Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) tekur við rekstri hjúkrunar- heimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði frá og með næstu mánaðamótum. Vigdísar- holt sem er í eigu ríkisins tók við rekstri heimilisins Skjólgarðs á Hornafirði um sl. mánaðamót. Fjögur sveitarfélög sögðu upp samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila á síðasta ári vegna mikils tapreksturs. Akureyri, Vest- mannaeyjar og Fjarðabyggð fram- lengdu samninga gegn ákveðnum viðbótargreiðslum til 1. apríl. Óljóst með Akureyri Hornafjörður hafnaði slíkum samningum. Nú hefur Vigdísarholt sem ríkið á, og rekur Sunnuhlíð í Kópavogi og Seltjörn á Seltjarnar- nesi, tekið við rekstri Skjólgarðs í Hornafirði frá og með 1. mars. Tveir aðilar lýstu yfir áhuga á rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri þegar Sjúkratryggingar auglýstu eftir áhugasömum félögum til að taka yfir reksturinn þar en enginn sýndi áhuga rekstrinum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum. Nú hefur verið ákveðið að Heilbrigðisstofnun Aust- urlands sem er í eigu ríkisins og ann- ast þegar rekstur hjúkrunarheimila á Austurlandi taki við rekstri Huldu- hlíðar og Uppsala í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl. Tilkynnt var um það í gær. Ekki fengust í gær svör frá Sjúktratryggingum um það hverjir taka við rekstri hjúkrunarheimila Akureyrarbæjar og Hraunbúða í Vestmannaeyjum þegar samningar renna út 1. apríl nk. helgi@mbl.is Taka við rekstri hjúkrunarheimila  Rekstur hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Hornafirði færður til stofnana ríkis Rannsóknarnefnd samgönguslysa, flugsvið, hefur nú til umfjöllunar at- vik á Egilsstaðaflugvelli fyrir rúmu ári er sandari var á flugbraut þegar áætlunarflugvél kom inn til lend- ingar. Rannsóknin beinist að fjar- skiptum, fjarskiptabúnaði og aðgangi að sandgeymslu, segir í umfjöllun um stöðu máls á heimasíðu RNSA. Þar segir um málsatvik: „Snjó- hreinsun sem og bremsumælingar voru í gangi á Egilsstaðaflugvelli og voru tvö snjóruðningstæki, bremsu- mælingarbíll og sandari notuð við það verk. Þegar áætlunarflugvél sem von var á inn til lendingar nálgaðist flugvöllinn, kallaði flugradíómaður í flugturni öll tæki af flugbraut 04 og yfirgáfu öll tækin flugbrautina. Skömmu síðar fór sandarinn aftur inn á flugbraut 04, á leið sinni að sandgeymslu til þess að sækja sand. Yfirflaug flugvélin sandarann á flug- brautinni í lendingunni. Að sögn starfsmanna flugvallar- þjónustu BIEG, þá var stórhríð og skafrenningur og skyggni nánast ekki neitt þegar atvikið varð. Að sögn flugradíómannsins var snjókoma, lé- legt skyggni og gekk á með mjög dimmum éljum. Skyggni var 300-400 metra og 200 feta skýjahæð.“ Flaug yfir sandara í lendingu eystra  RNSA fjallar um atvik á Egilsstöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngur Tekið á móti vél Air Iceland Connect á Egilsstaðaflugvelli. Jón Magnússon hæstaréttar-lögmaður fjallar á blog.is um bóluefnamál: „Meðan heil- brigðis- og forsætisráðherrar stöðugt fleiri Evrópuríkja sjá, að ekki er hægt að treysta yfirstjórn Evrópusambands- ins til að tryggja aðgang að Covid- bóluefnum, aðhaf- ast þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svav- arsdóttir ekki neitt og reyna að telja landsmönnum trú um það að best sé að láta Evrópusam- bandið um lyfjakaup fyrir ís- lensku þjóðina. Nú síðast tilkynntu forsætis- ráðherrar Austurríkis og Dan- merkur að þeir mundu leita eig- in leiða til að tryggja sínu fólki Covid-bóluefni sem allra fyrst. Áður höfðu Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar haldið hverjir í sína sérleið.“    Þá bendir Jón á hve hörmu-lega ESB hafi gengið að tryggja íbúum landa sinna bólu- efni og ber saman við Breta sem standi margfalt betur. Hann nefnir að mörg önnur Evr- ópuríki hafi ekki talið sig bund- in af innkaupastefnu ESB, en „hér á Íslandi telja forsætis- og heilbrigðisráðherra sig meira bundnar Evrópusambandinu en mörg ríki sambandsins. Auk þess hafa þær engin önnur úr- ræði.    Var íslenski heilbrigð-isráðherrann virkilega svo heillum horfin, að hún hafi talið, að vandinn yrði leystur með því að Ísland yrði tilraunaverkefni Pfizer-lyfjarisans, og þegar það brást, að þá hafi engin varaáætl- un verið í gangi? Sums staðar mundu ráðherrar þurfa að taka pokann sinn fyrir slíka vanrækslu,“ segir Jón Magnússon. Jón Magnússon Ekkert frumkvæði? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.