Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 72
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt lag eftir Bubba Morthens,
„Ástrós“, kemur út í dag en í því
fjallar Bubbi um heimilisofbeldi.
Tvær vinsælustu tónlistarkonur
landsins, þær Bríet og GDRN,
syngja með Bubba í laginu. „Ég
fékk Bríeti til að syngja með mér
ákveðinn kafla í laginu og GDRN
sem raddar,“ segir Bubbi frá en lag-
ið kemur út á Spotify til að byrja
með.
Bubbi er spurður að því hvort
hann hafi hlustað mikið á þær Bríeti
og GDRN og segist hann hafa gert
það. „Sólóplatan hennar Guðrúnar
er algjörlega geggjuð, mikil vigt í
henni, bæði í rödd, textum og spila-
mennsku og Bríet er að koma mjög
sterk inn sem lagasmiður,“ segir
Bubbi. Bríet hafi gríðarlega dýpt og
þroska langt umfram aldur.
Hitti Guðrúnu á Laugavegi
„Ég vissi að hún ætti til þessa
dýpt sem ég taldi að gæti verið flott
að hafa í þessu lagi. Þetta lag fjallar
um heimilisofbeldi sem endar með
hörmungum og einhvern veginn
æxlaðist þetta til. Ég hitti Guðrúnu
bara á Laugaveginum, ég var að
fara í stúdíó og búinn að biðja Bríeti
að koma og athuga hvort hún gæti
sungið þetta erindi og svo sá ég Guð-
rúnu og spurði hvort hún vildi ekki
koma með og hún gerði það, labbaði
með mér og raddaði,“ segir Bubbi.
Guðrún hafi bara brosað og sagt já
við þessari óvæntu beiðni hans.
„Þetta er lag sem ég syng framan
af og er frásögn um konu og að-
stæður sem hún er komin í og svo
tekur konan yfir í lokin, þessi kven-
mannsrödd og klárar í rauninni sög-
una,“ segir Bubbi um lagið en Bríet
syngur lokaerindið og GDRN radd-
ar. Öll þrjú syngja þau svo viðlagið,
að sögn Bubba.
Fólk verður að stíga fram
Bubbi segir afskaplega mikilvægt
að vekja athygli á því á að heimilis-
ofbeldi hafi aukist gríðarlega hér á
landi undanfarinn áratug. „Það er
ekki að ástæðulausu að verið er að
setja lög um nálgungarbann sem er
auðvitað stórkostlegt framtak hjá
hinum unga dómsmálaráðherra að
koma í gegn. Núna í kóvídinu hefur
ofbeldi gagnvart konum og börnum
aukist alltof mikið,“ segir Bubbi.
„Við þurfum að vera vakandi og
meðvituð um að þetta er staðreynd
og ekki bara eitthvað sem gerist í
margra kílómetra fjarlægð frá okk-
ur sjálfum,“ segir Bubbi um heim-
ilisofbeldi og ítrekar að fólk verði að
stíga fram verði það vart við slíkt of-
beldi. Fólk megi ekki þegja yfir því
og verði að vera meðvitað um vand-
ann. „Og auðvitað gefur það líka lag-
inu vigt að þær leggi því til raddir
sínar,“ bætir Bubbi við um þær
GDRN og Bríeti.
Lagið er það þriðja sem gefið
hefur verið út af væntanlegri breið-
skífu Bubba sem kemur út 6. júní, á
afmælisdegi hans.
„Þurfum að vera vakandi“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áminning Bubbi fjallar um heimilisofbeldi í nýjasta lagi sínu og minnir á að
ekki megi sofa á verðinum gagnvart því. Slíkt ofbeldi hefur aukist í Covid.
Morgunblaðið/Eggert
GDRN Guðrún Ýr Eyfjörð
Jóhannesdóttir á bingókvöldi K100.
Morgunblaðið/Eggert
Bríet Tónlistarkonan vinsæla kom
líka við í stúdíói K100 á dögunum.
Bubbi gefur í dag út lag um heimilisofbeldi Bríet og
GDRN syngja í laginu og er Bubbi mikill aðdáandi þeirra
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Hljómsveit Unnar Birnu og
Björns Thoroddsen heldur tón-
leika 4. og 5. mars og býður upp á
fjölbreytta og skemmtilega efnis-
skrá. Fyrri tónleikarnir fara fram
í Gamla bíói kl. 20.30 og þeir
seinni á Hótel Selfossi og líka kl.
20.30. Takmarkað magn miða er í
boði en miðasala fer fram á
Tix.is-miðasöluvefnum. Björn
leikur á gítar, Unnur á fiðlu og
syngur, Skúli Gíslason leikur á
trommur og Sigurgeir Skafti
Flosason leikur á bassa.
Tónleikar í Gamla bíói og á Selfossi
Kvartett Skúli, Unnur, Björn og Sigurgeir halda tvenna tónleika, í kvöld og annað kvöld.
Áhorf á afhendingu bandarísku
Golden Globe-verðlaunanna var
um 60% minna í ár en í fyrra, að
því er fram kemur í frétt á vef
dagblaðsins The Guardian. Hefur
áhorfið ekki verið jafnlítið frá
árinu 1996 en þá hóf sjónvarps-
stöðin NBC útsendingar frá verð-
launahátíðinni. Vefurinn IndieWire
greinir einnig frá þessu og að
mögulega hafi áhorfið aldrei verið
jafnlítið í sögu verðlaunanna en
endanlegar tölur liggja þó ekki
fyrir. Fyrirtækið Nielsen mælir
áhorfið og segir
um 5,4 milljónir
manna hafa
horft í ár en um
14,8 í fyrra. Er
þar átt við fólk á
aldrinum 18-49
ára. Verðlauna-
hátíðin fór að
hluta til fram á
netinu vegna Co-
vid-19 og voru kynnar hennar,
Tina Fey og Amy Poehler, hvor á
sínum staðnum.
Hrun í áhorfi á Golden Globes
Tina Fey
Eva Ollikainen stjórnar Sinfóníu
nr. 9, einnig nefnd „Úr nýja heim-
inum“, eftir Antonín Dvorák og A
Short Piece for Orchestra eftir
Juliu Perry á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands (SÍ) í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 20.
„Sinfónían „Úr nýja heiminum“
er lykilverk í þjóðlegri sinfóníu-
smíði 19. aldar, hrífandi samruni
gamla heimsins og hins nýja, og býr
yfir ljóðrænu og krafti. Julia Perry
er meðal þeirra tónskálda 20. aldar
sem gleymdust í tímans rás þrátt
fyrir að hafa
samið sérlega
áhugaverða tón-
list. Hún lærði
við Juilliard-
tónlistarskólann
um 1950 og vakti
allmikla athygli
á sinni tíð þrátt
fyrir að tvennt
hamlaði tón-
smíðaferli hennar: Hún var svört
kona,“ segir í tilkynningu frá SÍ.
Tónleikarnir verða í beinni á Rás 1.
Úr nýja heiminum í Eldborg í kvöld
Eva Ollikainen
Uppfærsla leikhópsins Óskabarna
ógæfunnar á Rocky! snýr aftur á
svið frá og með kvöldinu og fara sýn-
ingar fram á Nýja sviði Borgarleik-
hússins. Verkið er eftir danska leik-
skáldið Tue Biering og í leikstjórn
Vignis Rafns Valþórssonar, en leik-
ari er Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Sýningin var upphaflega frumsýnd í
Tjarnarbíói haustið 2019 við góðar
viðtökur og m.a. sögð vera „ein besta
pólitíska ádeila sem sést hefur
íslensku leiksviði í háa herrans tíð,“
eins og segir í tilkynningu frá leik-
hópnum.
Vignir Rafn var tilnefndur til
Grímuverðlauna 2020 fyrir leik-
stjórn sína á verkinu og Sveinn Ólaf-
ur verðlaunaður fyrir bestan leik í
aðalhlutverki. Um frammistöðu
Sveins Ólafs sagði í leikdómi
Morgunblaðsins á sínum tíma:
„Sveinn Ólafur fer á kostum í
Rocky! Hann hefur einstaklega fína
nærveru og heldur góðu sambandi
við áhorfendur hvort heldur hann
stendur fremst á sviðsbrúninni eða
við bakvegginn aftast í leikrýminu.
Túlkun hans er full af blæbrigðum
sem þjóna verkinu vel.“
Ljósmynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Hnefalögmál Sveinn Ólafur Gunnarsson ásamt svínsskrokki í Rocky!
Rocky! á Nýja svið
Borgarleikhússins
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU
ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
Sturtustólar og kollar í
miklu úrvali með og án
snúningsdisks.
Einfaldir í notkun, með
hæðarstillanlegum
og stöðugum fótum.
Verð frá: 9.350,-