Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
www.gilbert.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lífið á hjúkrunarheimilum lands-
ins er smám saman að færast í
eðlilegra horf. Á sumum heimilum
hefur verið aflétt skiptingu heim-
ila í sóttvarnahólf en á öðrum tak-
markar slík hólfun félagsstarf og
önnur samskipti innan heimila.
Von er á að leiðbeiningar um
rýmkaðar heimildir til heimsókna
verði gefnar út eftir um það bil
hálfan mánuð, þegar ákveðinn tími
er liðinn frá því bólusetningum
starfsmanna lýkur.
Unnið hefur verið að bólusetn-
ingum starfsmanna og lýkur fyrri
bólusetningu almennt á morgun.
Búist er við að tíu til tólf dögum
eftir það verði tilkynnt um frekari
tilslakanir á varúðarráðstöfunum
vegna sóttvarna. Fyrir nokkru
lauk bólusetningum heimilisfólks
en enn eru að flytja inn nýir
óbólusettir heimilismenn.
Lifnar yfir starfinu
Gísli Páll Pálsson, forstjóri
Grundarheimilanna, segir að fé-
lagsstarf og afþreying fyrir heim-
ilisfólk hafi verið að aukast en á
Grund séu enn sóttvarnahólf og
takmarki það slíkt starf nokkuð.
Öll hólfun á Hrafnistuheim-
ilunum hefur verið afnumin. „Fé-
lagsstarfið er allt að hrökkva í
gang og lifna yfir á heimilunum.
Meðal annars er komið með söng-
skemmtanir,“ segir María Fjóla
Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu-
heimilanna.
Þegar sóttvarnahólf eru afnum-
in getur starfsfólkið hætt að nota
andlitsgrímur og það liðkar strax
fyrir samskiptum við heimilisfólk.
Enn eru takmarkanir á heim-
sóknum til heimilisfólks hjúkr-
unarheimila. Þannig mega koma
tveir í heimsókn á dag. Gestir
þurfa að bera andlitsgrímur. Til-
gangur þessara takmarkana er að
draga úr hættu á að smit berist
inn á heimilin. Af samtölum við
forstjóra hjúkrunarheimila að ráða
verður væntanlega slakað á heim-
sóknarreglum á næstunni, hægt
og rólega, en þó líklega ekki fyrr
en tíu til tólf dagar verða liðnir
frá því allt starfsfólkið hefur feng-
ið fyrri bólusetningu og þá sam-
kvæmt leiðbeiningum samstarfs-
hóps hjúkrunarheimila og
heilbrigðisyfirvalda.
„Heimilisfólkið tekur þessu vel
og er ánægt með að geta færst
nær eðlilegu ástandi. Við höfum
lært heilmikið um sóttvarnir sem
við munum nýta í framtíðinni. Til
dæmis vonumst við til þess að ár-
leg inflúensa og nóró-veirusýking
verði ekki eins útbreiddar og verið
hefur,“ segir María að lokum.
Félagsstarfið er að komast í gang
Lífið á hjúkrunarheimilum að færast nær eðlilegu ástandi Skipting deilda í sóttvarnahólf
takmarkar samskipti sums staðar Vonast eftir rýmkun á reglum um heimsóknir á næstu vikum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hrafnista Skipting heimilanna í sóttvarnahólf hefur verið afnumin.
Skólayfirvöld í Kópavogi hafa ákveð-
ið að loka einni álmu í Álfhólsskóla
vegna myglu sem greinst hefur í
þaki byggingarinnar. Byggingin sem
um ræðir kallast Hjalli, eða álma 5,
og í henni eru meðal annars stofur
fyrir list- og verkgreinar auk sér-
kennslustofa. Hjalla verður lokað frá
og með deginum í dag og vinna
stjórnendur Álfhólsskóla nú að því
ásamt starfsfólki að endurskipu-
leggja kennslu. Að því er fram kem-
ur í tilkynningu frá Kópavogsbæ
verður nemendum tryggð kennsla
og mun niðurstaða endurskipulagn-
ingar liggja fyrir á allra næstu dög-
um. Í Álfhólsskóla, Hjalla, eru 5. til
10. bekkur Álfhólsskóla, alls um 400
nemendur.
Starfsmaður skólans fór að finna
fyrir einkennum sem fylgja raka- og
mygluskemmdum og við eftir-
grennslan kom í ljós raki undir gólf-
dúk. Við ítarlegri skoðun á húsnæð-
inu greindist myglusveppur í þaki
álmunnar.
„Verið er að rannsaka hvort mygl-
an hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í
kennslustofum, niðurstaða liggur
ekki fyrir, en með öryggi nemenda
og starfsfólks að leiðarljósi er álm-
unni lokað,“ segir í tilkynningu frá
Kópavogsbæ.
„Ekki er talið að um sambærilegar
aðstæður sé að ræða í öðrum álmum
byggingarinnar þar sem þakupp-
bygging er ólík. Þak álmu 5 hefur þá
sérstöðu að þar er upphitað rými á 2.
hæð og einangrað milli sperra. Í
álmu 1-4 er loftrýmið kalt og ein-
angrað beint ofan á steyptar lofta-
plötur. Engu að síður verða tekin
sýni í öðrum hlutum hússins og send
til frekari greiningar,“ segir þar enn
fremur.
Skólastjórnendur munu halda
fund með öllum nemendum skólans í
dag og útskýra stöðu mála.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kópavogsbæ er unnið að undirbún-
ingi útboðs fyrir endurbætur en
stefnt er að því að framkvæmdum
ljúki fyrir skólasetningu í haust.
Mygla greindist í
skóla í Kópavogi
Heilli álmu í Álfhólsskóla var lokað
Álfhólsskóli Mygla hefur greinst í
Hjalla og hefur álmunni verið lokað.Þórshöfn | Höfnin er lífæð sjávarþorpa og þarfnast
stöðugs viðhalds og endurbóta. Dýpkunarfram-
kvæmdir hafa staðið yfir um skeið og lýkur væntanlega
upp úr miðjum mars, að sögn hafnarvarðar. Pramminn
Pétur mikli er nú við dýpkun á athafnasvæði uppsjáv-
arskipa en einnig var hreinsað og dýpkað í smábáta-
höfninni. Við flotbryggjuna voru kafarar að störfum,
þeir Erlendur Guðmundsson og Brynjar Lyngmo, og
skiptu um festingar bryggjunnar eftir dýpkun, nýjar
keðjur og steina.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Kafað við flotbryggjuna á Þórshöfn