Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 67

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is • Wrong Turn - The Foundation • The Little Things • The Witches • Wonder Woman 1984 Aðrar myndir í sýningu: SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. frumsýnd 5. mars – forsala hafın sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı Handrukkarar og geimfar-ar, Sylvía Plath ogMikki mús, ömmur ogsmákrakkar. Allt þetta, og margt, margt fleira, kemur fyrir í örsagnasafninu Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Safnið hefur að geyma sextíu sögur sem spanna allt frá tveimur línum upp í fjórar síður. Höfundurinn kemur víða við í mannlegri tilveru með sögum sín- um. Þetta er sagnasafn á mörkum raunveruleika og furðu. Sumar sög- urnar eru raunsæjar, jafnvel byggðar á sönnum atburðum, en aðrar fikra sig í áttina að súrreal- isma. Verkinu er skipt í níu hluta og þrátt fyrir að sögurnar sem til- heyra þessum hlutum séu oft á tíð- um afar ólíkar má sjá, ef vel er að gáð, ákveðin tengsl þeirra á milli. Einn hlutinn virðist til dæmis hafa eitthvað með ferðalög að gera, ann- ar með líkamlegt ofbeldi og meiðsli og sá þriðji með æskuna. Æskan er reyndar áberandi í verkinu öllu. Heimur barna virðist hafa verið Sigurbjörgu mikil uppspretta enda er hugarheimur barna oftast nær afar frjór, hugarflug þeirra mikið og sjónarhorn þeirra á heim fullorðinna áhugavert. Heimur barn- anna smitar einnig inn í heim fullorðinna; barbí- dúkkur, bangsar og púslu- spil dúkka upp án þess að börnin sjálf séu endilega nærri. Það þarf lagni til þess að sögur af þessari lengd fái lesandann til þess að staldra við, jafnvel lesa söguna aftur, og hafi áhrif á hann til fram- búðar. Það tekst Sigurbjörgu með mörgum af sögunum í safninu. Hver saga opnar fyrir manni nýjan heim sem mann langar að átta sig á, vekur spurningar og vekur mann til umhugs- unar. Þrátt fyrir að umfjöll- unarefnið sé oft á tíðum alvarlegt eru sumar sög- urnar afskaplega írónískar. Það má kannski segja að sumar þeirra séu broslegar en aðrar grátbroslegar. Engin saga er alveg laus við húmor. Afar fáar þeirra falla þó í þá gryfju að vera einungis hnyttnar. Þær eru flestar mun flóknari en það. Sumar sögurnar eru áberandi góðar, hafa að geyma merkilega marglaga frá- sögn miðað við orðafjölda. Sögur af þessari lengd eru farnar að nálgast ljóðformið, stutt er yfir í prósaljóðið. Þær hafa því sumar sömu áhrif á lesandann og ljóð. Sigurbjörgu tekst að segja mikið í fáum orðum. Sögurnar eru í senn vitsmunaleg örvun og og góð skemmtun í hæfilegum bitastærð- um sem hægt er að njóta með morgunkaffinu, í strætó eða á bið- stofunni hjá tannlækninum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Írónískar „Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé oft á tíðum alvarlegt eru sumar sögurnar afskaplega írónískar,“ segir m.a. um bók Sigurbjargar. Marglaga frásagnir í fáum orðum Örsagnasafn Mæður geimfara bbbbn Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. JPV útgáfa, 2020. Kilja, 136 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer er dáinn, 73 ára að aldri. Wailer stofnaði hljómsveitina The Wailers með æskuvini sínum Bob Marley á Jamaíku og varð sveitin heimsfræg. Wailer yfirgaf sveit- ina árið 1974 og hóf sólóferil. Hann hlaut þrenn Grammy- verðlaun og árið 2017 var hann sæmdur heiðursorðu heimalands síns, Order of Merit. Ekki hefur verið gefið upp hvað olli andláti Wailers en hann hafði legið inni á spítala frá því í júlí í fyrra eftir að hann fékk heilablóðfall. Fjöl- margir hafa minnst hans, bæði aðdáendur og tónlistarmenn sem unnu með honum. Þeirra á meðal er tónlistarmaðurinn Shaggy sem minntist Wailers á Facebook sem konungs sem hefði gert landa sína stolta. Andrew Holness, for- sætisráðherra Jamaíku, minntist hans einnig og sagði andlát hans mikinn missi fyrir Jamaíku og reggítónlistina. Dáinn Bunny Wailer, réttu nafni Neville O’Riley Livingston. Bunny Wailer allur Wikicommons/AlfredMoya.com Miðasala á 70 ára afmælistónleika Björgvins Halldórssonar 16. apríl hefst í dag kl. 12 og hefur verið til- kynnt hverjir koma fram með hon- um og hverjir skipa hljómsveitina. Söngvarar og söngkonur sem koma fram með Björgvin eru GDRN, Jóhanna Guðrún, KK, Krummi og Svala en bakradda- söngvarar verða Eyjólfur Krist- jánsson, Friðrik Ómar og Regína Ósk. Hljómsveitina skipa Einar Scheving á slagverk, Davíð Sigur- geirsson á gítar, Friðrik Sturlu- son á bassa, Jó- hann Hjörleifs- son á trommur, Jón Elvar Haf- steinsson á gítar, Sigurgeir Sig- munds á stálgít- ar, Þórir Bald- ursson á Hammond-orgel og Þórir Úlfarsson á píanó. Tón- leikunum verður streymt og hægt að horfa á þá í gegnum myndlykla Símans eða í hvaða nettengda tæki sem er og fer miðasala fram hjá Tix.is. Góðir gestir á af- mælistónleikum Björgvin Halldórsson Sex bækur eftir bandaríska barna- bókahöfundinn Dr. Seuss verða ekki til sölu héðan í frá þar sem myndmálið í þeim þykir bera vott um kynþáttafordóma, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Eru það bækurnar If I Ran the Zoo, Scrambled Eggs Super, McElli- got’s Pool, On Beyond Zebra!, And To Think That I Saw It On Mul- berry Street og The Cat’s Quizzer. Fyrirtækið sem á útgáfuréttinn að bókunum, Dr. Seuss Enterprises, sendi frá sér tilkynningu þess efnis í vikunni og segir myndskreyting- arnar í bókunum meiðandi og rang- ar. Komist hafi verið að þessari niðurstöðu, þ.e. að hætta útgáfu bókanna, í samráði við sérfræðinga og kennara. Segir í tilkynningunni að þetta sé hluti af þeim ásetningi fyrirtækisins að styðja við ólík sam- félög og fjölskyldur. Úr sölu Tvær bóka Dr. Seuss sem verða ekki lengur fáanlegar. Hætta sölu sex bóka Dr. Seuss AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.