Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 40
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar Sambands ís-lenskra sveitarfélaga ogSamtaka orkusveit-arfélaga hafa nú til skoð-
unar að senda kvörtun til Eftirlits-
stofnunar EFTA (ESA) til að óska
eftir rannsókn stofnunarinnar á því
hvort núverandi fyrirkomulag skatt-
lagningar á mannvirki til raf-
orkuframleiðslu feli í sér óheimila
ríkisaðstoð.
Fulltrúar Samtaka orkusveit-
arfélaga og Sambands íslenskra
sveitarfélaga áttu fund með lög-
mannsstofunni Sókn þar sem rætt
var um aðkomu að mótun kvörtunar
til ESA. Í lok janúar sl. samþykkti
stjórn Samtaka orkusveitarfélaga að
standa að slíkri kvörtun til ESA og
fá lögmannsstofuna til þess að vinna
málið.
Sveitarfélögin hafa um árabil bar-
ist fyrir því að fá auknar tekjur af
raforkuframleiðslu og að orkufyr-
irtækjum verði gert að greiða fast-
eignaskatt af orkumannvirkjum. Í
dag njóta þau skattalegrar ívilnunar
sem þau telja að sé í reynd ríkisað-
stoð og skekki samkeppnisumhverfi
fyrirtækja. Þetta mál var til umræðu
á stjórnarfundi Sambands íslenskra
sveitarfélaga í seinustu viku og var
samþykkt að vinna áfram að þessu
máli. Lagt var fram minnisblað lög-
fræði- og velferðarsviðs sambands-
ins þar sem segir að það sé „mjög
álitlegur kostur að leita með erindi
til ESA vegna þessa máls, einkum
þar sem sambandið hefur þegar tek-
ið þátt í tveimur starfshópum um
mögulegar lagabreytingar sem virð-
ist ekki vera að leiða til árangurs í
málinu“.
Að mati lögfræðings sambandsins
myndi einkum reyna á það í málinu
hjá ESA hvort það fyrirkomulag að
ívilna fyrirtækjum í raforkufram-
leiðslu með því að eingöngu hluti
mannvirkja myndi stofn til fast-
eignaskatts falli undir hugtakið rík-
isaðstoð. Sambærileg ívilnun standi
ekki fyrirtækjum í öðrum atvinnu-
greinum á samkeppnismarkaði til
boða.
Talið er að gróflega megi áætla að
þau virkjanamannvirki sem greiða
þarf fasteignaskatt af í dag séu að-
eins um 20% af raunvirði allra virkj-
anamannvirkja.
Á minnisblaðinu segir að fullyrða
megi að þetta fyrirkomulag hafi
aldrei verið tilkynnt til ESA og er
það álit lögræðings sambandsins að
ESA muni sjá tilefni til þess að taka
erindi frá sveitarfélögunum til skoð-
unar.
Í tengslum við innleiðingu Orku-
pakka 2 voru á sínum tíma felldar
niður undanþágur raforkufyrirtækja
frá greiðslu tekju- og eignaskatts
„en því miður var á þeim tíma ekki
gerð gangskör að því að breyta
álagningu fasteignaskatts,“ segir á
minnisblaðinu. Er mælt með því að
áður en endanleg ákvörðun verði
tekin um kvörtun til ESA verði kall-
að eftir staðfestingu á því frá sveit-
arstjórnarráðuneytinu að ekki séu
til staðar áform um að leggja fram
tillögur að lagabreytingum sem
myndu stuðla að auknum fast-
eignaskattstekjum sveitarfélaga.
Þessi mál hafa lengi verið til skoð-
unar á vettvangi sveitarfélaganna og
kom fram á sameiginlegu áliti Sam-
bands ísl. sveitarfélaga og Samtak
orkusveitarfélaga í nóvember sl. að
af núgildandi reglum leiði að ein-
ungis hluti þeirra mannvirkja sem
reist eru til vatnsafls- og gufuafls-
virkjana séu metin til fasteignamats,
þ.e. stöðvarhús, lóðir og vatnsrétt-
indi. Fasteignir sem ekki séu metnar
til fasteignamats, s.s. stíflur, línur,
fallgöng, borholur og uppistöðulón,
verða ekki andlag til álagningar
fasteignaskatts. Skipting skatttekna
af raforkuframleiðslu milli sveitarfé-
laga sé einnig mjög ójöfn og hafi leitt
af sér mikinn aðstöðumun á milli
sveitarfélaga.
Sveitarfélög að undir-
búa kvörtun til ESA
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Sveitarfélög vilja finna leiðir til álagningar fasteignaskatts
á orkumannvirki og að þau fái auknar tekjur af raforkuframleiðslu.
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar þetta erskrifað bíðaalmanna-
varnir og lands-
menn allir í ofvæni,
ef svo má segja, eft-
ir eldgosi sem enn
hefur ekki látið á
sér kræla en er yf-
irvofandi ef marka má þá sem
gerst þekkja. Óvíst er að þetta
eldgos muni virða loftslags-
markmið landsins eða einstakra
sveitarfélaga, þar með talið höf-
uðborgarinnar, sem í gær sam-
þykkti nýja aðgerðaáætlun og
loftslagsstefnu. Staðreyndin er
raunar sú að náttúruöflin láta
sig ekki aðeins loftslagsmál litlu
varða, þau eru almennt fremur
lítið gefin fyrir umhverfismál
eða náttúruvernd.
Maðurinn er hins vegar
áhugasamur um þau mál, vill
vernda náttúruna, yfirleitt eins
og hún er hverju sinni, eða jafn-
vel reyna að bæta hana, til að
mynda með trjárækt. Allt er það
skiljanlegt og gott og eins er
skiljanlegt að maðurinn vilji
forðast að valda tjóni á umhverfi
sínu en stundum er þó dálítið
óljóst hversu mikil áhrif hann
getur haft á þetta umhverfi og
þegar stormar geisa, snjóflóð
falla, jörð skelfur eða jarðeldar
brenna finna flestir til smæðar
sinnar.
En margir hafa samt sett sér
loftslagsmarkmið og jafnvel
„viðamikil, fjölbreytt og rót-
tæk“, svo gripið sé til orðfæris í
inngangsorðum formanns um-
hverfis- og heil-
brigðisráðs Reykja-
víkurborgar. Telji
borgin ástæðu til
gæti hún gert ým-
islegt sem stuðlaði
að minni útblæstri
án þess að gerast
svo „róttæk“ að það
þrengi óhóflega að íbúunum. En
borgarstjórn gat ekki hamið sig
að þessu sinni og gekk með rót-
tækni sinni of langt svo að nú
stefnir í að á næstu árum muni
borgarbúar eiga mun erfiðara
með að finna bílastæði, svo
dæmi sé tekið, og þykir þó ýms-
um nóg um.
Í loftslagsáætluninni, sem
gildir fyrir árin 2021-2025, er
gert ráð fyrir að fækka bíla-
stæðum um 2% á ári, samtals um
10% á tímabilinu. Það sér hver
borgarbúi í hendi sér að með
þessari róttækni eru borgaryf-
irvöld að ákveða að þrengja
mjög að borgarbúum, og ætla
má að með þeirri fólksfjölgun
sem gera verður ráð fyrir að
verði á tímabilinu sé raunfækk-
un bílastæða enn meiri.
Einhverjum kann að þykja
fínt að setja sér róttæk mark-
mið, en þegar þeir setja þau að-
allega á annarra kostnað kárnar
gamanið. Þessi bílastæðafækk-
un er enn ein aðgerðin til að
þvinga borgarbúa til að losa sig
við þann ferðamáta sem þeir
hafa helst valið sér. Róttækir
borgarfulltrúar hafa ekkert með
það að gera að beita borgarbúa
slíku ofríki.
Meðan eldar krauma
undir ákveður borg-
in í nafni róttækni
að fækka bílastæð-
um umtalsvert }
Þrengt að borgarbúum
Skoðanakannanirvestra benda til
þess að hveiti-
brauðsdagarnir
verði naumt
skammtaðir fyrir
Joe Biden. Eftir
mánuð í embætti
virðist ljóst að lím
fylgisins sé af lakara taginu.
Þótt forsetinn sé passaður vel,
og er þá ekki átt við hefðbundna
öryggisgæslu vopnaðra sveita,
þá er örðugra um vik en var á
meðan kjallarans naut við, eins
og var drýgstan hluta kosninga-
baráttunnar.
Forsetinn hefur skrifað undir
á þriðja tug forsetatilskipana og
gefnar skýringar eru þær að
hann sé að afnema sambærileg
boð Trumps. En Trump gaf að-
eins út fimm tilskipanir af þessu
tagi fyrstu dagana í embætti.
Þegar Biden gefur út sínar les
hann af smámiða um hvað inni-
haldið snúist, en blaðamönnum
er sagt að óheimilt sé að spyrja
forsetann út í þær. Þetta sé at-
höfn en ekki fundur. Bæði
Trump, og Obama á undan hon-
um, sem gaf út ámóta fjölda og
Trump, gáfu blaðamönnum hins
vegar jafnan færi á nokkrum
spurningum.
Fyrir fáeinum
dögum fór forsetinn
fyrir minning-
arathöfn um að
500.000 Banda-
ríkjamenn hefðu nú
dáið af völdum kór-
ónuveiru. Bar hann
þær dánartölur við
tölur um fallna í heimsstyrjöld-
unum tveimur og stríðinu í Víet-
nam. Washington Post hefur
verið þægur stuðningmiðill
demókrata um langa hríð, en þó
aldrei gengið eins langt og síð-
ustu árin er blaðið minnti mest á
CNN og aðra sambærilega
miðla. En W.P. gefur Biden ekki
háa einkunn fyrir minning-
arræðuna og segir hann hafa
lagt vitlaust saman. Við innsetn-
inguna hefði hann verið á sömu
slóðum en þá taldi hann 400 þús-
und hafa þá þegar látist af veir-
unni og bar það við stóru styrj-
aldirnar.
W.P. telur nauðsynlegt að
Hvíta húsið leiðrétti tölurnar
svo aðrir éti ekki upp vitleys-
una. Þessi samanburður sé að
auki skrítinn. Þannig látist um
600 þúsund Bandaríkjamenn ár-
lega úr krabbameini sem sé mun
meira en gerðist í styrjöldunum
sem stóðu yfir í mörg ár.
Núverandi kjör-
tímabil gæti orðið
langt og erfitt fyrir
demókrata, ef
marka má byrjunina}
Fylgi skreppur saman
M
eð hækkandi sól mun fyrsta
heildstæða myndlistarstefna
Íslands líta dagsins ljós sem
mótuð hefur verið í nánu
samstarfi við helstu hagaðila í
myndlist á landinu. Stefnan mun setja fram
heildstæða sýn fyrir myndlistarlíf að vaxa og
dafna til ársins 2030. Myndlist hefur leikið
mikilvægt hlutverk innan íslensks samfélags
allt frá því snemma á 20. öld og er hratt vax-
andi list- og atvinnugrein á Íslandi í dag. Á lið-
inni öld hafa þúsundir Íslendinga numið
myndlist að einhverju marki þótt einungis lítið
brot þeirra, eða nokkur hundruð, starfi við
greinina í dag og einungis hluti þeirra í fullu
starfi.
Áhersla í nýrri stefnu verður á fjölbreyttan
stuðning við listsköpun, kennslu í myndlist og
almenna vitundarvakningu almennings um að myndlist sé
fyrir alla að njóta. Þá verður stjórnsýsla og stuðningskerfi
myndlistar eflt en um leið einfaldað í þágu árangurs. Við
viljum að á Íslandi starfi öflugar og samstilltar myndlist-
arstofnanir með þjóðarlistasafn á heimsmælikvarða sem
styður með jákvæðum hætti við alla aðra þætti kraftmikils
myndlistarlífs um allt land og alþjóðlegt orðspor íslenskr-
ar myndlistar. Myndlistarmiðstöð tekur við hlutverki
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og verður
kraftmikil miðja stuðningskerfis myndlistarmanna sem
vinnur með myndlistarlífinu. Ný myndlistarstefna setur
fram sýn og aðgerðir sem hafa í för með sér hvata til efl-
ingar á alþjóðlegu myndlistarstarfi hér heima
og erlendis.
Myndlist sem atvinnugrein á Íslandi stendur
nú á ákveðnum tímamótum. Ungu fólki fjölgar
sem kýs að starfa við listsköpun, eins og mynd-
listina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, al-
þjóðleg og sjálfbær í senn. Stefnan setur fram
aðgerðir sem munu auka sýnileika greinarinnar
gegnum mælingu á hagvísum hennar, ýta úr
vegi hindrunum og innleiða hvata og ívilnanir
sem styðja við myndlistarmarkað. Í ljósi stærð-
ar alþjóðamarkaðar með myndlist og eftirtekt-
arverðs árangurs íslenskra myndlistarmanna
má ætla að vaxtatækifæri myndlistar séu veru-
leg. Með aukinni fjárfestingu hins opinbera og
einkageira mun greinin geta skilað þjóðarbúinu
talsvert meiri verðmætum en hún gerir nú.
Með fyrstu myndlistarstefnu Íslands er mótuð
framtíðarsýn sem styðja við jákvæða samfélagsþróun auk
þess að styðja við myndlistarlíf á Íslandi til framtíðar.
Menning og listir hafa gætt líf okkar þýðingu á erfiðum
tímum. Mörg stærstu tækifæra íslensks samfélags og at-
vinnulífs felast einmitt þar. Myndlistin er ein þeirra greina
sem hefur tekist á við áskoranir heimsfaraldursins með
aðdáunarverðum hætti. Söfn, gallerí og listamannarekin
rými hafa að mestu verið opin og staðið fyrir sýning-
arhaldi. Það er löngu tímabært að stjórnvöld horfi til
framtíðar í myndlistarmálum þjóðarinnar.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Undanþága frá skattlagningu á mannvirki til að framleiða og flytja raf-
orku er í umræðu meðal sveitarstjórnarmanna talin vera ríkisaðstoð sem
feli í sér niðurgreiðslu á raforkuverði. Afnám hennar muni því líklega hafa
áhrif á verð. „Mikilvægt er að útfærslan verði þannig að áhrif á raf-
orkuverð til almennra notenda verði sem minnst. Því er ótímabært á
þessu stigi að meta hugsanleg áhrif á verð raforku hér á landi. Þær til-
raunir sem hafa verið gerðar til þess innan starfshópsins teljum við háð-
ar ýmsum annmörkum svo að ekki sé á þeim byggjandi,“ segir í sameig-
inlegu áliti Samtaka orkusveitarfélaga og Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Er þar vísað til vinnu starfshóps sem hefur með höndum
að finna leiðir til skattlagningar á mannvirki til að framleiða og flytja raf-
orku undir forystu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Myndi hafa áhrif á raforkuverð
AFNÁM UNDANÞÁGU FRÁ FASTEIGNASKATTI Í ORKUGEIRANUM