Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Nýburamælingar á
heyrn bjóðast öllum
nýfæddum börnum á
Íslandi og er sam-
vinnuverkefni Heyrn-
ar- og talmeinastöðvar
Íslands (HTÍ) og
Barnaspítala Hrings-
ins (BSH), fæðing-
ardeildar á Sjúkrahús-
inu á Akureyri (SAK),
Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands (HSU) á Selfossi og
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
(HSS) í Keflavík. Mælingin fer fram
þegar börn koma í fimm daga skoð-
un á fyrrgreindum stöðum. Þeim
börnum sem ekki koma í fimm daga
skoðun fylgir HTÍ eftir og eins fara
börn sem ekki standast nýburaskim-
un í frekari uppvinnslu og eftirfylgd
á HTÍ.
Á hverju ári fæðast 1-2 börn á
hver 1.000 fædd börn með einhverja
tegund af heyrnarskerðingu. Við
upphaf grunnskólagöngu er fjöldinn
um 3-4 börn á hver 1.000 börn og í
aldurshópnum 15-18 ára, fimm af
hverjum 1.000 börnum. Heyrn-
arskerðing á öðru eyranu eða væg
heyrnarskerðing á báðum eyrum
eru helstu ástæður fyrir fjölgun milli
aldurshópa.
Forsenda málþroska og málskiln-
ings barns er góð heyrn og heyrn-
arminni heilans. Heyrnin er eitt
þeirra skynfæra sem móta barnið,
atferli þess og persónuleika. Með
heyrninni læra börn málið og notkun
þess en einnig að skynja blæbrigði
máls.
Á 25. viku meðgöngu
er fóstur með full-
þroskuð heyrnarlíffæri
og getur heyrt. Barn
sem fæðist með heyrn-
arskerðingu er því
strax við fæðingu á eftir
sínum jafnöldrum í
þroska á heyrnarhluta
heilans. Öflugasta tíma-
bil í þroska heilans er á
fyrstu tveimur aldurs-
árum barns og er því
gríðarlega mikilvægt að
endurhæfing hefjist
sem fyrst eftir greiningu. Fyrir tíma
heyrnarskimunar var greining-
araldur mikið heyrnarskertra barna
milli 12 og 18 mánaða en börn með
miðlungsalvarlegar heyrnarskerð-
ingar upp úr 2-3 ára aldri eða jafnvel
seinna. Það er óviðunandi hár grein-
ingaraldur.
Skimun á heyrn við fæðingu með
núverandi tækni hófst á Íslandi 2007
á Barnaspítala Hringsins, skömmu
síðar á SAK og 2019 á HSU og HSS.
Í dag er foreldrum barna sem
fæðast með alvarlega heyrnarskerð-
ingu á báðum eyrum boðin kuðungs-
ígræðsluaðgerð fyrir barnið. Kuð-
ungsígræðsla er tækni sem gefur
heyrnarlausum börnum möguleika á
að heyra hljóð og læra talmál til
jafns við sína jafnaldra. Forsenda
þess að sá þroski verði, er að heyrn-
arlaust barn greinist sem fyrst eftir
fæðingu og fái kuðungsígræðslu fyr-
ir eins árs aldur. Einnig, þegar um
er að ræða minna alvarlegar heyrn-
arskerðingar, er endurhæfing með
hefðbundnum heyrnartækjum fyrir
sex mánaða aldur mjög mikilvæg
fyrir málþroskann.
Þrátt fyrir að barn standist
heyrnarskimun við fæðingu geta
ættgengar og áunnar heyrnarskerð-
ingar komið fram hvenær sem er á
lífsleiðinni. Í ung- og smábarna-
vernd á heilsugæslustöðvum lands-
ins er börnum fylgt eftir fram að
grunnskólaaldri. Málþroskapróf eru
lögð fyrir börn með reglulegum
millibilum en skimun á heyrn hjá
börnum á forskóla- og grunn-
skólaaldri var afnumin hérlendis ár-
ið 2012, sem er miður. En eins og
fram kom hér að framan eykst ný-
gengi heyrnarskerðingar úr 1-2/
1.000 við fæðingu upp í 5/1.000 fyrir
18 ára aldur og þótt sú fjölgun sé að
mestu vegna vægrar heyrnarskerð-
ingar getur það samt sem áður haft
afgerandi áhrif á málþroska, náms-
getu og félagslegan þroska barns.
Heyrnarmælingar eru einfaldar í
framkvæmd og mikilvægt er að
barni sé vísað í heyrnarmælingu,
sérstaklega ef foreldrar hafa
áhyggjur af heyrn barns, ef um
seinkun á málþroska barns er að
ræða eða barn sýnir merki um
skerta athygli.
Mikilvægi heyrnar-
skimunar nýbura
Eftir Evu
Albrechtsen
Eva Albrechtsen
» Snemmtæk íhlutun
við heyrnarskerð-
ingu getur haft afger-
andi áhrif á málþroska
barns sem og námsgetu
þess og félagslegan
þroska.
Höfundur er sérfræðilæknir á Heyrn-
ar- og talmeinastöð Íslands.
eva@hti.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Sérþekking „Fiðraðir loftfarar
kunna listavel til hreiðurgerðar og
fæðuöflunar án háskólagráða.“
Vitsmunir, hæfileikar, þekking og
náttúruleg meðfædd sérfræði-
þekking einkenna augljóslega lífið
og tilveruna; hvernig allt starfar
eftir vissum lögum og reglum.
Meistaraverk undrabarna bera því
glöggt vitni. En önnur lífform og
lífverur eiga sér líka sína hæfi-
leika og sérfræðikunnáttu, sem
væri hún gripin úr loftinu eða inn-
prentuð í erfðaforrit verunnar.
Gæsir ganga ekki í háskóla en
kunna að bjarga sér og lifa af yfir
kalda vetrarmánuði. Fleiri fiðraðir
loftfarar kunna listavel til hreið-
urgerðar og fæðuöflunar án há-
skólagráða, en búa yfir getu eins
og gripin væri úr háloftum himins-
ins.
Listflug hrafnanna í uppstreym-
inu við háhýsi mannanna á
stormasömum dögum er stór-
fengleg sjón, hvernig þeir velta
sér á bakið í loftfimleikum, sem
þeim einum er tamt. Engin flug-
skírteini, engin útskriftarpróf úr
verkfræðideild.
Þar sem lífið dafnar sjást meist-
araverk hönnuðanna, hreiðurgerð
himinfaranna, vefir kóngulónna,
leirhúsagerð svalanna. Alls staðar
bera lífverurnar sérþekkingunni
vitni án prófskírteina mennta-
stofnana.
Málverk listmálarans, skapað af
hinum meðfædda hæfileika,
vöggugjöf lífgjafans, gleður mann-
inn og fyllir hann töframætti.
Listamaðurinn grípur fjöllin í
fjarska og blómlegar grundir,
himin og haf og festir á striga
sköpunarverk heimsmeistarans
mikla, sem ekki er gjört sam-
kvæmt háskólagráðum öðrum en
þeim, sem fást í háloftum himna
og himingeims.
Einar Ingvi Magnússon.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Meistaraverk
heimsmeistara
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?