Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 62
62 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
70 ára Kjartan hefur
alla tíð búið í Vesturbæ
Reykjavíkur og er þar
af leiðandi eitilharður
KR-ingur. Hann útskrif-
aðist úr Verslunarskól-
anum 1971 og síðan
sem hagfræðingur úr
Háskóla Íslands 1975. Síðastliðin 26 ár
hefur hann verið framkvæmdastjóri Ban-
ana ehf. og þar á undan framkvæmda-
stjóri Ásgeirs Sigurðssonar ehf. Á árum
áður lék hann og þjálfaði handbolta hjá
KR. Áhugamálin eru helst afabörnin,
íþróttir, laxveiði og svo auðvitað vinnan.
Dóttir: Guðný f. 1983, maki: Heiðar
Hauksson. Barnabörn eru Birna f. 2006,
Hrafn, f. 2012, og Hildur, f. 2017.
Foreldrar: Friðsteinn Jónsson veit-
ingamaður, f. 1903 d. 1971, og Lóa S.
Kristjánsdóttir, f. 1909 d. 2001, oft
kennd við Hótel Búðir.
Kjartan Már
Friðsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum er ekki nóg bara að heyra
það sem sagt er heldur þarf líka að taka með
í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram.
Aðalatriðið er að þú gerir það sjálfur.
20. apríl - 20. maí
Naut Hlustaðu grannt á þinn innri mann.
Reyndu að komast eitthvað í burtu, skemmta
þér og lenda í ævintýrum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér getur liðið ósköp vel án pen-
inga, og þú ert jafn ríkur og þú ert ánægður.
Hældu ástvinum við hvert tækifæri. Láttu
vera að kaupa hluti sem þú hefur ekki brýn-
ustu þörf fyrir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki falla í þá gryfju að álíta að fjár-
hagsstaða þín segi eitthvað um það hversu
mikils virði þú sért sem manneskja. Forðastu
samt togstreitu við vandamenn og nágranna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að taka ákvörðun varðandi ein-
hvers konar eignaskiptingu í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér tekst betur en nokkru sinni að
samþykkja sjálfan þig, og það eykur vel-
gengnina. Gættu þess bara að framkoma þín
skapi ekki óþarfa andstöðu við sjónarmið þín.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu ekki hugfallast þótt hugmyndir
þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Festa þín
gerir það að verkum að enginn reynir að and-
mæla þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er ekki rétti tíminn til þess
að láta móðan mása við yfirmanninn. Gakktu
ekki gegn samvisku þinni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki láta hvetja þig til þess að
kaupa einhvern óþarfa í dag. Taktu þér tak og
hristu upp í hlutunum, annars áttu á hættu
að missa af strætisvagninum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt miklu skipti að ná árangri í
starfi máttu ekki gleyma starfsgleðinni. Fólk í
kringum þig er voða flinkt í að þykjast í dag,
og þú ert jafn góður leikari þegar þú þarft á
því að halda.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt gott með að fá aðra til liðs
við þig en þarft að gæta þess að ganga ekki
fram af þeim. Enginn er fullkominn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú geislar af hamingju og hefur já-
kvæð áhrif á alla sem þú umgengst. Hvort
sem þú ert í veikri eða sterkri valdastöðu
gagnvart viðkomandi skaltu forðast að spila á
það.
aðspurð. „Ég get þó nefnt að ég
vann einu sinni keppni ungra vís-
indamanna og fór í kjölfarið fyrir
Íslands hönd í Evrópukeppnina í
Mílanó.“
Helstu áhugamál Sigrúnar eru
framkvæmt gjörninga og átaks-
verkefni og tilheyrt ýmsum bar-
áttu- og stuðningshópum.
Ég hef ekki mikið verið í viður-
kenningum og verðlaunum umfram
afrakstur og gleði,“ segir Sigrún
S
igrún Jóhannsdóttir
fæddist 4. mars 1981 í
Reykjavík og ólst upp í
Fossvogi og Grafarvogi.
„Ég sótti allt félagslíf
sem var í boði, frá skátum í
KFUK, íþróttir og skólagarða. Ég
var alltaf með litlu systkinin í eft-
irdragi og þegar þau urðu eldri fór
allur frítíminn í að passa börn. Ég
var glatt og atorkusamt barn.“
Sigrún lauk stúdentsprófi af
náttúrufræðibraut við Kvennaskól-
ann og síðan meistaragráðu í lög-
fræði við Háskóla Íslands. „Ég er í
dag hálfnuð með klínískt nám á
meistarastigi í fjölskyldumeðferð,
sem ég stunda með fullri vinnu.
Auk eiginlegrar skólagöngu hef ég
svo lokið ýmsum námskeiðum, ég
fór t.d. til London og sat þar nám-
skeið fyrir saksóknara um sálfræð-
ina að baki kynferðisbrotum. Ég
hef setið fjölda stakra kúrsa við
innlenda og erlenda háskóla sem
tengjast ofbeldi, mannréttindum,
sálgæslu og áföllum. Þá sat ég eina
önn í hagnýtri siðfræði í HÍ.“
Sigrún hefur unnið ýmis störf í
gegnum tíðina, verið aðstoðarverk-
smiðjustjóri, legsteinasali, unnið við
tæknilega ráðgjöf og rannsóknir á
kynferðisofbeldi. Lengst af hefur
hún þó verið í lögmennskunni og
síðustu 10 árin rekið Lögvís lög-
mannsstofu. „Þar hef ég sérhæft
mig í málum er tengjast ofbeldi,
bæði beint og t.d. í gegnum for-
sjárdeilur og meiðyrðamál. Þá hef-
ur lögmannsstofan frá upphafi veitt
þolendum ofbeldis fría ráðgjöf og
þjónustu.“
Meðfram lögmennskunni hefur
Sigrún setið í ýmsum nefndum og
stjórnum. Í dag situr hún í stjórn
Snarrótarinnar, samtaka um skaða-
minnkun og mannréttindi, auk þess
að sitja í og vera stofnandi Elfu-
sjóðs, sem er styrktarsjóður þol-
enda ofbeldis.
„Baráttan gegn ofbeldi hefur
verið mér hugleikin síðustu áratug-
ina. Ég hef skipulagt ráðstefnur og
fræðslu henni tengdar, haldið fjölda
fyrirlestra og flutt hingað erlenda
sérfræðinga. Þá hef ég stundað
fjölbreyttan aktívisma, skipulagt og
allt sem viðkemur mannlegri hegð-
un og samskiptum. „Ég les mikið
og helst bækur sem fjalla um það
að vera manneskja. Ég verð alltaf
að vera með einhverja handavinnu í
gangi, hvort sem það er útsaumur,
Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður – 40 ára
Köfun Sigrún og Jóhannes á Kanaríeyjum. „Kallinn minn er duglegur að draga mig um heiminn.“
Lögmaður þolenda ofbeldis
Í sumarbústað Jóhannes og börn í Laugarási í Biskupstungum. Mæðgur Móa og Sigrún.
60 ára Hallgrímur er
Akureyringur en býr í
Kópavogi. Hann er
menntaður mat-
reiðslumaður frá Hót-
el- og veitingaskóla Ís-
lands 1989. Hann
hefur unnið hjá Tandri,
sem framleiðir og selur hreinlætisvörur,
frá 1996 og verið skrifstofustjóri frá 2015.
Hallgrímur hefur verið í Oddfellowreglunni
í 30 ár og er mikill Liverpool-maður.
Maki: Þrúður Gísladóttir, f. 1963, sjálf-
stætt starfandi snyrtifræðingur.
Dætur: Tinna, f. 1994, iðnaðarverkfræð-
ingur og MS-nemi í umhverfis- og auð-
lindafræði, og Lára, f. 1996, lýðheilsufræð-
ingur.
Foreldrar: Júlíus Thorarensen, f. 1940,
fyrrverandi sölumaður, búsettur í Reykja-
vík, og Margrét Emilsdóttir, f. 1941, d.
2001, vann við heimahjálp.
Hallgrímur
Júlíusson
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Til hamingju með daginn
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir20ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
TILBOÐ
20%
afslátturí mars
TILBOÐ Í MARS
Laserlyftingu
Náttúruleg andlits- og hálslyfting.
Gelísprautun
Grynnkar hrukkur og
mótar andlitsdrætti.
20% afsláttur af