Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) tekur við rekstri hjúkrunar- heimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði frá og með næstu mánaðamótum. Vigdísar- holt sem er í eigu ríkisins tók við rekstri heimilisins Skjólgarðs á Hornafirði um sl. mánaðamót. Fjögur sveitarfélög sögðu upp samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila á síðasta ári vegna mikils tapreksturs. Akureyri, Vest- mannaeyjar og Fjarðabyggð fram- lengdu samninga gegn ákveðnum viðbótargreiðslum til 1. apríl. Óljóst með Akureyri Hornafjörður hafnaði slíkum samningum. Nú hefur Vigdísarholt sem ríkið á, og rekur Sunnuhlíð í Kópavogi og Seltjörn á Seltjarnar- nesi, tekið við rekstri Skjólgarðs í Hornafirði frá og með 1. mars. Tveir aðilar lýstu yfir áhuga á rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri þegar Sjúkratryggingar auglýstu eftir áhugasömum félögum til að taka yfir reksturinn þar en enginn sýndi áhuga rekstrinum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum. Nú hefur verið ákveðið að Heilbrigðisstofnun Aust- urlands sem er í eigu ríkisins og ann- ast þegar rekstur hjúkrunarheimila á Austurlandi taki við rekstri Huldu- hlíðar og Uppsala í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl. Tilkynnt var um það í gær. Ekki fengust í gær svör frá Sjúktratryggingum um það hverjir taka við rekstri hjúkrunarheimila Akureyrarbæjar og Hraunbúða í Vestmannaeyjum þegar samningar renna út 1. apríl nk. helgi@mbl.is Taka við rekstri hjúkrunarheimila  Rekstur hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Hornafirði færður til stofnana ríkis Rannsóknarnefnd samgönguslysa, flugsvið, hefur nú til umfjöllunar at- vik á Egilsstaðaflugvelli fyrir rúmu ári er sandari var á flugbraut þegar áætlunarflugvél kom inn til lend- ingar. Rannsóknin beinist að fjar- skiptum, fjarskiptabúnaði og aðgangi að sandgeymslu, segir í umfjöllun um stöðu máls á heimasíðu RNSA. Þar segir um málsatvik: „Snjó- hreinsun sem og bremsumælingar voru í gangi á Egilsstaðaflugvelli og voru tvö snjóruðningstæki, bremsu- mælingarbíll og sandari notuð við það verk. Þegar áætlunarflugvél sem von var á inn til lendingar nálgaðist flugvöllinn, kallaði flugradíómaður í flugturni öll tæki af flugbraut 04 og yfirgáfu öll tækin flugbrautina. Skömmu síðar fór sandarinn aftur inn á flugbraut 04, á leið sinni að sandgeymslu til þess að sækja sand. Yfirflaug flugvélin sandarann á flug- brautinni í lendingunni. Að sögn starfsmanna flugvallar- þjónustu BIEG, þá var stórhríð og skafrenningur og skyggni nánast ekki neitt þegar atvikið varð. Að sögn flugradíómannsins var snjókoma, lé- legt skyggni og gekk á með mjög dimmum éljum. Skyggni var 300-400 metra og 200 feta skýjahæð.“ Flaug yfir sandara í lendingu eystra  RNSA fjallar um atvik á Egilsstöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngur Tekið á móti vél Air Iceland Connect á Egilsstaðaflugvelli. Jón Magnússon hæstaréttar-lögmaður fjallar á blog.is um bóluefnamál: „Meðan heil- brigðis- og forsætisráðherrar stöðugt fleiri Evrópuríkja sjá, að ekki er hægt að treysta yfirstjórn Evrópusambands- ins til að tryggja aðgang að Covid- bóluefnum, aðhaf- ast þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svav- arsdóttir ekki neitt og reyna að telja landsmönnum trú um það að best sé að láta Evrópusam- bandið um lyfjakaup fyrir ís- lensku þjóðina. Nú síðast tilkynntu forsætis- ráðherrar Austurríkis og Dan- merkur að þeir mundu leita eig- in leiða til að tryggja sínu fólki Covid-bóluefni sem allra fyrst. Áður höfðu Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar haldið hverjir í sína sérleið.“    Þá bendir Jón á hve hörmu-lega ESB hafi gengið að tryggja íbúum landa sinna bólu- efni og ber saman við Breta sem standi margfalt betur. Hann nefnir að mörg önnur Evr- ópuríki hafi ekki talið sig bund- in af innkaupastefnu ESB, en „hér á Íslandi telja forsætis- og heilbrigðisráðherra sig meira bundnar Evrópusambandinu en mörg ríki sambandsins. Auk þess hafa þær engin önnur úr- ræði.    Var íslenski heilbrigð-isráðherrann virkilega svo heillum horfin, að hún hafi talið, að vandinn yrði leystur með því að Ísland yrði tilraunaverkefni Pfizer-lyfjarisans, og þegar það brást, að þá hafi engin varaáætl- un verið í gangi? Sums staðar mundu ráðherrar þurfa að taka pokann sinn fyrir slíka vanrækslu,“ segir Jón Magnússon. Jón Magnússon Ekkert frumkvæði? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.