Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Nýburamælingar á heyrn bjóðast öllum nýfæddum börnum á Íslandi og er sam- vinnuverkefni Heyrn- ar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) og Barnaspítala Hrings- ins (BSH), fæðing- ardeildar á Sjúkrahús- inu á Akureyri (SAK), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) á Selfossi og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) í Keflavík. Mælingin fer fram þegar börn koma í fimm daga skoð- un á fyrrgreindum stöðum. Þeim börnum sem ekki koma í fimm daga skoðun fylgir HTÍ eftir og eins fara börn sem ekki standast nýburaskim- un í frekari uppvinnslu og eftirfylgd á HTÍ. Á hverju ári fæðast 1-2 börn á hver 1.000 fædd börn með einhverja tegund af heyrnarskerðingu. Við upphaf grunnskólagöngu er fjöldinn um 3-4 börn á hver 1.000 börn og í aldurshópnum 15-18 ára, fimm af hverjum 1.000 börnum. Heyrn- arskerðing á öðru eyranu eða væg heyrnarskerðing á báðum eyrum eru helstu ástæður fyrir fjölgun milli aldurshópa. Forsenda málþroska og málskiln- ings barns er góð heyrn og heyrn- arminni heilans. Heyrnin er eitt þeirra skynfæra sem móta barnið, atferli þess og persónuleika. Með heyrninni læra börn málið og notkun þess en einnig að skynja blæbrigði máls. Á 25. viku meðgöngu er fóstur með full- þroskuð heyrnarlíffæri og getur heyrt. Barn sem fæðist með heyrn- arskerðingu er því strax við fæðingu á eftir sínum jafnöldrum í þroska á heyrnarhluta heilans. Öflugasta tíma- bil í þroska heilans er á fyrstu tveimur aldurs- árum barns og er því gríðarlega mikilvægt að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir greiningu. Fyrir tíma heyrnarskimunar var greining- araldur mikið heyrnarskertra barna milli 12 og 18 mánaða en börn með miðlungsalvarlegar heyrnarskerð- ingar upp úr 2-3 ára aldri eða jafnvel seinna. Það er óviðunandi hár grein- ingaraldur. Skimun á heyrn við fæðingu með núverandi tækni hófst á Íslandi 2007 á Barnaspítala Hringsins, skömmu síðar á SAK og 2019 á HSU og HSS. Í dag er foreldrum barna sem fæðast með alvarlega heyrnarskerð- ingu á báðum eyrum boðin kuðungs- ígræðsluaðgerð fyrir barnið. Kuð- ungsígræðsla er tækni sem gefur heyrnarlausum börnum möguleika á að heyra hljóð og læra talmál til jafns við sína jafnaldra. Forsenda þess að sá þroski verði, er að heyrn- arlaust barn greinist sem fyrst eftir fæðingu og fái kuðungsígræðslu fyr- ir eins árs aldur. Einnig, þegar um er að ræða minna alvarlegar heyrn- arskerðingar, er endurhæfing með hefðbundnum heyrnartækjum fyrir sex mánaða aldur mjög mikilvæg fyrir málþroskann. Þrátt fyrir að barn standist heyrnarskimun við fæðingu geta ættgengar og áunnar heyrnarskerð- ingar komið fram hvenær sem er á lífsleiðinni. Í ung- og smábarna- vernd á heilsugæslustöðvum lands- ins er börnum fylgt eftir fram að grunnskólaaldri. Málþroskapróf eru lögð fyrir börn með reglulegum millibilum en skimun á heyrn hjá börnum á forskóla- og grunn- skólaaldri var afnumin hérlendis ár- ið 2012, sem er miður. En eins og fram kom hér að framan eykst ný- gengi heyrnarskerðingar úr 1-2/ 1.000 við fæðingu upp í 5/1.000 fyrir 18 ára aldur og þótt sú fjölgun sé að mestu vegna vægrar heyrnarskerð- ingar getur það samt sem áður haft afgerandi áhrif á málþroska, náms- getu og félagslegan þroska barns. Heyrnarmælingar eru einfaldar í framkvæmd og mikilvægt er að barni sé vísað í heyrnarmælingu, sérstaklega ef foreldrar hafa áhyggjur af heyrn barns, ef um seinkun á málþroska barns er að ræða eða barn sýnir merki um skerta athygli. Mikilvægi heyrnar- skimunar nýbura Eftir Evu Albrechtsen Eva Albrechtsen » Snemmtæk íhlutun við heyrnarskerð- ingu getur haft afger- andi áhrif á málþroska barns sem og námsgetu þess og félagslegan þroska. Höfundur er sérfræðilæknir á Heyrn- ar- og talmeinastöð Íslands. eva@hti.is Morgunblaðið/ÞÖK Sérþekking „Fiðraðir loftfarar kunna listavel til hreiðurgerðar og fæðuöflunar án háskólagráða.“ Vitsmunir, hæfileikar, þekking og náttúruleg meðfædd sérfræði- þekking einkenna augljóslega lífið og tilveruna; hvernig allt starfar eftir vissum lögum og reglum. Meistaraverk undrabarna bera því glöggt vitni. En önnur lífform og lífverur eiga sér líka sína hæfi- leika og sérfræðikunnáttu, sem væri hún gripin úr loftinu eða inn- prentuð í erfðaforrit verunnar. Gæsir ganga ekki í háskóla en kunna að bjarga sér og lifa af yfir kalda vetrarmánuði. Fleiri fiðraðir loftfarar kunna listavel til hreið- urgerðar og fæðuöflunar án há- skólagráða, en búa yfir getu eins og gripin væri úr háloftum himins- ins. Listflug hrafnanna í uppstreym- inu við háhýsi mannanna á stormasömum dögum er stór- fengleg sjón, hvernig þeir velta sér á bakið í loftfimleikum, sem þeim einum er tamt. Engin flug- skírteini, engin útskriftarpróf úr verkfræðideild. Þar sem lífið dafnar sjást meist- araverk hönnuðanna, hreiðurgerð himinfaranna, vefir kóngulónna, leirhúsagerð svalanna. Alls staðar bera lífverurnar sérþekkingunni vitni án prófskírteina mennta- stofnana. Málverk listmálarans, skapað af hinum meðfædda hæfileika, vöggugjöf lífgjafans, gleður mann- inn og fyllir hann töframætti. Listamaðurinn grípur fjöllin í fjarska og blómlegar grundir, himin og haf og festir á striga sköpunarverk heimsmeistarans mikla, sem ekki er gjört sam- kvæmt háskólagráðum öðrum en þeim, sem fást í háloftum himna og himingeims. Einar Ingvi Magnússon. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Meistaraverk heimsmeistara ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.