Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Byggingarfulltrúi
Húnaþing vestra er staðsett miðja vegu
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni
sveitarfélagsins með um 600 íbúa en
heildarfjöldi íbúa er um 1.220.
Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag
með hátt þjónustustig, metnaðarfullt leik-,
grunn- og tónlistarskólastarf ásamt því að
rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á staðnum.
Gott framboð er af íþrótta- og tómstunda-
starfi. Sveitarfélagið er útivistarparadís, með
góða sundlaug, íþróttahús og fjölbreytt
félagsstarf. Blómlegt menningarlíf er til
staðar. Hjá sveitarfélaginu starfa um 120
manns.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.hunathing.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
Húnaþing vestra auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf með
starfsstöð á Hvammstanga.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,
sveitarstjóri (rjona@hunathing.is) í síma 455 2400.
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar og úttektir
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og
umhverfisráðs
• Ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu
og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem
sinna verkefnum á sviði byggingarmála
• Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og
undir embættið heyra
Helstu verkefni og ábyrgð:
Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega
forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um
mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.
• Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr.
160/2010
• Þekking og reynsla á sviði byggingarmála
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og
byggingarreglugerð
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og
samskiptahæfileikar
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru
karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Lausar eru til umsóknar tvær kennara-
stöður við Laugalandsskóla í Holtum,
Rangárþingi ytra skólaárið 2021-2022
Um er að ræða umsjónarkennslu á yngsta
stigi og íslensku kennslu á mið og elsta stigi.
Leitað er eftir áhugasömum og
metnaðarfullum einstaklingum sem getur
unnið með okkur að einkunnarorðum
skólans; “samvinna, traust og vellíðan í leik
og star“.
Kennsluréttindi og hæfni í mannlegum
samskiptum eru nauðsynleg.
Laugalandsskóli er í um 90 km fjarlægð frá
Reykjavík. Leikskóli er rekinn á Laugalandi og
öll venjuleg þjónusta er á Hellu. Húsnæði í
boði á staðnum eða í nágrenni.
Umsóknarfrestur er til 12 mars.
Veffang: http://www.laugaland.is
Netfang: laugholt@laugaland.is
Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487 6540,
gsm. 896 4841 og aðstoðarskólastjóri
vs. 487 6544
LAUGALANDSSKÓLI Í HOLTUM
Hæstiréttur Íslands
Embætti skrifstofustjóra laust til umsókanar
Við Hæstarétt er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra réttarins. Embættið verður
veitt frá 1. ágúst n.k. en gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf fyrr eftir nánara
samkomulagi.
Skrifstofustjóri stýrir daglegum rekstri í umboði forseta Hæstaréttar og ber ábyrgð á að
stefnumarkandi ákvörðunum sé hrint í framkvæmd.
Viðkomandi mun vinna að innleiðingu á rafrænni málsmeðferð auk annarra breytinga er lúta
að tæknimálum og stafrænni þróun sem framundan eru.
Leitað er eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi með áhuga á starfsemi dómstólsins,
innleiðingu nýjunga og vilja og getu til að ná árangri í starfi með samvinnu og liðsheild að
leiðarljósi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
• Þekking á rekstri og starfsemi dómstóla.
• Þekking á sviði réttarfars og stjórnsýslu.
• Góð tölvu- og tækniþekking.
• Þekking eða reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
• Góð leiðtoga- og samskiptafærni.
• Jákvæð og lausnamiðuð viðhorf, þjónustulund og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Skipulagshæfni, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.
• Færni í að miðla upplýsingum í máli og myndum.
• Þekking á skjalavörslu er kostur.
• Góð færni í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Forseti Hæstaréttar skipar í embættið til fimm ára. Laun og starfskjör skrifstofustjóra fara
eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir
ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir kröfur sem gerðar eru. Umsóknir skulu
berast á netfangið haestirettur@haestirettur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, en netfang hans er
benedikt@haestirettur.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021