Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Grundvallarkenningar í brezk- um og íslenzkum stjórnmálum Sumarið 1945 myndaði Clement Attlee ríkisstjórn brezka Verka- mannaflokksins. Grund völlur henn- ar og meginmarkmið var öryggis- áætlun Beveridge, sem var hreinræktaður sósíalismi í augum forsætisráðherrans. Árið 1946 sam- þykkti brezka þingið slysa- tryggingalög at- vinnulífsins (the Industrial Inj- uries Act), er kváðu á um slysabætur til handa öllu vinn- andi fólki. Sama ár samþykkti það mikilvægustu félagsmálalöggjöf sína er það lögfesti almannatrygg- ingalögin (the National Insurance Act). Þá var fyrsta sinni sérhver einstaklingur í landinu tryggður fyrir veikindum og atvinnuleysi, eftirlaun og ekknabætur voru mönnum tryggð, fæðingarstyrkir og dánarbætur, sem og framfærslu- styrkir til nánustu vandamanna. Þessu tengd voru líka fram- færslulögin (the National Assist- ance Act), sem voru í nánum tengslum við ellilaunakafla al- mannatrygginganna. Heilbrigðis- löggjöfin (the National Health Ser- vice Act) var samþykkt hinn 6. nóvember 1946 og kom til fram- kvæmda í júlí 1948. Fleira hneig í sömu átt, eins og til dæmis þjóðnýt- ing kola- og stáliðnaðarins og stofn- un Seðlabankans (Bank of Eng- land), enda skyldi nýja velferðarkerfið standa á traustum grundvelli atvinnulífsins. Hinn 5. júlí 1948 átti öll lagasetning um ör- yggisáætlun Beveridge að vera um garð gengin og þar með skyldi sagt skilið við tröllvöxnu meinsemdirnar fimm. Það, sem að ofan hefur verið rak- ið, bendir til þess, að í október 1944 hafi Íslendingar orðið einna fyrstir Evrópuþjóða til að mynda ríkis- stjórn á grundvelli stefnu, sem í flestum meginatriðum var í sam- ræmi við öryggisáætlun Beveridge lávarðar, þótt það hafi ekki verið yfirlýst ætlun þeirra flokka, sem að henni stóðu. Allt frá upphafi höfðu nokkrir áhugamenn hérlendis fylgzt grannt með kenningasmíð hans og í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar fór fram mikil pólitísk og trygg- ingafræðileg gerjun hér á landi, bæði í ræðu og riti, meðal hagfræð- inga og stjórnmálamanna. Það er ekki rétt, sem Klaus Pet- ersen segir um Norðurlöndin, að „þegar Svíþjóð sé undanskilin hafi allar hugsanir um félagslegar um- bótatillögur verið lagðar til hliðar á stríðsárunum“ (with the exception of Sweden, all thoughts of social po- licy reforms were set aside during the war years.). Þvert á móti fylgd- ust nokkrir fræðimenn og stjórn- málamenn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með þróun mála, einkum út- komu Beveridge-skýrslunnar og umræðum í kjölfar hennar. Í miðju stríði settu þeir á laggirnar (í Ósló og Khöfn) leynilega starfshópa sér- fræðinga og forystumanna í alþýðu- hreyfingunni til að ræða hana og móta tillögur um það samfélag, er taka skyldi við að ófriðnum loknum. Sú vinna kom að góðum notum á eft- irstríðs árunum. Á Íslandi hófst undirbúningur að þróun velferðarmála eftir stríð snemma á stríðsárunum, mjög í anda Beveridge. Samt skildi landið sig í þessu efni frá hinum Norður- löndunum. Það varð fyrst þeirra til að setja sér umfangsmikla almanna tryggingalöggjöf, fræðslulöggjöf og húsnæðislög í anda Beveridge, strax eftir stríð, hin fyrstnefnda víðtækari en nokkurt þeirra gerði þá. Þó voru annmarkar á þar sem var vöntun á atvinnuleysistryggingum, jarðar- farastyrkjum og ófullnægjandi að- stæður til að hrinda í framkvæmd mikilvægum lagaákvæðum um heilsugæzlu landsmanna. Þar á móti kom, að lögunum um almannatrygg- ingar var ætlað að færa lands- mönnum nýtt þjóðfélag öryggis frá vöggu til grafar. Það var mikil breyting. Velferðarlög Breta og Íslend- inga voru efnislega skyld Í tilkynningu félagsmálaráðu- neytisins árið 1943 var lögð áherzla á það, að opinberu fé skyldi varið til þess að tryggja lífsafkomu atvinnu- leysingja og annarra, er ættu undir högg að sækja, svo sem ómaga, ekkna og öryrkja, þannig, að sér- hver einstaklingur nyti viðunandi lífskjara og öryrkjar, sem byggju við skerta starfsorku, fengju störf við hæfi, er „verði bezt gerð arðbær fyrir þá sjálfa og þjóð fél agið“. Í þessum orðum og víðar komu fram viðhorf, sem voru rótskyld kenn- ingum framangreindra hugmynda- fræðinga. Því verður nú gerður nokkur samanburður á þeim. Grunnhugsunin var sú, að tryggja bæri öryggi þegnanna frá vöggu til grafar og skipu leggja atvinnu- og efnahagslífið á þann veg, að það væri traustur grundvöllur fyrir hina nýju samfélagshætti, er Beveridge boðaði. Í almannatryggingum Breta og Íslendinga var gert ráð fyrir heil- brigðiseftirliti, meðan á meðgöngu stæði, fæðingar styrkjum og lífeyri, mæðrum til handa, í nokkurn tíma um og eftir fæðingu, auk barna bóta um árabil (fjölskyldubóta) til stórra fjölskyldna, börnunum til fram- færslu og menntunar. Þar skyldi einnig rekið altækt heilbrigðis- og sjúkrahúsakerfi, sem allir skyldu hafa ókeypis aðgang að, lækniseftir- lit, sjúkrahjálp og endurhæfing. Í báðum löndunum skyldi komið á endurskipulögðu, skyldubundnu skólakerfi fyrir öll börn og unglinga, stórlega efldu, þeim og foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. Í báðum ríkjunum var það enn fremur meginmarkmið í tillögunum, og síðan í lögunum, að komið skyldi á laggirnar altæku ellilauna kerfi, með jafnháum iðgjöldum (grunn- gjöldum) allra gjaldenda, auk mis hárra launatengdra gjalda frá hverj- um og einum; og viðunandi eftir launum þeim til handa, án þarfa- könnunar. Samanburði á lífeyris- kerfum landanna verður þó ekki komið við hér, svo flóknar sem til- lögur Beveridge voru á því sviði. Í ríkjunum báðum skyldu viðunandi örorku bætur greiddar öryrkjum ævina alla, fram á ellidaga, að eftir laun tækju við. Í lagabálkum al- mannatrygginga hér og ytra var lögð áherzla á hjálp til sjálfshjálpar, sjúklingum og öryrkjum til handa, og endurhæfingu, þeim að kostn- aðarlausu, í von um að þeir mættu komast til starfa á ný. Að því er stjórnsýsluna varðaði skyldi vera ein tryggingastofnun ríkisins fyrir landið allt og einn stór trygginga- sjóður sem vera skyldi burðarás trygginganna; tryggingarútibú skyldu jafnframt vera í einstökum landshlutum, til hagræðis fyrir al- menning og öryggis fyrir hann og stofnunina. Loks voru húsnæðismál almenn- ings og skipulagsmál bæja og byggðarlaga tekin til endurskoð- unar í báðum löndunum. Hérlendis gekkst ríkisstjórnin fyrir efnismik- illi lagasetningu í því efni vorið 1946, er fjallaði um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Til viðbótar því voru samþykkt sérstök lög um nýbygg- ingar í Höfða kaupstað, þar sem Ný- sköpunarráð ríkisstjórnarinnar („nýbygginganefnd“) skyldi reisa síldarútvegsbæ, sem yrði öðrum til fyrirmyndar í skipulags- og húsnæð- ismálum. En ráðið skyldi líka koma á fót atvinnufyrirtækjum í bænum, reisa íbúðarhús og önnur mannvirki, þar á meðal rafveitu, vatnsveitu og gera götur úr varan legu efni. Var sýnilega stefnt þar að nokkrum tímamótum í byggðaþróun lands- manna. Samhljómur var í öllu þessu í áætlunargerð landanna beggja, um og eftir stríðslok. Engu að síður verður að leggja áherzlu á, að hér- lendis byggðist hún líka, að stórum hluta til, á ýmislegri velferðar- löggjöf, er sett hafði verið á árum áður. Hér hafa verið rakin nokkur þau grundvallaratriði, sem telja má að hafi verið af sama toga spunnin í fyrirhuguðum ráðagerðum og lögum landanna beggja í velferðarmál- unum. Verður þá að víkja að þeim málefnum í áætlunargerð þeirra, sem voru með ólíkum hætti. Í þeim báðum lét ríkisvaldið þróun atvinnu- mála svo mjög til sín taka, að þau voru þar efst á blaði. Hér á landi fór fram umfangsmikil „nýsköpun“ at- vinnuveganna, samkvæmt ákvörð- unum Alþingis, skipulögð af ríkis- stjórninni og undir forsjá hennar að miklu leyti. Endurskipulagning þeirra og endurnýjun atvinnutækj- anna var að verulegu leyti undir stjórn Nýsköpunarráðs, en í Bret- landi tók ríkisvaldið stóran hluta af atvinnulífinu í sínar hendur með þjóðnýtingu kola- og stáliðnaðarins, járnbrautakerfisins, gasstöðva og raforkuvera, talsímakerfisins og stofnsetningu Seðlabankans (Bank of England). Þar í landi byggðist þessi stefnumótun öðrum þræði á pólitískri hugmyndafræði, en hins vegar á því sjónarmiði, að örugg vel- ferð hlyti að byggjast á háu atvinnu- stigi og traustum atvinnuvegum. Reynslan eftir fyrri heimsstyrjöld hefði sýnt, að einkaframtakið risi ekki undir þeirri ábyrgð, en sá grundvöllur mætti ekki bregðast. Hérlendis voru þingmenn sammála því sjónarmiði, að traust efnahags- og atvinnulíf væri grundvöllur al- mennrar velferðar. Hins vegar töldu þeir sig búa nægilega vel um hnút- ana með þeirri nýsköpun atvinnu- veganna, sem var meginmarkmið Nýsköpunarstjórnarinnar. Því var hún látin nægja. Jón Blöndal taldi kenningar Bev- eridge eiga sér rætur um margt í lagasetningu á Nýja-Sjálandi árið 1938 (Social Security Act, 1938). Stefán Ólafsson hefur lagt miklu minni áherzlu á nýsjálenzku áhrifin. Í Social Insurance and Allied Servi- ces er fátt sem bendir til grundvall- aráhrifa, auk þess sem vitað er að Beveridge hafði kynnt og þróað hugmyndir sínar í Bretlandi frá því snemma á fjórða áratugnum, bæði á fundum, í blöðum og tímaritum og í útvarpi, löngu áður en nýsjálenzku lögin voru sett, svo sem þegar hefur verið bent á. Í ritinu kveður hann þó öryggisáætlun sína eiga sér hlið- stæðu í Nýja-Sjálandi, en tekur fram að hún sé frábrugðin brezku tillögunum að ýmsu leyti. Í tillögum hans var til dæmis gert ráð fyrir að allir brezkir þegnar greiddu jafn- hátt iðgjald (grunngjald) til trygg- inga kerfisins og nytu sömu rétt- inda. Í frumvarpinu um íslenzku almannatryggingarnar lögðu laga- smiðirnir til, að hérlendis yrði sami háttur hafður á og var það sam- þykkt. Í nýsjálenzka kerfinu var ekkert sameiginlegt grunngjald heldur voru iðgjöldin mishá eftir launum, þar með tekjutengd og bæt- urnar byggðar á þarfakönnun. Þótt í tillögum Beveridge hafi ver- ið lagt til og í íslenzku lögunum ver- ið sagt, að allir skyldu greiða jafnhá iðgjöld og fá jafnháar bætur, var þó í tillögum hans gert ráð fyrir mis- háum ellilaunum. Þar var þó um flókið mál að ræða, sem ekki verður reynt að skýra hér, enda þjónar það litlum tilgangi. Loks verður að koma fram, að Beveridge var efins um að atvinnulífið í Nýja-Sjálandi stæði nægilega styrkum fótum til þess að geta verið öruggur grundvöllur fyrir velferðarkerfið, svo sem síðar kom á daginn, einkum vegna einhæfni at- vinnulífsins (útflutningur landbún- aðarafurða). En á það lagði hann mikla áherzlu í sínum tillögum. Pólitísk og trygginga- fræðileg gerjun Bókarkafli Í bókinni Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar rekur Sigurður E. Guðmundsson heildar- sögu velferðarmála á Íslandi í sex áratugi. Bókin er byggð á doktorsritgerð Sigurðar Morgunblaðið/Golli Velferðarsaga Sigurður E. Guðmundsson í kamesi sínu í Þjóðarbók- hlöðunni þar sem hann vann að doktorsritgerðinni árum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.