Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 62
62 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 70 ára Kjartan hefur alla tíð búið í Vesturbæ Reykjavíkur og er þar af leiðandi eitilharður KR-ingur. Hann útskrif- aðist úr Verslunarskól- anum 1971 og síðan sem hagfræðingur úr Háskóla Íslands 1975. Síðastliðin 26 ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Ban- ana ehf. og þar á undan framkvæmda- stjóri Ásgeirs Sigurðssonar ehf. Á árum áður lék hann og þjálfaði handbolta hjá KR. Áhugamálin eru helst afabörnin, íþróttir, laxveiði og svo auðvitað vinnan. Dóttir: Guðný f. 1983, maki: Heiðar Hauksson. Barnabörn eru Birna f. 2006, Hrafn, f. 2012, og Hildur, f. 2017. Foreldrar: Friðsteinn Jónsson veit- ingamaður, f. 1903 d. 1971, og Lóa S. Kristjánsdóttir, f. 1909 d. 2001, oft kennd við Hótel Búðir. Kjartan Már Friðsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú gerir það sjálfur. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlustaðu grannt á þinn innri mann. Reyndu að komast eitthvað í burtu, skemmta þér og lenda í ævintýrum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér getur liðið ósköp vel án pen- inga, og þú ert jafn ríkur og þú ert ánægður. Hældu ástvinum við hvert tækifæri. Láttu vera að kaupa hluti sem þú hefur ekki brýn- ustu þörf fyrir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki falla í þá gryfju að álíta að fjár- hagsstaða þín segi eitthvað um það hversu mikils virði þú sért sem manneskja. Forðastu samt togstreitu við vandamenn og nágranna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að taka ákvörðun varðandi ein- hvers konar eignaskiptingu í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér tekst betur en nokkru sinni að samþykkja sjálfan þig, og það eykur vel- gengnina. Gættu þess bara að framkoma þín skapi ekki óþarfa andstöðu við sjónarmið þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki hugfallast þótt hugmyndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að and- mæla þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta móðan mása við yfirmanninn. Gakktu ekki gegn samvisku þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki láta hvetja þig til þess að kaupa einhvern óþarfa í dag. Taktu þér tak og hristu upp í hlutunum, annars áttu á hættu að missa af strætisvagninum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt miklu skipti að ná árangri í starfi máttu ekki gleyma starfsgleðinni. Fólk í kringum þig er voða flinkt í að þykjast í dag, og þú ert jafn góður leikari þegar þú þarft á því að halda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt gott með að fá aðra til liðs við þig en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þeim. Enginn er fullkominn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú geislar af hamingju og hefur já- kvæð áhrif á alla sem þú umgengst. Hvort sem þú ert í veikri eða sterkri valdastöðu gagnvart viðkomandi skaltu forðast að spila á það. aðspurð. „Ég get þó nefnt að ég vann einu sinni keppni ungra vís- indamanna og fór í kjölfarið fyrir Íslands hönd í Evrópukeppnina í Mílanó.“ Helstu áhugamál Sigrúnar eru framkvæmt gjörninga og átaks- verkefni og tilheyrt ýmsum bar- áttu- og stuðningshópum. Ég hef ekki mikið verið í viður- kenningum og verðlaunum umfram afrakstur og gleði,“ segir Sigrún S igrún Jóhannsdóttir fæddist 4. mars 1981 í Reykjavík og ólst upp í Fossvogi og Grafarvogi. „Ég sótti allt félagslíf sem var í boði, frá skátum í KFUK, íþróttir og skólagarða. Ég var alltaf með litlu systkinin í eft- irdragi og þegar þau urðu eldri fór allur frítíminn í að passa börn. Ég var glatt og atorkusamt barn.“ Sigrún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut við Kvennaskól- ann og síðan meistaragráðu í lög- fræði við Háskóla Íslands. „Ég er í dag hálfnuð með klínískt nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð, sem ég stunda með fullri vinnu. Auk eiginlegrar skólagöngu hef ég svo lokið ýmsum námskeiðum, ég fór t.d. til London og sat þar nám- skeið fyrir saksóknara um sálfræð- ina að baki kynferðisbrotum. Ég hef setið fjölda stakra kúrsa við innlenda og erlenda háskóla sem tengjast ofbeldi, mannréttindum, sálgæslu og áföllum. Þá sat ég eina önn í hagnýtri siðfræði í HÍ.“ Sigrún hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina, verið aðstoðarverk- smiðjustjóri, legsteinasali, unnið við tæknilega ráðgjöf og rannsóknir á kynferðisofbeldi. Lengst af hefur hún þó verið í lögmennskunni og síðustu 10 árin rekið Lögvís lög- mannsstofu. „Þar hef ég sérhæft mig í málum er tengjast ofbeldi, bæði beint og t.d. í gegnum for- sjárdeilur og meiðyrðamál. Þá hef- ur lögmannsstofan frá upphafi veitt þolendum ofbeldis fría ráðgjöf og þjónustu.“ Meðfram lögmennskunni hefur Sigrún setið í ýmsum nefndum og stjórnum. Í dag situr hún í stjórn Snarrótarinnar, samtaka um skaða- minnkun og mannréttindi, auk þess að sitja í og vera stofnandi Elfu- sjóðs, sem er styrktarsjóður þol- enda ofbeldis. „Baráttan gegn ofbeldi hefur verið mér hugleikin síðustu áratug- ina. Ég hef skipulagt ráðstefnur og fræðslu henni tengdar, haldið fjölda fyrirlestra og flutt hingað erlenda sérfræðinga. Þá hef ég stundað fjölbreyttan aktívisma, skipulagt og allt sem viðkemur mannlegri hegð- un og samskiptum. „Ég les mikið og helst bækur sem fjalla um það að vera manneskja. Ég verð alltaf að vera með einhverja handavinnu í gangi, hvort sem það er útsaumur, Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður – 40 ára Köfun Sigrún og Jóhannes á Kanaríeyjum. „Kallinn minn er duglegur að draga mig um heiminn.“ Lögmaður þolenda ofbeldis Í sumarbústað Jóhannes og börn í Laugarási í Biskupstungum. Mæðgur Móa og Sigrún. 60 ára Hallgrímur er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hann er menntaður mat- reiðslumaður frá Hót- el- og veitingaskóla Ís- lands 1989. Hann hefur unnið hjá Tandri, sem framleiðir og selur hreinlætisvörur, frá 1996 og verið skrifstofustjóri frá 2015. Hallgrímur hefur verið í Oddfellowreglunni í 30 ár og er mikill Liverpool-maður. Maki: Þrúður Gísladóttir, f. 1963, sjálf- stætt starfandi snyrtifræðingur. Dætur: Tinna, f. 1994, iðnaðarverkfræð- ingur og MS-nemi í umhverfis- og auð- lindafræði, og Lára, f. 1996, lýðheilsufræð- ingur. Foreldrar: Júlíus Thorarensen, f. 1940, fyrrverandi sölumaður, búsettur í Reykja- vík, og Margrét Emilsdóttir, f. 1941, d. 2001, vann við heimahjálp. Hallgrímur Júlíusson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Til hamingju með daginn Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir20ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. TILBOÐ 20% afslátturí mars TILBOÐ Í MARS Laserlyftingu Náttúruleg andlits- og hálslyfting. Gelísprautun Grynnkar hrukkur og mótar andlitsdrætti. 20% afsláttur af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.