Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 65

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 65
ÍÞRÓTTIR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Þær ákvarðanir sem teknar voru á 75. ársþingi KSÍ um síð- ustu helgi um lengingu tímabils- ins í efstu deild karla voru ekki teknar með hag knattspyrnunnar að leiðarljósi. Af þeim fjórum tillögum sem voru upphaflega lagðar fyrir þingið fannst mér tillaga Fylk- ismanna mest heillandi, það er að segja spila þrefalda umferð með tíu liða deild. Þá fannst mér tillaga stjórnar KSÍ um áfram- haldandi tólf liða deild, hefð- bundna tvöfalda umferð, og auka umferðir fyrir efstu sex liðin og neðstu sex liðin heillandi líka. Fylkismenn ákváðu hins veg- ar að draga tillögu sína til baka sem og Skagamenn sem höfðu lagt til tólf liða deild með þre- faldri umferð. Eftir stóð því til- laga KSÍ og tillaga fyrstudeild- arliðs Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán. Tilfinningarnar virðast hafa borið menn ofurliði á þinginu því menn settu eigin hagsmuni, og eigið rassgat, framar hags- munum íslenskrar knattspyrnu. Þetta setur líka strik í reikning- inn varðandi innkomu félaganna enda taka nýir sjónvarpssamn- ingar gildi tímabilið 2022 og hefði verið hægt að kreista út meira fjármagn með fleiri leikj- um og nýju, spennandi fyrir- komulagi. Íslensk félagslið eru komin í ruslflokk hjá UEFA eftir dapurt gengi í Evrópukeppnum undan- farin ár. Við eigum ekki að bera okkur saman við önnur lönd þeg- ar ákvarðanir eru teknar um efstu deild en fjölgun liða úr tíu í tólf hefur ekkert gert fyrir ís- lenskan fótbolta. Af hverju ætti fjölgun liða úr tólf í fjórtán að gera það? Félög í efstu deild eiga að taka ákvörðun um framtíð deildarinnar, ekki félög í 1. deild- inni, og það hlýtur að vera kom- inn tími á ný hagsmunasamtök, eða þá algjöra uppstokkun í þeim gömlu. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona – Motor Zaporozhye......... 42:34  Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona sem vann alla 14 leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð Skövde – Guif ....................................... 27:27  Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í leikmannahóp Skövde.  Daníel Freyr Ágústsson varði þrettán skot í marki Guif. Danmörk Vendsyssel – Odense........................... 25:33  Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði níu skot í marki liðsins. Þýskaland B-deild: Hamburg – Gummersbach................. 29:22  Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.  Efstu lið: Hamburg 35, Gummersbach 29, N-Lübbecke 27, Lübeck-Schwartau 24, Dormagen 23, Elbflorenz 22, Aue 20.  KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellir: ÍR – Tindastóll ............... 18.15 HS Orkuhöllin: Grindavík – Höttur.... 19.15 Blue-höllin: Keflavík – Þór Ak ............ 19.15 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – KR ...... 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – Fram ................ 19.30 Í KVÖLD! Fari svo að ein kona tryggi sér sæti á leikunum með formlegum hætti má sambandið svo tilnefna stigahæsta karlinn í einni grein að auki, og öfugt. Voru ekki látin vita af rafíþróttamótinu Undirbúningur Guðbjargar gæti þó orðið vandkvæðum bundinn. Hún og annað frjálsíþróttafólk sér fram á að missa æfingaaðstöðu sína í frjáls- íþróttahöllinni í Laugardal um sex vikna skeið eftir að tilkynnt var að stærðarinnar rafíþróttamót verði haldið í Laugardalshöll í maí. „Það er svo leiðinlegt að það er í reglunum hjá ÍBR og forsvars- mönnum frjálsíþróttahallarinnar að það verði að tala við okkur í félögun- um ef það á að halda einhverja við- burði í höllinni. Það var ekki gert. Við fréttum þetta bara í fjölmiðlum á mánudaginn,“ sagði Guðbjörg ósátt. En hvernig sér hún fram á að und- irbúa sig fyrir mót þegar frjáls- íþróttahöllin verður ekki laus í sex vikur? „Ég þarf aðeins að tala við þjálf- arann minn eftir að við fáum upplýs- ingar frá Frjálsíþróttasambandinu um hvað verður gert í staðinn fyrir okkur. Þetta væri í rauninni ekkert mál ef við gætum æft utanhúss en það er bara engin aðstaða fyrir okkur úti. Það eru mörg félög sem missa að- stöðuna á meðan mótið stendur yfir, þetta eru ekki bara við hjá ÍR. Laug- ardalsvellinum var klúðrað mjög mik- ið, það er bara tartan á helmingi af brautinni. Síðan er ÍR-völlurinn ekki tilbúinn eftir endalaust ég veit ekki hvað. Hann átti að vera tilbúinn árið 2017. Það er engin æfingaaðstaða fyr- ir okkur úti þannig að við vorum að treysta á að geta æft í höllinni þangað til við gætum farið út að keppa en núna veit maður ekki hvað maður á að gera,“ sagði Guðbjörg. Óljóst hvar verður hægt að æfa Þessa dagana æfir hún ásamt koll- egum sínum í frjálsíþróttahöllinni og og munu þau gera það þar til höllinni verður lokað, en þá þurfa þau að fara eitthvað annað. „Ég held að þau séu ekkert að fara að breyta þessu raf- íþróttamóti. Ég held að þau muni reyna að senda okkur eitthvað annað, kannski í Kaplakrika, til að æfa þar. Það væri mjög gott að geta farið inn að æfa í Kaplakrika en það kostar mikinn pening fyrir okkur því við þyrftum að borga aðstöðugjald. Við myndum þá væntanlega þurfa að æfa seint á kvöldin. Við höfum nokkrum sinnum þurft að æfa fram að lokun í höllinni af því að það er alltaf verið að loka henni. Þá höfum við verið að æfa frekar seint, sem hefur áhrif á svefn- inn og við getum ekki borðað kvöld- mat fyrir þær æfingar, þannig að þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Guð- björg að lokum í samtali við Morg- unblaðið. Stefnir ótrauð á sína fyrstu Ólympíuleika  Eygir sæti í 200 metra hlaupi  Reynir við stigaleiðina  Minnst einn úr frjálsum á ÓL  Frétti af rafíþróttamóti í fjölmiðlum  Undirbúningur í óvissu Morgunblaðið/Eggert Fljótust Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er handhafi þriggja Íslandsmeta í spretthlaupum, utanhúss og innanhúss. Japanska ríkisstjórnin er með fyr- irætlanir um að engir erlendir áhorfendur fái að mæta á Ólympíu- leikana í Tókýó í sumar, af ótta við að það myndi stuðla að frekari út- breiðslu kórónuveirunnar í landinu. Endanleg ákvörðun í þessum efn- um verður tekin síðar í þessum mánuði eftir viðræður við Al- þjóðaólympíunefndina og fleiri að- ila tengda leikunum samkvæmt heimildum í Japan. Leikarnir eiga að hefjast 23. júlí og lýkur 8. ágúst. Þeir áttu að fara fram síðasta sum- ar en var frestað vegna veirunnar. Engir erlendir áhorfendur? AFP Tókýó Kórónuveiran hefur gert mótshöldurum erfitt fyrir í Japan. Teitur Örn Einarsson, handknatt- leiksmaður hjá Kristianstad í Sví- þjóð, er orðaður við þýska félagið Melsungen, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, í þýska netmiðlinum HNA. Þar er sagt að Teitur sé einn þeirra leikmanna sem félagið sé að horfa til að fá fyrir næsta tímabil. Teitur, sem er 22 ára gamall Selfyssingur, hefur verið lykilmaður sem örvhent skytta hjá Kristianstad undanfarin ár en lítil tækifæri fengið með ís- lenska landsliðinu undir stjórn Guð- mundar enn sem komið er. Teitur til liðs við Guðmund? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skytta Teitur Örn Einarsson hefur gert það gott með Kristianstad.  Hún er nítján ára gömul, fædd 24. desember 2001, og keppir fyr- ir ÍR.  Hún setti Íslandsmet í 100 m hlaupi kvenna 29. júní 2019 þegar hún hljóp á 11,56 sekúndum í Þýskalandi og sló 15 ára gamalt met Sunnu Gestsdóttur.  Ólympíulágmarkið í 100 m hlaupi kvenna er 11,15 sekúndur.  Hún setti Íslandsmet í 200 m hlaupi kvenna 16. júní 2019 þegar hún hljóp á 23,45 sekúndum á Sel- fossi og sló 22 ára gamalt met Guðrúnar Arnardóttur.  Ólympíulágmarkið í 200 m hlaupi kvenna er 22,80 sekúndur.  Hún setti Íslandsmet í 60 m hlaupi innanhúss um síðustu helgi þegar hún hljóp á 7,46 sekúndum og bætti met sem hún og Tiana Ósk Whitworth áttu um 0,01 sek. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir FRJÁLSAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Hin 19 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari í ÍR, stefnir ótrauð á að komast á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar og keppa þar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg er Íslandsmetshafi í 60 metra hlaupi innanhúss og í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss, og hefur stöðugt verið að bæta sig undanfarin ár. Lágmörk eru hins vegar afar ströng til þess að komast á Ólympíu- leikana í Tókýó í Japan og telur hún það því henta sér best að safna stig- um á svokölluðum stigamótum til þess að komast inn á leikana. Þann 29. júní næstkomandi verður Guð- björg annaðhvort að vera búin að ná tilteknum lágmarkstíma eða búin að safna nægilega mörgum stigum á heimslistanum til þess að tryggja sér keppnisrétt á leikunum. Hún er sem stendur í 90. sæti heimslistans í 200 metra hlaupi. „Ég þarf að keppa á stigamótum því ég er að reyna að ná lágmörkum til þess að komast upp stigalista. Þá þarf ég að vera í topp 56. Ég átti að fara á EM innanhúss, ég var búin að vinna mér inn keppnisrétt þar, en ég sleppti því til þess að geta keppt á Meistaramótinu innanhúss í 200 metra hlaupi um síðustu helgi til þess að safna stigum fyrir Ólympíu- leikana,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið. Þar vísaði hún til Meistaramóts 15-22 ára þar sem hún sló Íslandsmet fullorðinna í 60 metra hlaupi og hljóp á 7,46 sekúndum. Best að fara þessa leið núna „Ég keppi núna í lok maí eða byrj- un júní, þá er annað stigamót innan- húss. En þess á milli þarf ég að finna tvö meistaramót utanhúss, þau gilda líka til stigasöfnunar. Það væru tvö stigamót sem gætu gefið góð stig. Það væri auðvitað bónus að ná þessu lágmarki, en lágmörkin eru bara það góð að ég er meira að ein- beita mér að stigunum. Ég held að það sé best fyrir mig núna að fara þessa stigaleið en síðan eftir þrjú ár einbeitir maður sér meira að lág- mörkum,“ bætti hún við, og vísaði þar til Ólympíuleikanna árið 2024. Ef svo færi að Guðbjörg næði hvorki lágmarkstíma né nægilega mörgum stigum ætti hún að vísu einn möguleika til viðbótar. Í tilfelli þjóða sem ná engum keppanda inn á Ól- ympíuleikana í Tókýó með annarri af þessum formlegu leiðum mega Ól- ympíunefndir þeirra þjóða tilnefna annaðhvort stigahæsta karlinn eða stigahæstu konuna á heimslistum, í einni grein, til keppni á leikunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.