Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar að öflugum
og ábyrgum einstaklingi í áhættustýringu sjóðsins.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi haldgóða reynslu af
greiningu og framsetningu efnis.
Áhættustýring hefur eftirlit með helstu áhættu þáttum
sjóðs ins, vinnur þvert á önnur svið, beitir sér fyrir
sífelldum úr bótum og stuðlar að sterkri áhættu vitund
starfs fólks. Áhættu stýring veitir einnig öðrum sviðum
sjóðsins stuðning og ráðgjöf við dagleg störf.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Greining og mat á áhættu.
• Gerð skýrslna og annarra gagna fyrir stjórn,
stjórnendur og eftirlitsaðila.
• Áhættueftirlit og frávikagreining sem tengist
fjárfestingum og rekstri sjóðsins.
• Þátttaka í stöðugri þróun áhættu stýringar.
• Virkt samstarf við starfsfólk sjóðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist
í starfi, s.s. hagfræði eða verkfræði.
• Haldgóð reynsla af greiningarvinnu og mjög góð
greiningarhæfni.
• Framúrskarandi hæfni til að setja fram efni og
niðurstöður í tölum, myndum og texta.
• Góð færni í íslensku og ensku.
• Framúrskarandi samstarfs- og sam skipta hæfi leikar,
metnaður og heilindi.
• Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri
Hagvangs, katrin@hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Umsókninni þarf að fylgja starfsferils skrá og
kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu
umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi.
Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum
að það krefst ábyrgðar og framsýni að stýra elsta
og stærsta sjóði landsins í gegnum örar breytingar
í þágu komandi kynslóða.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
OG GREININGARHÆFNI
SÉRFRÆÐINGUR Í ÁHÆTTUSTÝRINGU
REYNSLA, FRUMKVÆÐI
Rafkaup óskar eftir að ráða starfsmann í
fagverslun.
Leitum að jákvæðum og metnaðarfullum
einstaklingi til að bætast í hóp öflugra
starfsmanna í heildsölu fyrirtækisins. Starfið
felst aðallega í þjónustu og sölu til rafvirkja,
rafverktaka, byggingaraðila og hönnuða.
Hæfniskröfur:
• Iðn- eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á rafmagnsvörum og lýsingabúnaði
• Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára
koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint
sakavottorð. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda
á atvinna@rafkaup.is fyrir 8. mars 2021
Sölumaður
í fagverslun
Embætti skrifstofustjóra Landsréttar
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Landsréttar. Skrifstofustjóri
stýrir daglegum rekstri dómstólsins eftir nánari ákvörðun forseta réttarins og í umboði hans,
auk þess að gegna öðrum störfum sem forseti kann að mæla fyrir um, sbr. 23. gr. laga nr.
50/2016. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
• Þekking og reynsla á sviði réttarfars og stjórnsýslu.
• Þekking á rekstri og starfsemi dómstóla.
• Stjórnunarhæfileikar, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Tölvufærni og þekking á sviði upplýsinga- og tæknimála.
Forseti Landsréttar skipar í embættið til fimm ára í senn. Laun og starfskjör skrifstofustjóra
fara eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar.
Þeir sem áhuga hafa á embættinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal
fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum
umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Áskilið er að umsóknir og fylgigögn
berist með rafrænum hætti á netfangið landsrettur@landsrettur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2021.