Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 fjöldann allan af ljósmyndum sem við getum skoðað á meðan við rifjum upp gamla góða tíma og yljum okkur við góðar minn- ingar. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Elísabet, Rakel og Geir. Leiðir okkar Geirs Þorsteins- sonar lágu fyrst saman í Mennta- skólanum í Reykjavík haustið 1946. Við lukum báðir stúdents- prófi úr skólanum fjórum árum síðar og fylgdumst svo að í námi við læknadeild Háskóla Íslands. Að loknu námi þar hélt Geir vest- ur um haf til framhaldsnáms en ég til Noregs og Svíþjóðar. Við héldum þó alltaf sambandi meðan á útivistinni stóð og skiptumst á bréfum, en á þessum árum tíðk- uðust lítið símhringingar á milli landa, bæði var það dýrt og tækn- in ekki upp á það besta. Geir lauk sérfræðiprófum í barnalækningum í Iowa City og Pittsburgh árið 1964 og kom aft- ur til læknisstarfa hér heima sama ár. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar saman á ný við ungbarnaeftirlitið í Hafnarfirði og Kópavogi. Í Kópavogi störfuð- um við saman í 30 ár og bar aldrei nokkurn skugga á samstarfið. Það sem einkenndi Geir í störf- um hans og öðru því sem hann tók sér fyrir hendur var sam- viskusemi, hreinskilni, snyrti- mennska og vandvirkni, og ekki síður sterk réttlætiskennd, sem gleggst kom fram þegar honum þótti óréttlæti bitna á þeim sem minna máttu sín. Alltaf var gott að eiga hann að trúnaðarvini. Geir var maður með afbrigðum knár, sterkur, duglegur og seigl- an ódrepandi. Þessir eiginleikar komu greinilega í ljós þegar ný- byggður sumarbústaður fjöl- skyldunnar fauk út um víðan völl í fárviðri er gekk yfir landið. Af elju og dugnaði snaraðist Geir austur í Grímsnes og smal- aði því saman af rekaldinu sem til náðist. Næsta sumar var svo ann- ar sumarbústaður risinn af grunni. Að koma í bílskúrinn til Geirs á Markarflötinni var eins og að koma í stássstofu, allt í röð og reglu og viðhaldið á húsinu eftir því. Tel ég að það hafi að mestu verið hans handverk. Það var alltaf upplifun út af fyrir sig að líta inn hjá Geir og Elísabetu eiginkonu hans, sem í okkar hópi var alltaf kölluð Elsa. Gestrisnin var í hávegum höfð og ávallt veitt af hlýjum hug. Þar ríkti góður andi. Við Elsa áttum það sameigin- legt að vera fædd í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru Rósa Ei- ríksdóttir og Kristinn Marteins- son, skipstjóri og útgerðarmað- ur. Það var ekki síst fyrir greiða- semi föður hennar að ég átti þess kost fyrir rúmum fjórum áratug- um að fara í einstaklega góða sjó- ferð á æskuslóðum ásamt föður mínum. Kristinn lánaði okkur trillu sína til þess að fara á skak frá Neskaupstað og áttum við þá nokkra ógleymanlega daga úti fyrir Austfjörðum. Mér eru minnisstæðar ferðir okkar Geirs, meðal annars suður á Reykjanes þar sem við fundum hraunhellur til að prýða lóðir okkar og að Baulu í Borgarfirði til að finna stuðlaberg. Fleiri ferðalög koma í hugann nú þegar komið er að kveðjustund. Mörg síðustu ár ævinnar átti Geir við vaxandi sjóndepru að stríða. Sagðist hann að lokum vera orðinn staurblindur. Hann andaðist þann 8. janúar síðastlið- inn. Stór æð í kviðarholi hafði sprungið og þar með var lífi hans lokið. Blessuð sé minning góðs vinar. Einar Ósvald Lövdahl. Geir var móðurbróðir okkar og hann kom oft á heimili foreldra okkar og við heimsóttum hann líka á sunnudögum. Hann bjó þá hjá foreldrum sínum á Hverfis- götu 104. Foreldrar hans, Ólafía Eiríks- dóttir og Þorsteinn Jónsson, voru amma okkar og afi. Við sjáum Geir fyrir okkur þar sem hann situr við skrifborð í hvítri skyrtu með ermabönd og er að lesa. Hann ætlaði að verða læknir og það varð hann. Við köll- uðum hann alltaf Bóa frænda og okkur systkinunum í Nökkvavogi 33 fannst gaman þegar hann kom í heimsókn. Eitt sinn eignaðist hann bíl og þá var nú enn frekar litið upp til hans. Hann knúsaði okkur oft og kyssti með platkossi sem heyrðist hátt í. Bói frændi fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna og þá skrifaði hann bréf heim og alltaf mundi hann eftir að senda afmæliskort. Að fá slíkt kort frá útlöndum var stórmerkilegt. Afi og amma sendu honum úr- klippur úr Mogganum og okkur fannst þau alltaf vera að klippa niður blöð. Það varð að spara sendingarkostnað og því voru spássíur og auglýsingar klipptar burt. Þetta var löngu fyrir tíma alnetsins og símtöl voru mjög dýr. Geir var í kandídatsnámi þeg- ar hann kynntist Elsu sem er frá Norðfirði. Þau giftu sig í Banda- ríkjunum og sendu heim albúm með myndum. Þau voru svo falleg og í hverri heimsókn til afa og ömmu flettum við albúmum því þetta var svo ævintýralegt. Þá voru útlönd svo langt í burtu og að sjá myndir af ferðalögum þeirra var óraun- verulegt. Eftir að Geir og Elsa fluttu heim var hann aldrei kallaður Bói en maður vandist því. Það kom síðar í ljós að börnin hans vissu ekki af þessu gælunafni svo það var gaman að geta sagt þeim það. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og jólaboð voru árviss viðburður. Geir og Sverrir Axelsson, faðir okkar, kynntust ungir í starfi KFUM og Vatna- skógi. Fyrir fjórum árum fór Kristín með þá akandi norður í land til að vera við fermingu í fjölskyldunni í Viðvík með viðkomu hjá Brynju frænku okkar á Blönduósi. Sú ferð er ógleymanleg. Þeir voru eins og unglingar sem skröfuðu um allt milli himins og jarðar. Þeir voru mjög góðir og nánir vinir í gegnum tíðina og kom ber- lega í ljós síðustu árin hve sterk böndin voru á milli þeirra. Það er því undarlegt að hugsa til þess hve stutt var á milli þess að þeir létust. Nú þegar Geir kveður okkur er genginn síðasti ættingi okkar af hans kynslóð. Öll systkini hans eru látin, þar með talin móðir okkar, Ása, sem og Gauja og „Stína frænka“ systur hans. Hann átti að vísu alls níu systkini en hinum kynntumst við ýmist ekki því þau dóu ung eða lítið eitt eins og Döllu sem bjó á Englandi. Við og bræður okkar, Þor- steinn og Ólafur, sendum Elsu og frændsystkinum okkar Rósu, Þorsteini, Gunnari Ellerti og Auði Eddu, samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að blessa minningu Geirs. Kristín og Ragnheiður Sverrisdætur. ✝ Sigurður Ólafs-son fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 9. jan- úar 2021. Foreldrar hans voru Ólafur Helgason frá Skál- holti, f. 6. apríl 1873, d. 18. október 1933, og Guðlaug Sigurðardóttir frá Hrygg í Hraungerðishreppi, f. 15. september 1889, d. 28. nóv- ember 1962. Systkini Sigurðar voru: Helgi, f. 27. júní 1924, d. 30. desember 1991, Valgerður, f. 4. desember 1926, d. 30. des- ember 2006, Ástráður, f. 19. mars 1929, d. 18. október 2020, og Ólafur, f. 8. júlí 1930, d. 20. apríl 2018. Sigurður kvæntist 11. des- ember 1951 Sigríði Ein- arsdóttur, f. 8. janúar 1919, d. 2. apríl 1994, frá Túni í Hraun- gerðishreppi. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur, f. 10. nóvember 1949, maki Bergljót Þorsteinsdóttir, f. 6. júní 1949. Þau eiga þrjú Helgi, elsti bróðirinn, ólst upp á Álfsstöðum á Skeiðum. Guð- mundur Sigurðsson, fóstri hans, arfleiddi Sigurð að jörð- inni. Árið 1941 seldi hann Austurkotið og flutti á Selfoss. Hann keypti húsið Snæland (Austurveg 53) í byggingu árið 1945 og þar bjó hann til ársins 1996. Síðustu árin bjó Sigurður á hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi þar sem hann lést. Sigurður stundaði nám í barnaskólanum í Þingborg og veturna 1941-43 í Héraðsskól- anum að Laugarvatni. Vorið 1943 hóf hann störf í Mjólk- urbúi Flóamanna og vann þar allan sinn starfsaldur utan tvö ár sem hann vann í bygging- arvinnu. Hann hóf nám í mjólk- urfræði vorið 1953 og lauk því 1955. Auk þess fór hann til Noregs í framhaldsnám í osta- gerð. Hann vann lengst af við osta- og smjörgerð, en síðustu ár starfsævinnar vann hann á rannsóknarstofu MBF. Útför Sigurðar fer fram frá Selfosskirkju 21. janúar 2021 kl. 14. Streymt verður frá útför: https://promynd.is/sigurdur Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat börn, Unnar Stein, Sigríði Evu og Harald Ívar og tvö barnabörn. 2) Ólafur, f. 8. maí 1952, maki Krist- ín Björnsdóttir, f. 21. júní 1952. 3) Guðrún Ingibjörg, f. 13. júlí 1955, maki Sigurjón Þórðarson, f. 11. september 1953. Þau eiga tvo syni, Birgir Rafn og Sigurð Fannar og sex barnabörn. Auk þess gekk Sig- urður í föðurstað syni Sigríðar, Einari Þorbjörnssyni, f. 27. apríl 1943, maki Sigrún Er- lendsdóttir, f. 17. desember 1942. Þau eiga þrjú börn, Sig- ríði, Guðrúnu Lindu og Gísla, sjö barnabörn og þrjú barna- barnabörn. Sigurður bjó fyrstu árin með fjölskyldu sinni á Baldursgötu í Reykjavík en fór sex ára í fóst- ur til Guðmundar móð- urbróður síns að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Móðir hans flutti svo þangað með Valgerði, Ástráð og Ólaf, þeg- ar faðir þeirra féll frá, en Hátíð ljóss og friðar að baki. Nýtt ár heilsar, daginn er tekið að lengja og sólargeislar brjótast fram, það er froststilla og fal- legur dagur er ég sest niður og skrifa hinstu kveðju til tengda- föður míns Sigurðar Ólafssonar sem kvaddi á 96. aldursári. Sigurður var einstaklega ljúf- ur og góður maður, mikið snyrti- menni, hann var orðvar, hugmik- ill og vildi láta hlutina ganga. Það var mikið gæfuspor þegar Sigurður hitti Sigríði Einars- dóttur sem seinna varð lífsföru- nautur hans. Þau byrjuðu bú- skap sinn á Snælandi sem seinna varð Austurvegur 53. Þau bjuggu börnum sínum fallegt heimili og gott uppeldi. Við tengdabörnin vorum boðin vel- komin í fjölskylduna, þannig háttaði til að öll byrjuðum við að búa hjá þeim á Snælandi meðan við komum okkur þaki yfir höf- uðið. Þau nutu þess að ferðast, oft var tjaldið tekið með. Sig- urður ferðaðist einnig til sólar- landa sér til lækninga því sólin og sjórinn höfðu góð áhrif á psoriasis. Hann starfaði í Mjólkurbúi Flóamanna allan sinn starfsald- ur. Fyrstu árin vann hann við að byggja mjólkurbúið. Hann ákvað síðar að hefja nám í mjólkur- fræði, það nám stundaði hann í Iðnskólanum á Selfossi og í Nor- egi, þangað hélt hann einn utan til náms. Konan og börnin voru heima á Selfossi. Að loknu námi sneri hann aftur í MBF og vann hin ýmsu störf, lengst af í smjör- gerðinni, tilkomumikið var að sjá hann stjórna stóra strokkn- um og smjörið verða til, leka úr strokknum í stóran vagn, þar draup smjör af hverju strái. Síð- ustu árin í Mjólkurbúinu vann hann á rannsóknarstofunni, tók á móti mjólkursýnum frá bænd- um og rannsakaði þau ásamt öðrum mjólkurvörum. Í kaffi- tímunum voru málin rædd og brotin til mergjar, jafnvel tekin ein skák við Mangor heitinn Mikkelsen. Áhugamálin voru mörg og var honum margt til lista lagt, lið- tækur við smíðar, skar út í tré og liggja eftir hann margir fal- legir munir, renndar voru skál- ar, kertastjakar og lampafætur, ráðnar krossgátur, myndagátur og sudoku, þó að ekki væri nema hálftími í mat var krossgátan ráðin. Hann naut þess að hafa góða bók í hendi og las mikið, var hann fróður og minnugur, einnig átti hann til að setja sam- an vísur. Hann flutti í Græn- umörk 5 eftir að hafa búið í Sí- latjörninni nokkur ár, það má segja að með þeim flutningi hafi hann verið kominn heim aftur. Hann var fljótur að tileinka sér nýjar aðstæður og tók fullan þátt í starfi eldri borgara og því sem boðið var upp á á nýja staðnum. Á ganginum hans myndaðist ein- stakt samband íbúa einu sinni í mánuði hittust þau hvort hjá öðru og höfðu gaman saman. Síðustu árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Ljósheim- um í góðu yfirlæti. Fram á síð- asta dag fylgdist hann með hvað fjölskyldan var að fást við. Það var mjög kært samband á milli systkina Sigurðar, í næsta her- bergi á Ljósheimum bjó Ástráð- ur bróðir hans, þeir hittust á hverjum degi en hann lést 18. október sl. Við þökkum starfs- fólki Ljósheima fyrir góða umönnun og hlýju í okkar garð. Ég kveð tengdaföður minn Sigurð Ólafsson með virðingu og þökk. Hvíl í friði. Kristín Björnsdóttir. Við systur kveðjum hann afa okkar. Afa sem hafði alla tíð svo mikinn áhuga á okkur og því sem við vorum að fást við hverju sinni, mundi eftir öllum afmæl- um, hringdi, spurði frétta og sagði okkur fréttir af okkar fólki fyrir austan. Ósjaldan hringdi afi bara til að fá fréttir og spjalla og það var alltaf gott að tala við hann. Við eigum eftir að sakna hans en minningarnar um afa eru bara góðar. Að hugsa til baka til ömmu og afa, í stóra húsinu að Snælandi, með stórum garði, stórum trjám og stórum matjurtagarði þar sem við mátt- um fá ómældan rabarbara með smá sykri í skál og annað holl- meti. Afi og amma voru með þeim fyrstu sem fengu sjónvarp og þangað steðjuðum við, litlar stelpur í sunnudagafötunum, til að fá að horfa á Stundina okkar en þar sem afi vann í Mjólkur- búinu var oftar en ekki boðið upp á ís eða jógúrt. Og Mjólkurbúið skipar stóran sess í minningunni um afa, okkur fannst hann að- almaðurinn þar, mjólkurfræðing- urinn sem bjó til ís og osta, og svo bauð hann okkur á flottustu jólaböll sem við höfum upplifað í Mjólkurbúinu. Við fundum alla tíð hversu mikil alúð var í samskiptum afa og ömmu, þau töluðu af virðingu og væntumþykju hvort um ann- að og voru mjög samrýmd, sennilega voru einu skiptin sem þau voru ekki saman þegar afi fór til Mallorka í sólina til að fá sól og sjó á kroppinn til að halda niðri exeminu og kom sólbrúnn og fallegur til baka. Það var líka notalegt að heim- sækja afa eftir að við fullorðn- uðumst, sitja og drekka kaffi og skiptast á sögum og fréttum af fólkinu okkar, hann var alltaf eins og alvitur um allt sem var að gerast, sérstaklega hjá allri sinni fjölskyldu. Bless, elsku afi, þú skilar kveðju frá okkur til ömmu. Guðrún Linda og Sigríður. Sigurður Ólafsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Elskulegir foreldrar mínir, GUÐBJÖRG JÓNA HJÁLMARSDÓTTIR sem lést laugardaginn 16. janúar og PÉTUR SÖLVI ÞORLEIFSSON sem lést miðvikudaginn 6. janúar, verða jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 25. janúar klukkan 11. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Hjálmar Pétur Pétursson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR húsmæðrakennari, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á www.mbl.is/andlat. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Inga Flosadóttir Þórir Kristján Flosason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.