Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óróapúls við Litla-Hrút við Fagradalsfjall, suður af Keili á Reykjanesskaga, mældist á jarðskjálftamælum klukkan 14.20 í gær. Tal- ið var að hann gæti bent til yfirvofandi eld- goss. Hraunflæði líklega til suðurs Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Há- skóla Íslands gaf út nýja spá um mögulega stefnu hraunflæðis ef kæmi til eldgoss. Hermilíkanið var miðað við hvar óróinn mældist og mögulega staðsetningu á gos- sprungu. Talið er að hraun muni fara til suð- urs gjósi á þessum stað. Líkanið er háð því að staðsetning gossprungunnar breytist ekki. Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sagði síðdegis í gær að það væri mjög óvenjulegt að sjá gosóróa áður en kæmi eld- gos. Venjulega fylgdi gosóróinn eldgosunum. Verið var að gaumgæfa merkin sem jarð- skjálftamælarnir námu í gær. Einn mögu- leikinn var sá að komið hefði þétt röð af jarðskjálftum sem litu út líkt og órói. Páll sagði að atburðarásin sem gaf þessi merki hefði verið í suðvesturendanum á því sem hefur verið túlkað sem kvikugangur. Staðurinn er undir austurhlíðum Fagradals- fjalls. Um 17 þúsund jarðskjálftar Rétt vika var í gær frá því að kröftug jarð- skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga mið- vikudaginn 24. febrúar. Síðdegis í gær höfðu sjálfvirkir jarðskjálftamælar Veðurstofunnar staðsett um 17.000 jarðskjálfta síðan hrinan hófst. Jafn langdregnar jarðskjálftahrinur og þessi eru óvenjulegar á Reykjanesskaganum, að sögn Páls. Hann sagði að jarðskjálftahrin- ur hefðu stundum staðið svo dögum skipti en það væri alveg nýtt að fólk á höfuðborg- arsvæðinu og á Suðurnesjum fyndi jafn mik- ið fyrir jarðskjálftunum og nú. Ekkert lát var á jarðskjálftahrinunni í gær og byrjaði sérstök hrina í eftirmiðdaginn. Páll sagði ómögulegt að segja fyrir um það hvort eitthvað myndi draga úr jarðskjálft- unum ef eldgos hæfist við Fagradalsfjall. „Það er svo stórt svæði sem er undir og nær eftir endilöngum Reykjanesskaganum. Þetta getur hlaupið fram og til baka. Þótt það gjósi á einum stað þarf það ekki endi- lega að þýða að allt annað sé afskrifað,“ sagði Páll. En má ætla, miðað við eldgos- asögu Reykjanesskaga, að nú sé hafin at- burðarás sem geti orðið nokkuð löng? „Ef kvika er á annað borð komin inn í kerfið er erfitt að spá nákvæmlega um hvað gerist í framhaldinu.“ Talið er víst að kvikugangur hafi myndast undir yfirborðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Ekki lá fyrir með vissu í gær hve djúpt hann liggur og á hve miklu dýpi. Von var á nýrri InSAR-gervitunglamynd síðdegis í gærkvöldi af svæðinu. Páll sagði að vænt- anlega yrði hægt að lesa meiri upplýsingar um kvikuhlaupið úr henni. Þróun skjálftavirkni á Reykjanesskaga frá 24. febrúar til kl. 13 í gær Tími og upptök skjálfta frá 24. febrúar Gangur í efstu kílómetrum jarðskorpunnar – afl ögun á yfi rborði Mögu legt um fang hraun rennsl is 5 4 3 2 1 0 Graf og upplýsingar um stærð skjálfta: Veðurstofa Íslands, Skjálfta-Lísa miðvikud. 24. feb. fi mmtud. 25. feb. föstud. 26. feb. laugard. 27. feb. sunnud. 28. feb. mánud. 1. mars þriðjud. 2. mars miðvikud. 3. mars 24.2. kl. 10.05 Stærð 5,72 24.2. kl. 12.47 Stærð 4,75 24.2. kl. 10.30 Stærð 4,97 27.2. kl. 08.07 Stærð 5,15 25.2. kl. 14.35 Stærð 3,47 28.2. kl. 00.19 Stærð 4,7 1.3. kl. 01.31 Stærð 4,90 26.2. kl. 22.38 Stærð 4,86 1.3. kl. 16.35 Stærð 5,04 2.3. kl. 03.05 Stærð 4,62 3.3. kl. 11.05 Stærð 3,83 3.3. kl. 02.12 Stærð 4,07 Kvika berst upp í átt að yfi rborði sem lóðrétt innskot og myndar gang. Samhliða gliðnar skorpan. Oft stöðvast gangurinn áður en hann nær til yfi rborðs. Gangur á nokkurra kílómetra dýpi Þegar gangur nálgast yfi rborð myndast sprungur og sigdalur. Nái gangurinn yfi rborði hefst eldgos. Gangur nálgast yfi rborð og siggengi myndast Lan dris Lan dris Lan dsig Sigd alur Gan gur Gan gur Berg Berg Kvika Kvika 24.2. 25.2. 26.2. 27.2. 28.2. 1.3. 2.3. 3.3 Kefl avík Höfuðborgar- svæðið Vogar Grindavík Hafnir Sandgerði Garður Kefl avík Höfuð- borgar- svæðið Njarðvík Vogar Grindavík Keilir Kleifarvatn Krýsuvík Fagradalsfjall Mögulegt hraunrennsli Miðað við gos á tveggja kíló metra langri sprungu milli Keil is og Litla Hrúts Ko rt : V eð ur st of a Ís la nd s Kort: Veðurstofa Íslands, Skjálfta-Lísa Teikning: Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Litli-Hrútur Sprunga Vikulöng jarðskjálftahrina  Óróapúls mældist í gær  Hraunflæði til suðurs miðað við mögulegan gosstað  Óvenjuleg hrina Morgunblaðið/Eggert Órói Björgunarsveitarfólk við Keili í gær. Skjálftahrina á Reykjanesskaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.