Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti til- kynnti í fyrrinótt að Bandaríkin myndu eiga næg bóluefni gegn kór- ónuveirunni í forðabúri sínu fyrir alla fullorðna íbúa landsins fyrir lok maímánuðar, eða um tveimur mán- uðum fyrr en stefnt var að. Hyggjast Bandaríkjamenn setja aukinn þrótt í bólusetningarherferð sína vegna þessara tíðinda, en rík- isstjórn Bidens hefur stefnt að því að meira en 100 milljónir manns verði bólusettar fyrir veirunni fyrir 30. apríl, en þann dag mun Biden hafa verið hundrað daga í embætti. Nú þegar hafa rúmlega 78 millj- ónir Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu- efni gegn kórónuveirunni, eða sem nemur um 15,6% af öllum íbúum landsins. Þá hafa um 8% fengið báða skammtana sem flest bóluefnin krefjast. Um 1,7 milljónir manna fá bóluefni á degi hverjum í Bandaríkj- unum, og sagði Biden nauðsynlegt að flýta því ferli sem mest. Biden kynnti um leið samkomulag milli lyfjafyrirtækjanna Merck og Johnson & Johnson um að fyrr- nefnda fyrirtækið framleiði bóluefni hins síðarnefnda. Sagði Biden þetta dæmi um samvinnu fyrirtækja sem áður hefði sést við framleiðslu her- gagna í síðari heimsstyrjöld, en Merck hætti við að þróa sitt eigið bóluefni í janúar. Fleiri skammtar til Austurríkis Evrópusambandið tilkynnti í gær að það hygðist senda 100.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioN- Tech til Austurríkis, en Sebastian Kurz Austurríkiskanslari sagði sendingunni ætlað að glíma við suð- urafríska afbrigði veirunnar, sem reynst hefur mjög skætt í Schwaz- héraði landsins. Sagði Kurz markmiðið að reyna að stöðva frekari smit af afbrigðinu eins fljótt og auðið væri, en hann gagn- rýndi ESB harðlega fyrr í vikunni fyrir hægagang í bólusetningum. Kurz og Mette Frederiksen, for- sætisráðherra Dana, hyggjast funda í dag með Benjamín Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, til að ræða samstarf ríkjanna þriggja um fram- leiðslu og þróun á bóluefnum. Bólusetningarherferð ESB hefur ekki þótt standa undir væntingum og hafa nokkur aðildarríki þess því leitað sér fanga utan hinnar sameig- inlegu áætlunar sambandsins, m.a. hjá Rússum og Kínverjum. AFP Bólusetning Búið er að bólusetja 78 milljónir Bandaríkjamanna. Forðabúrið klárt fyrir lok maí  78 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar verið bólusettar fyrir kórónuveirunni  Merck hyggst framleiða bóluefni Johnson & Johnson  Evrópusambandið sendir fleiri skammta til Austurríkis Stjórnvöld í Moskvu gagnrýndu vesturveldin harðlega í gær, en Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandið kynntu á þriðjudaginn nýjar refsiaðgerðir vegna meðferðar Rússa á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Sagði Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að Bandaríkjamenn og ESB væru með aðgerðum sínum að valda sam- skiptum þeirra við Rússland umtals- verðum skaða, og væru þau á vond- um stað fyrir. Bandaríkjastjórn ákvað í fyrradag að setja viðskiptaþvinganir á sjö háttsetta embættismenn í Rúss- landi, eftir að leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna komust að þeirri nið- urstöðu að rússnesk stjórnvöld bæru ábyrgð á Novichok-árásinni á Na- valní í ágúst síðastliðnum. Á meðal þeirra sem sæta nú refsiaðgerðum er Alexander Bortnikov, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, en stofnunin hefur verið sökuð um að hafa átt veg og vanda af eitrun Navalnís. Peskov hafnaði hins vegar öllum slíkum ásökunum og sagði það fyrir neðan allar hellur að saka FSB um slíkt athæfi. Sagði hann um leið að aðgerðir Bandaríkja- manna og ESB fælu í sér „af- skipti“ af innan- ríkismálum Rússa og hét því að þeir myndu svara refsiað- gerðum vest- urveldanna í sömu mynt. Fyrstu skilaboðin úr fangelsinu Navalní fékk í gær að senda sín fyrstu skilaboð úr Kolchukino- fangelsinu þar sem hann er nú hafð- ur í haldi. Setti Navalní færslu á Instagram-síðu sína, þar sem hann sagði að ekkert bjátaði að hjá sér. Gantaðist hann með lífið innan fang- elsismúra, en Navalní deilir klefa með tveimur öðrum. Fangelsið er skammt utan Moskvu, en gert er ráð fyrir að Na- valní verði fljótlega fluttur í svo- nefndar „fangabúðir nr. 2“ til að af- plána refsingu sína til tveggja og hálfs árs fyrir að hafa rofið skilorð. sgs@mbl.is Rússar fordæma refsiaðgerðirnar  Navalní segir ekkert bjáta að sér Alexei Navalní Vísindamenn við Bristol-háskóla segja frumnið- urstöður rann- sókna sinna benda til þess að bóluefni Oxford- háskóla og Ast- raZeneca sýni meira en 80% virkni meðal eldra fólks í áhættu- hópum eftir einungis einn skammt. Bóluefni Pfizers sýndi um 71% virkni í sömu rannsókn, en enn á eftir að ritrýna hana. Könnuðu vísindamennirnir virkni bóluefnanna í fólki yfir átt- ræðu, sem hafði farið á sjúkrahús með öndunarfærasjúkdóm, og at- huguðu hvort viðkomandi hefði verið bólusettur. Segja höfundar rannsóknarinnar að hún hafi leitt í ljós að bæði bólu- efni veittu vörn gegn veirunni eftir einungis einn skammt og bæði drægju úr áhættunni á því að veikj- ast alvarlega af henni. Nokkur ESB-ríki hafa forðast að gefa fólki yfir 65 ára aldri bóluefni AstraZeneca, en Frakkar ákváðu fyrr í vikunni að snúa þeirri ákvörðun við. BRETLAND AstraZeneca sagt virka vel á eldra fólk Hið keilulaga Merapi-fjall, sem er á Jövu-eyju í Indónesíu, byrjaði að gjósa á þriðjudags- morgun. Merapi er eitt virkasta eldfjall lands- ins, en nafn þess þýðir „Fjall eldsins“. Merapi er þó ekki hið eina sem gýs á Indónesíu, því Si- nabung-fjallið á Norður-Súmötru lét einnig í sér heyra á þriðjudaginn með kröftugu ösku- gosi. Eldfjallafræðingar skrásettu 13 mismunandi öskuskot úr fjallinu, en strókurinn úr því náði allt að fimm kílómetra hæð. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón af völdum gosanna. AFP Eldglæringar í Indónesíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.