Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Bláfugls, telur flugfélagið Icelandair geta staðið sig vel í samkeppni við erlend flugfélög á komandi árum. Hins vegar sé rekstr- arkostnaður enn of hár hjá félaginu og að leita verði leiða til þess að lækka hann. Þá gefi lega Íslands og leiðakerfi færi á að nýta flug- vélakost félagsins betur en öðrum flugfélögum sé unnt og að keyra verði á þeim styrkleikum. Þetta kemur fram í viðtali við Stein Loga í nýjasta þætti Dagmála sem aðgengilegur er áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is frá og með kl. 9.00 í dag. Steinn Logi býður sig fram til stjórnar Icelandair en aðalfundur félagsins fer fram í lok næstu viku. Líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu er Steinn Logi ekki í hópi þeirra fimm sem tilnefningarnefnd fé- lagsins leggur til við aðalfund að verði kosnir í stjórnina. Tillaga nefndarinnar felst í að allir núverandi stjórnarmenn félagsins hljóti end- urnýjað umboð á fundinum. Reynsla af flugrekstri skipti sköpum Í viðtalinu segir Steinn Logi að áratugalöng reynsla sín, ekki aðeins af rekstri Bláfugls heldur einnig á vettvangi Icelandair, geti nýst félaginu til góðs. Þekking hans á innri mál- efnum félagsins, viðhaldsmálum flugvéla og öðru því tengdu geti reynst verðmætt fyrir fé- lagið. Hann hafi t.d. borið ábyrgð á öryggis- málum Bláfugls síðustu árin, bæði gagnvart flugmálayfirvöldum í Evrópu og Bandaríkj- unum og að fátítt sé að málum sé svo háttað meðal flugrekenda. Lágmarka þurfi kostnað og flækjustig Spurður út í flotamál Icelandair segir Steinn að nauðsynlegt sé að taka þau til gagn- gerrar endurskoðunar. Mikilvægt sé að byggja upp einsleitan flota sem tryggi lág- mörkun kostnaðar og dragi úr óþarfa flækju- stigi. „Ég var aldrei mjög hrifinn af þeirri ákvörðun að taka Maxinn og fannst hún ekki endilega góð,“ segir Steinn Logi spurður út í núverandi stöðu flota félagsins. Eins og al- kunna er hefur Icelandair í hyggju að vera með 12 slíkar vélar í flota sínum á komandi ár- um og verður fyrsta vélin tekin í notkun á mánudaginn næsta í áætlunarflugi milli Kefla- víkur og Danmerkur. Verður það fyrsta áætl- unarflug félagsins með þeirri flugvélategund síðan í mars 2019 þegar þær voru kyrrsettar í kjölfar mannskæðra flugslysa á Jövuhafi og í Eþíópíu. Aðspurður af hverju hann telji MAX- vélarnar ekki framtíðarkost fyrir Icelandair segir hann að þær henti ekki vel inn í alla hluta leiðakerfis félagsins. „Vélin getur ekki þjónað öllu leiðakerfi Ice- landair. Ef þetta ætti bara að vera MAX-inn þá yrði að breyta leiðakerfinu og hætta að fljúga á lengri leiðir Ameríku megin. Hún get- ur ekki tekið mikinn fisk, til dæmis, sem skipt- ir mjög miklu máli, til austurstrandar Banda- ríkjanna.“ Horfir fremur til Airbus en Boeing Hann segir að þótt vélin henti ekki sem hryggjarstykki í leiðakerfi Icelandair þá sé margt mjög jákvætt um vélina að segja. Hún sé mjög sparneytin, svo dæmi sé tekið. Spurður út í hvaða kosti Icelandair hafi í flotamálum til framtíðar segist hann ekki hafa séð endanlegar sviðsmyndir fyrir félagið þar sem allir vélakostir eru mátaðir inn. „ [...] sú vél sem virðist augljósi kandídatinn er A321XLR. Þær vélar virðast vera náttúru- legi kandídatinn. Þar er líka hægt að tengja saman A321XLR og A320 sem er minni vél.“ Bendir hann á að síðarnefndu vélina mætti nýta meira í styttra Evrópuflugi meðan A321- vélin hefði drægi á fjarlægustu vellina sem fé- lagið beinir vélum sínum til. Kosturinn við slíka samsetningu sé sá að nota megi sömu áhafnir, með sömu þjálfun, á báðar tegundir. Þessi skoðun Steins Loga rímar við þær leiðir sem Icelandair hefur viðrað um breyttar áherslur í flotamálum félagsins á komandi ár- um. Í þeim hugmyndum hefur félagið talið koma til greina að skipta alfarið yfir í vélar frá Airbus en einnig að reka slíkar vélar samhliða rekstri MAX-vélanna. Airbus hefur gefið út að það geri ráð fyrir að fyrstu A321XLR-vélarnar komi á markað árið 2023. Hámarksdrægi þeirra er sam- kvæmt Airbus 8.700 kílómetrar á meðan drægi MAX-vélanna er að hámarki 7.084 kíló- metrar. MAX-vélar henti ekki Icelandair  Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, segir að endurskoða þurfi flotamál félagsins  Hann býður sig fram í stjórnarkjöri hjá Icelandair sem fram fer í komandi viku Morgunblaðið/Eggert MAX Icelandair tekur vélarnar í notkun að nýju á mánudaginn kemur. Steinn Logi segist treysta vélunum vel og myndi taka sér far með þeim. Þær henti þó ekki félaginu til lengri tíma litið. Icelandair Steinn Logi starfaði hjá Icelandair á árunum 1985-2005, síðast sem framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs. Í byrjun árs í fyrra seldi hann Bláfugl sem hann stýrði í sex ár. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Carina 27.990 kr. Nýjar vörur frá Lagastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út ritið Evrópuréttur - réttarreglur Evrópusambandsins - eftir Stefán Má Stefánsson prófessor. Í ritinu er að finna yfirlit yfir helstu reglur sem leiddu af gildistöku Lissabon sáttmálans frá 1. desember 2009. Fjallað er um stofnanir ESB og ýmsar grundvallarreglur sambandsins, reglur um bein réttaráhrif og forgangsáhrif sem og reglur um frelsi, öryggi, réttlæti og efnahags- og myntmál. Þá er fjallað um það álitamál hvort ESB geti talist ríki og þá einkum hve langt aðildarríki ESB hafa gengið í samrunaferli sínu. Loks er fjallað um kosti og galla við aðildarumsókn og önnur atriði sem skipta máli fyrir hagsmuni Íslands í tengslum við framkvæmd EES-samningsins, einkum varðandi náttúruauðlindir, frjálsa fjármagnsflutninga og fiskveiðireglur ESB. Evrópuréttur Réttarreglur Evrópusambandsins Ritið má panta með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is Ritið er einnig fáanlegt hjá Bóksölu stúdenta ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.