Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 68

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tónleikunum sem Víkingur Heiðar Ólafsson ætlaði upphaflega að koma fram á í Hörpu í júní í fyrra, og áttu í senn að vera opnunartónleikar Listahátíðar í Reykjavík og útgáfu- tónleikar nýjustu plötu hans, var frestað vegna veirufaraldursins. Eins og allir þeir sem höfðu tryggt sér miða vita mæta vel. Þeir voru settir á nýjan tíma um haustið, en var aftur frestað þegar veiran náði sér aftur á strik. En nú er loksins komið að tónleikunum og mun Vík- ingur Heiðar alls koma fram á sjö tónleikum, þeim fyrstu í Eldborgar- salnum annað kvöld, föstudagskvöld, og aukatónleikum var verið að bæta við á laugardag. Hann leikur full- burða efnisskrá með hléi; fyrst lunga verkanna á plötunni Rameau Debussy og eftir hlé Myndir á sýn- ingu eftir Mussorgskíj. Fyrstu fernu tónleikanir verða í Hörpu, á föstudag, laugardag, sunnudag og á þriðjudag. Þá leikur Víkingur í Ísafjarðarkirkju á fimmtudag í næstu viku, í samstarfi við Tónlistarfélag Ísafjarðar, og á laugardag og sunnudag eftir rúma viku heldur hann tvenna tónleika í Hofi á Akureyri. „Þetta verður álag“ Vegna sóttvarnatakmarkana, þar sem alls 800 gestir geta verið í Hörpu í fjórum sóttvarnahólfum, hefur þurft að dreifa gestum yfir fleiri tónleika en áætlað var í Hörpu, en starfsfólk í miðasölu hússins vinn- ur nú hörðum höndum að nauðsyn- legri endurskipulagningu. Þegar er uppselt á suma tónleikana en nokkr- ir miðar lausir á laugardag og þriðju- dag. „Þetta verður álag – fyrst fjögur kvöld í Hörpu! Ég hef aldrei gert neitt svona áður,“ segir Víkingur Heiðar glaðbeittur og það er ekki annað að heyra en hann hlakki til að takast á við þá áskorun. „Fyrst það fá núna bara að vera 800 gestir í salnum í stað 1.600 þá verð ég að spila þetta oft á fáum dög- um. Vegna eftirspurnar vorum við að bæta við tónleikum. Þetta er vissulega mikið álag. Ég er ekki að fara að spila neina stutta Covid-efnisskrá. Það verður hlé og fyrst við verðum komin þarna saman og getum gert þetta þá ætla ég að gefa ALLT í þetta. Ég ætla að spila grand prógramm!“ segir hann ákveðinn. „Fyrri hálfleikur verður stytt út- gáfa af plötunni Rameau Debussy. Eftir hlé er svo Myndir á sýningu og það er ástæða fyrir því. Debussy dýrkaði tónlist Mussorgskíjs og lét senda sér allar nótur eftir hann sem komu út í Rússlandi. Þessir menn mála báðir myndir í tónum og segja oft mjög skýrar sögur í gegnum abstrakt tónmálið.“ Víkingur hnykkir síðan á því hvað honum þykir vænt um að geta bæði sótt tónleika og leikið opinberlega. „Þegar ég sat á Sinfóníutónleik- unum í Hörpu í síðustu viku, í alvöru- sal, með fólki, þá fann ég svo vel fyrir þeirri fallegu mannlegu tilfinningu að vera að upplifa viðburðinn saman, mér finnst bara ekkert koma í stað þess. Og það gefur manni trú á listina og lífið að finna það, rétt eins og ég fann fyrir sorginni eftir síðustu tónleikana sem ég lék á í Berlín í haust, í Konzerthaus með Camerata Salzburg, þegar búið var að tilkynna að öllu yrði lokað daginn eftir og samkomur bannaðar. Fólk fór ekk- ert úr salnum heldur klappaði enda- laust. Það vildi ekki yfirgefa þá upp- lifun að vera saman á tónleikum. Kvöldið var gott en það var líka viss heimsendablær yfir þessu og við fundum svo sterkt hvað fólki þykir vænt um þessar upplifanir – ég finn vel hvað samkomur sem þessar eru stór hluti af mínu lífi, rétt eins og svo ótal margra annarra.“ Þrátt fyrir samkomutakmarkanir úti um heimsbyggðina hefur Vík- ingur Heiðar náð að ferðast nokkuð til tónleikahalds, meðal annars til Japans og Noregs og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðuna. En ferðalögin á tímum veirunnar hafa líka þýtt að hann hefur alls eytt 61 degi í sóttkví. Loksins út á land að spila Hina fernu tónleika í Hörpu má kalla fyrri hluta þessa tónleikagjörn- ings Víkings þar sem þrennir til bæt- ast við svo minnir á úthaldsgjörning eftir Ragnar Kjartansson. „Þetta eru já sjö langir einleiks- tónleikar á 11 dögum. Ég er að reyna á þolmörkin hjá mér,“ segir Víkingur Heiðar um þann samanburð. „En mig hefur lengi langað til að fara hér út á land að spila. Tónleikahald mitt er allt svo skipulagt, tvö til fjögur ár fram í tímann, og prógrammið er yfirleitt það þétt og það mikil pressa á mér erlendis að ég á varla stakan dag á Íslandi þar sem ég get skellt í tónleika. En nú er óskastaða hvað það varðar og mér þykir mjög gam- an að geta loksins farið til Ísafjarðar og leikið í Hofi á Akureyri. Ég teng- ist báðum þessum stöðum á skemmtilegan hátt. Ég lék við vígslu Hofs árið 2010 og svo spilaði ég mína fyrstu einleikstónleika á Ísafirði, áð- ur en ég spilaði í Reykjavík, þegar ég var 16 ára. Ég spilaði verk sem ég var svo að fara að spila á lokaprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þessir tónleikar fyrir vestan voru mikilvægt móment fyrir mig, ég var bara stráklingur en það var fullt hús og ég fékk mjög hlýjar móttökur. En nú eru rúm 10 ár frá tónleikunum í Hofi og 20 ár frá tónleikunum á Ísa- firði. Og nú er ég farinn að rifja tón- leikana upp í áratugum, sem er svo- lítið skrýtið,“ segir hann og brosir. „Fyrst búið er að leyfa tónleika aftur þá geri ég þetta svona, sjö á ellefu dögum – svo hvíli ég mig í vik- unni á eftir.“ Ný systurplata kemur út Víkingur Heiðar segir að lokum að þótt platan Rameau Debussy sé löngu komin út verði tónleikarnir nú samt sem áður útgáfutónleikar. „Það hittist nefnilega svo á að Deutsche Grammophon er að fara að gefa út eins konar systurplötu hennar sem heitir Reflections. Hún kemur út 12. mars en ég hef fengið eintök send og leyfi til að byrja að selja í Hörpu. Þetta er mjög skemmtilegt efni. Sumt er nýtt með mér, til dæmis lítið tónverk sem ég gerði út frá einni prelúdíunni eftir Debussy. Það er mitt fyrsta tónverk, ef svo má segja með hátíðlegum hætti. En svo eru líka upptökur með íslenska bandinu Hugar, sem ég held mikið upp á, og Helga Jónssyni, sem vinnur meistaralega með prelú- díu Debussys, „Fótspor í snjónum“; þá eru upptökur með erlendum raf- tónlistarsnillingum sem hafa tekið mínar upptökur og endurhugsað þær.“ Þegar spurt er hvort þessi nýja plata sé einhvers konar tilbrigði við efnið á Rameau Debussy segir Vík- ingur svo vera að hluta en á henni sé líka til dæmis glæsilegt verk eftir Debussy sem upphaflega átti að vera á fyrri plötunni. „Debussy samdi það í barokkformi en með im- pressjóníska tónmálinu sínu. Meðal þess sem ég var einmitt að gera á plötunni var að sýna hvað Debussy var mikill barokkmaður og Rameau mikill fútúristi.“ „Er að reyna á þolmörkin hjá mér“  Víkingur Heiðar leikur á sjö tónleikum á ellefu dögum, í Hörpu, Ísafjarðarkirkju og í Hofi  „Ég ætla að spila grand prógramm!“ lofar hann  Vegna eftirspurnar var bætt við aukatónleikum Morgunblaðið/Eggert Einleikari „Þetta verður álag … Ég hef aldrei gert neitt svona áður,“ segir Víkingur Heiðar um tónleikaröðina fram undan. Hann leikur á sjö tónleikum. Sýningarstjórinn Birta Guðjóns- dóttir verður í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 með leiðsögn um sýn- ingu Huldu Rósar Guðnadóttur WERK – Labor Move í Hafnarhúsi. Á þessari einkasýningu sinni í A- sal safnsins beinir Hulda Rós Guðnadóttir sjónum að samfélags- legum viðfangsefnum í staðbund- inni innsetningu sem er unnin sér- staklega fyrir salinn en Hafnar- húsið var upphaflega byggt sem vörugeymsluhús á hafnarbakk- anum og vinnur listakonan meðal annars út frá þeirri sögulegu stað- reynd. Sýnt er meðal annars vídeó- verk um íslenska löndunarmenn sem unnu að löndun í gjörningi Huldu Rósar í Þýskalandi. Þá eru kassar fyrir frystan fisk stór hluti innsetningarinnar. Aðgöngumiði á safnið gildir á leiðsögnina en vegna samkomu- takmarkana er nauðsynlegt að skrá sig á vef Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögn um sýningu Huldu Rósar Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Hulda Rós á sýningu sinni. „Ég upplifi engin eymsli í dag g njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu, þökk sé Nutrilenk.“ Kristófer Valdimarsson. Öflugur liðstyrkur! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. o 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi Sífellt bætist í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð frábærum árangri með NUTRILENK Að lokinni sýningu á heimildar- kvikmyndinni A Song Called Hate, sem fjallar um hljómsveitina Hat- ara, í Háskólabíói í kvöld, fimmtu- dagskvöld, verður boðið upp á um- ræður. Sýningin hefst kl. 19.30 og umræður strax að sýningu lokinni, um kl. 21. Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands stýrir umræð- unum en hollnemar Listaháskólans, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, sem eru for- sprakkar Hatara, sitja fyrir svörum ásamt leikstjóranum Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Kvikmyndin fjallar um þátttöku Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Fylgst er með ferðalagi Hat- ara-hópsins frá upphafi til enda, hvernig honum tókst að brjótast í gegn með boðskap sinn og hvernig ferðalagið breytti listamönnunum. Umræður eftir sýningu á Hataramynd Hatari Úr myndinni A Song Called Hate.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.