – Coventry ................................. 3:0 Rotherham – Stoke .................................. 3:3 Watford – Barnsley.................................. 1:0 Norwich – Bristol City............................. 2:0 Brentford – Luton.................................... 1:0 Cardiff – QPR........................................... 0:1 Nottingham F. – Middlesbrough............ 1:2 Þýskaland Augsburg – Bayern München................ 0:1  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 72. mínútu en nýtti ekki vítaspyrnu á 76. mínútu. Schalke – Köln .......................................... 1:2 Arminia Bielefeld – Stuttgart ................. 3:0 Freiburg – Eintracht Frankfurt............. 2:2 RB Leipzig – Union Berlín...................... 1:0 Grikkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: PAOK – Larissa ....................................... 5:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði eitt markanna. Panetolikos – Olympiacos ...................... 0:3  Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiacos í leiknum.  HM karla í Egyptalandi MILLIRIÐILL 3: Sviss – Ísland ........................................ 20:18 Frakkland – Alsír ................................. 29:26 Portúgal – Noregur.............................. 28:29 Staðan: Frakkland 3 3 0 0 82:74 6 Noregur 3 2 0 1 84:81 4 Portúgal 3 2 0 1 79:71 4 Sviss 3 1 0 2 69:74 2 Ísland 3 1 0 2 80:69 2 Alsír 3 0 0 3 69:94 0 MILLIRIÐILL 4: Norður-Makedónía – Slóvenía ............ 21:31 Rússland – Egyptaland ....................... 23:28 Svíþjóð – Hvíta-Rússland .................... 26:26 Staðan: Svíþjóð 3 2 1 0 82:69 5 Egyptaland 3 2 0 1 89:66 4 Slóvenía 3 2 0 1 85:77 4 Rússland 3 1 1 1 86:85 3 Hvíta-Rússland 3 0 2 1 83:87 2 N-Makedónía 3 0 0 3 60:101 0 Forsetabikarinn, 2. riðill: Síle – Suður-Kórea ............................... 44:33 Austurríki – Marokkó .......................... 36:22 Leikir í dag: 14.30 Úrúgvæ – Pólland .......................... M1 14.30 Japan – Argentína.......................... M2 17.00 Ungverjaland – Brasilía ................ M1 17.00 Króatía – Barein............................. M2 17.00 Angóla – Kongó............................... F1 19.30 Spánn – Þýskaland......................... M1 19.30 Danmörk – Katar........................... M2 Danmörk Skanderborg – Vendsyssel ................ 24:28  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 14/1 skot í marki liðsins, 38 prósent.   Dominos-deild kvenna Breiðablik – Skallagrímur ................... 71:64 Fjölnir – KR.......................................... 75:68 Valur – Snæfell ..................................... 80:68 Haukar – Keflavík ............................. (42:48)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Staðan fyrir leik Hauka og Keflavíkur: Fjölnir 6 4 2 425:401 8 Valur 5 4 1 325:261 8 Skallagrímur 5 3 2 336:364 6 Keflavík 3 3 0 252:188 6 Haukar 5 3 2 315:292 6 Breiðablik 6 2 4 322:345 4 Snæfell 5 1 4 354:398 2 KR 5 0 5 344:424 0 Evrópubikarinn 16-liða úrslit, D-riðill: Mornar Bar – Andorra ....................... 71:74  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með An- dorra vegna meiðsla. NBA-deildin Denver – Oklahoma City ................. 119:101 Utah – New Orleans......................... 118:102   KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellirinn: ÍR – Þór Ak ............... 18.15 HS Orkuhöll: Grindavík – Haukar...... 19.15 DHL-höll: KR – Höttur ....................... 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Valur....... 20.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Álftanes ........................ 20 Í KVÖLD! um á meðan KR hefur tapað öllum fimm leikjum sínum. Ariel Hearn skoraði 30 stig fyrir Fjölni og tók auk þess 15 fráköst. Lina Pikciuté skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Taryn McCutcheon skoraði 24 stig fyrir KR og Annika Hopopai- nen var með 21 stig og 9 fráköst.  Valskonur styrktu stöðu sína þegar þær tóku á móti Snæfelli á Hlíðarenda. Valur sigraði, 80:68, eft- ir að staðan var 37:32 í hálfleik. Valskonur hafa þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum og eru með átta stig en þetta var hins vegar fjórða tap Snæfells í fimm leikjum og liðið er með tvö stig í næstneðsta sætinu. Hallveig Jónsdóttir skoraði 21 stig fyrir Val og Helena Sverr- isdóttir var með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Haiden Palmer skoraði 17 stig fyrir Snæfell og Emese Vida var drjúg í fráköstunum en hún tók 12 slík ásamt því að skora 10 stig.  Leik Hauka og Keflavíkur var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Blikar skelltu Borgnesingum  Nýliðar Fjölnis með fjórða sigurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Jessica Kay Lorea úr Breiðabliki og Maja Michalska úr Skallagrími gáfu ekkert eftir í þessu návígi í Smáranum í gærkvöld. KÖRFUBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann bikarmeistara Skallagríms þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos- deildinni, í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, 71:64. Skallagrímur hafði unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en er nú með sex stig að fimm leikjum loknum. Breiðablik hafði hins vegar tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum. Jessica Kay Lorea átti stórleik með Blikum og skoraði 28 stig en hjá Skallagrími var Sanja Orozovic með 19 stig og Keira Robinson 17.  Nýliðar Fjölnis halda áfram að festa sig vel í sessi í deildinni á með- an Vesturbæingarnir í KR sitja sem fastast á botninum. Fjölnir vann leik liðanna í Graf- arvogi á allsannfærandi hátt, 75:68, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 44:32. Fjölniskonur hafa þar með unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sín- Arnór Ingvi Traustason landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður sænsku meistaranna Malmö var í gær orðaður við bandaríska félagið New England Revolution og ítalska félagið Lecce í netútgáfu Kvälls- posten. Þar er sagt að hann hafi fengið mjög gott tilboð frá New England, sem er frá Foxborough í Massachusetts og leikur í MLS- deildinni. Arnór hefur leikið með Malmö undanfarin þrjú ár og á eitt ár eftir af samningi sínum við félag- ið sem vann sannfærandi sigur í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta ári. Arnór Ingvi á för- um frá Malmö? Morgunblaðið/Eggert Malmö Arnór Ingvi Traustason gæti yfirgefið sænsku meistarana. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason heldur áfram að raða inn mörkum fyrir gríska knatt- spyrnufélagið PAOK en í gær skor- aði hann í sínum þriðja leik í röð og í fjórða sinn í síðustu sex leikjum. Sverrir skoraði fjórða mark PAOK í stórsigri liðsins á Larissa, 5:0, í sextán liða úrslitum grísku bikar- keppninnar. Hann skoraði í tveim- ur síðustu deildaleikjum, gegn Olympiacos og Volos, og einnig gegn Panathinaikos rétt fyrir jól. Fram að því hafði Sverrir ekki skorað síðan á Þorláksmessu 2019. Sverrir áfram á skotskónum Morgunblaðið/Eggert PAOK Sverrir Ingi Ingason skoraði í bikarleik gegn Larissa í gær. Frakkar fóru ekki létt með að vinna Alsír í milliriðli okkar Íslendinga í gær. Frakkland fékk þó bæði stigin og vann 29:26 en þurfti að hafa verulega fyrir því. Frakkar eru því áfram efstir í milliriðlinum. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir höfðu Frakkar aðeins eins marks forskot en til samanburðar vann Ísland lið Alsír 39:24 í riðla- keppninni. Dika Mem, Ludovic Fabregas og Kentin Mahe skoruðu fjögur mörk hver fyrir Frakka sem eru með sex stig í milliriðli 3. Noregur er nú með fjögur stig og fór upp að hlið Portúgals. Noregur hafði betur gegn Portúgal 29:28 og var sá leikur ekki síður spennandi. Portúgal sem vann Ísland í fyrsta leik í keppninni var yfir þegar um fimm mínútur voru eftir. Norð- menn reyndust þó sterkari á loka- sprettinum og unnu 29:28 en Portú- gal fékk síðustu sóknina í leiknum og gat því jafnað. Hefði Portúgal náð að kreista fram sigur hefði Noregur ekki átt möguleika á að komast í 8-liða úrslit. AFP Barátta Portúgalar gerðu Sander Sagosen erfitt fyrir í gærkvöld. Naumt hjá Frökkum og Norðmönnum Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson bætist í hóp ís- lensku handknattleiksmannanna í sterkustu deild í heimi, þýsku 1. deildinni, frá og með næsta keppn- istímabili. Vísir greindi frá því í gær að Elvar væri búinn að semja við Melsungen um að ganga til liðs við félagið í sumar og að formlega yrði greint frá félagaskiptum hans eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Elvar, sem er 23 ára gamall, er á sínu öðru ári með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni og er þar í stóru hlut- verki en áður hafði hann verið valinn tvívegis í röð besti leikmaður íslensku úrvalsdeildarinnar með Selfyss- ingum. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari er jafnframt þjálfari Mel- sungen og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson, samherji Elvars í lands- liðinu, er leikmaður liðsins. Melsungen, sem er frá litlum samnefndum bæ í miðju Þýskalandi, er í 13. sæti af 20 liðum í 1. deildinni en hefur unnið sex leiki og gert eitt jafntefli í tíu leikjum í vetur og á fimm til sex leiki til góða á keppinautana vegna tíðra frestana á yfirstandandi keppnistímabili. Elvar er á leið til Þýskalands Elvar Örn Jónsson Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er í liði ársins hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Kosning í lið ársins fór fram á vef UEFA en Sara varð Evrópumeistari og franskur bikarmeistari með Lyon í sumar, ásamt þvi að verða Þýskalandsmeistari og bikar- meistari með Wolfsburg. Leikmenn Evrópumeistara Lyon eru í meirihluta í lið- inu eða sex talsins en ásamt Söru eru þær Sarah Bou- haddi, Kadeisha Buchanan, Wendie Renard, Amandine Henry og Delphine Cascarino allar í liðinu. Þá er besta knattspyrnukona heims árið 2020 einnig í liðinu, Lucy Bronze frá Englandi, en hún varð Frakklands-, Evrópu- og bikarmeistari með Lyon en hún gekk til liðs við Manchester City. Aðrar í liðinu eru Magdalena Eriksson (Chelsea) frá Svíþjóð, Kheira Hamraoui (Barcelona) frá Frakklandi, Danielle van de Donk (Arsenal) frá Hollandi og Pernille Harder (Wolfsburg/Chelsea) frá Danmörku. Sara Björk í úrvalsliði Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.