Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is AðalfundurVR Fundurinn fer fram bæði sem staðfundur og fjarfundur í senn. Félagsmenn semætla að sækja fundinn verða að skrá sig fyrirfram annað hvort á stað- eða fjarfund á vef VR, fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Á staðfundi verður grímuskylda viðhöfð og sóttvörnum fylgt í hvívetna. Vegna fyrirkomulags fundarins verða allar kosningar rafrænar og fundargögn sömuleiðis. AðalfundurVR verður haldinnmiðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Mikilvægt er að öll semmæta á fundinn hafimeðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is/adalfundur. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samkeppniseftirlitið hafnaði í síð- ustu viku samningi sem kominn var á um að Sigurður Elías Guðmunds- son, hóteleigandi og verslunarmað- ur í Vík í Mýrdal, keypti af Festi hf. verslunina Kjarval á Hellu. Við- bára eftirlitsins er meðal annars að kaupandinn hafi ekki nægan fjár- hagslegan styrk og sé háður og hagsmunatengdur Festi þar sem hann hefur verið lengi umboðsmað- ur N1 á Vík. „Þessi niðurstaða er okkur mikil vonbrigði þar sem við vildum klára sölu á verslun Kjar- vals á Hellu samkvæmt skilyrðum sáttar sem á sínum tíma var gerð. Við áttum okkur hreint út sagt ekki á niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins þar sem kaupandinn hef- ur þekkingu og fjárhagslega getu til að reka þarna verslun áfram í núverandi mynd,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, í samtali við Morgunblaðið. Skilyrði voru sett Samkeppniseftirlitið samþykkti samruna N1 og Festar, undir merkjum síðarnefnda félagsins, í sumarlok 2018 en setti þó ýmis skilyrði, sem áttu að vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dag- vörumörkuðum. Eitt af því var að selja Kjarvalsbúð fyrirtækisins á Hellu. Festi rekur einnig Krónu- verslun á Hvolsvelli og til vara hef- ur verið opnað á að selja megi hana í stað Kjarvals á Hellu, en sam- keppnisyfirvöld telja og segja að samruninn á sínum tíma dragi úr virkri samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Er þess því krafist að Festi minnki umsvif sín á svæðinu. Vorið 2019 var kominn á samn- ingur um kaup heimamanns í Rangárþingi á búðinni á Hellu, en þegar á reyndi vildi sveitarfélagið, Rangárþing ytra, sem á verslunar- húsið við Suðurlandsveg, ekki fram- selja leigusamninginn til viðkom- andi. Nokkru seinna ætlaði Samkaup að kaupa rekstur Krón- unnar á Hvolsvelli og setja undir sitt merki. Þá kom afsvar frá Rang- árþingi eystra, sem á húsnæði verslunarinnar, sem vildi ekki ljá Samkaup það. Þá var þriðja atrenn- an gerð, um sölu til Sigurðar Elías- ar, og samningur undirritaður í nóvember síðastliðnum. Ekkert verður hins vegar, sem fyrr segir, af sölunni eftir niðurstöðu Sam- keppniseftirlits. Viðskiptavinir vilja okkur „Viðskiptavinir í Rangárvalla- sýslu vilja halda í verslanir okkar, það er alveg ljóst,“ segir Eggert Þór Kristófersson. „Við munum halda þessari vegferð áfram; að reyna að selja Kjarval til nýrra og öflugra eigenda til að tryggja áframhaldandi öfluga verslun á Hellu.“ Höfnuðu kaupanda að Kjarvali Eggert Þór Kristófersson - Samkeppniseftirlitið samþykkti ekki sölu matvöruverslunar á Hellu - Þrjár atrennur verið gerðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hella Verslun Kjarvals er í vestur- hluta þessa stórhýsis á myndinni. Frá því að starinn sást fyrst í Borgarnesi upp úr 1960 hefur hon- um fjölgað mikið. Hann er nokkuð frekur til fjörsins og fer um í hóp- um. Trúlega á kostnað skógar- þrasta sem hafa ekki roð við hon- um með sinn langa og oddhvassa gogg. Starinn er fallegur fugl, dökkur og doppóttur og jafnvel svarblágrænn í sólskini. Nýverið sást til stara í Borgarnesi sem er alls ekki eins og hinir. Hann er frekar grábrúnn og líkari grá- þresti. Varð hann í fyrstu út undan og fyrir nokkru einelti, kannski vegna litarins en eftir að hann tók saman við einn úr hinu liðinu hef- ur verið litið á hann sem einn af hópnum. Þeir tveir halda sig þó oftast nokkuð til hlés og eru trú- lega par. Sá grái einn af hópnum Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Áframhaldandi lokun landamæra Schengen-ríkjanna gæti haft afdrifa- rík áhrif á íslenska ferðaþjónustu ef landamærareglum verður ekki breytt fyrir lok sumars. Í dag er bólu- settum ferðamönnum frá öllum ríkj- um utan Schengen-samstarfsins – en þeirra á meðal eru Bandaríkin og Bretland – meinaður aðgangur að landinu. Þessi regla gildir þrátt fyrir að ferðalangur frá svokölluðu þriðja ríki geti reitt fram gilt bólusetning- arvottorð eða mótefnavottorð sem sannar að viðkomandi hafi þegar feng- ið sjúkdóminn sem kórónuveiran veld- ur. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir pólitískan vilja fyrir hendi á Íslandi til að breyta þessum reglum og opna landamærin fyrir bólusettum ferðamönnum og þeim sem eru með mótefni. Ákvörðun um slíkt sé hins vegar í raun undir ráð- herraráði Evrópusambandsins komin. „Þetta er mjög pólitískt mál á milli Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins. Schengen-lokunin var sett á í kjölfar ákvörðunar Bandaríkja- stjórnar um að loka á flug frá Evr- ópu,“ segir Jóhannes. „Menn höfðu vonast eftir betri samskiptum eftir ríkisstjórnarskipti í Bandaríkjunum, en eins og stendur er Biden-stjórnin alveg hörð á þess- ari lokun.“ Dómsmálaráð- herra hafi lagt það til við ráð- herraráð ESB að færa ytri landa- mæri Schengen til meginlands Evrópu, þannig að hægt væri að taka við ferðamönnum hér á landi, en þeir kæmust þá ekki frá Íslandi inn í önnur Schengen-ríki eins og nú er hægt. „Áslaug Arna [Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra] fór ansi langt með útfærslu á þessari tillögu, og lagði hana fyrir ráðherraráðið til að fá hjá því álit. En ráðið tók ekki vel í hana svo íslensk stjórnvöld ákváðu bara að fylgja til- mælum ESB,“ segir hann. „Úr því að það gekk ekki er mjög ólíklegt að Ís- lendingar breyti þessu einhliða, myndi ég halda. En þetta er auðvitað afar slæmt fyrir okkur, sérstaklega inn í haustið, því þá myndu Banda- ríkjamenn, Bretar og Kínverjar alla jafna koma til landsins. Það eru okk- ar þrír helstu haust- og vetrarhópar og eins og staðan er í dag kemst eng- inn þeirra til landsins.“ jonn@mbl.is Sumarið undir Schengen komið - Bólusetning ekki ávísun á inngöngu Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.