Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Komi til eldgoss á Reykjanesskaga er líklegast að hrinu jarðskjálfta á svæðinu linni. Þetta er mat jarðvísinda- manna sem Morgunblaðið ræddi við. Í gær varð skjálfti, 5,4 stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Það er næst- stærsti skjálfti sem mælst hefur frá því hrinan hófst í lok febrúar. Í gær ræddi mbl.is við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík, og sagði hann að skjálftinn í gær hefði verið einkar snarpur og langur. Bílar og tæki björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík vögguðu til og frá eins og sást á myndum úr öryggismyndavél. Gos myndi losa um spennuna Að sögn Halldórs Geirssonar, dósents í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, eru allar líkur á því að eldgos myndi losa um þá spennu sem valdið hefur tíðum jarð- skjálftum á Reykjanesskaga. Undir þetta tekur kollegi hans og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, Páll Einarsson. Báðir segja þeir að líklega endi skjálftahrin- an með gosi, fyrr en síðar, og að þá muni tíðum skjálft- um ljúka. Hins vegar geti þó verið að skjálftahrinunni linni án þess að fari að gjósa, en erfitt er að spá um slíkt. „Það er líka alveg mögulegt að hún hjaðni þessi virkni og það gjósi bara ekkert í tugi ára. En þessar eldstöðvar hafa verið þarna í milljónir ára og það verður nú að telj- ast ólíklegt að þær fari eitthvað að hætta núna. Það gýs þarna fyrir rest,“ segir Halldór. Þrjú önnur kvikuinnskot Halldór segir að skjálftahrinunni myndi linna með gosi, að því gefnu að ekki myndist kvikuinnskot annars staðar á svæðinu. Á síðastliðnu ári hafa jarðvísindamenn orðið varir við fjögur kvikuinnskot, að því er talið er, á Reykjanesskaga. Kvikugangurinn milli Fagradalsfjalls og Keilis, sem veldur skjálftahrinunni sem nú stendur yfir, er þó langstærstur, að sögn Halldórs. Spurður hvar hin kvikuinnskotin séu segir Halldór: „Það er við eld- stöðina í Svartsengi, þar voru þrjú ristímabil sem við túlkuðum sem innskot í fyrra. Svo lítur út fyrir að hafi verið einhver kvikuhreyfing í Reykjaneskerfinu, sem er vestast á Reykjanesskaganum. Og svo í sumar varð þensla í eldstöðinni í Krísuvík, hún náði frá ágúst og upp undir byrjun október. En þessar hreyfingar við Fagradalsfjall eru langtum stærri en þessar hreyfingar þannig að við erum að velta fyrir okkur hvort það sé hreinlega einhver inngjöf af kviku undir skaganum öll- um.“ Halldór segir þó að skjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli hafi losað um mun meiri spennu en þeir skjálftar sem fundist hafa síðastliðið ár. Fátt hægt að læra af sögunni Halldór og Páll eru sammála um að erfitt geti reynst að rýna í jarðsögu Reykjanesskagans. Halldór segir að gosefni fyrri gosa þeki svæðið og því sé erfitt að skoða jarðlög, sem alla jafna gætu haft forspárgildi um næstu gos. Páll segir að það hafi ekki gosið á Reykjanesskaga í ein 800 ár og því geti jarðvísindamenn ekki byggt þekk- ingu sína á neinni reynslu af gosum á svæðinu. Vegna þessa verða jarðvísindamenn að reiða sig á gögn úr GPS-mælingum, eins og Halldór sérhæfir sig í, og úr gervihnattamyndum sem hafa vikulega varpað ljósi á þróun mála á Reykjanesskaganum, það sem af er skjálftahrinunni þar. Páll og Halldór segja Morgun- blaðinu reyndar að einhver töf verði á gagnasendingu frá jarðvísindastofnun Evrópu þessa vikuna vegna elds- voða sem kom upp í húsakynnum þeirra. Páll á þó von á gögnum á morgun sem sagt gætu til um hvort og þá hvernig kvikugangurinn hreyfist. „Við reynum að lesa úr þessum GPS-gögnum hvort einhver hreyfing sé á kvikuganginum, hvort hann sé að færast til eða stækka eða hvað,“ segir Halldór og bætir við: „Við sjáum greinilega að hann heldur áfram að stækka, færslurnar eru í takt við skjálftavirknina líka, þetta er að færast í suðsuðvestur. Gangurinn er að lengjast svona í þá áttina.“ Morgunblaðið/Eggert Fagradalsfjall Jarðvísindamenn segja kvikuinnskot mælast á fjórum stöðum á Reykjanesskaga. Eldgos myndi lík- lega stöðva skjálfta - Kvikuinnskot hafa mælst á þremur stöðum til viðbótar Elínborg Gísladóttir sóknar- prestur í Grindavík segir í sam- tali við Morgunblaðið að það sé að sjálfsögðu ekki þægilegt að fá skjálfta. Hún segist þó anda vel inn og þá sé skjálftinn farinn og hún hafi hann þá ekki mikið í huganum. Elínborg segir misjafnt hvort fólk finni fyrir miklum kvíða yfir skjálftunum. Sumir missi ekkert úr svefni en aðrir séu kvíðnir og fari þá burt um helgar. Elínborg bendir á að sumir fái jarðskjálftariðu. Hún tekur sem dæmi að eftir stóra skjálftann í gær hafi komið tveir minni. Þeg- ar slíkir skjálftar fara yfir finnur fólk að það ruggar aðeins „eins og þú sért á lygnum sjó“. Fólk finni þannig hreyfingu þótt það sé ekki mikill skjálfti. Aðspurð segir Elínborg það hafa gerst að fólk leiti til hennar vegna skjálftanna. „Ég hef sagt því að það sé velkomið og það hefur alveg komið og átt spjall. Svo fer ég nú og hitti fólk hér og þar. En ég held náttúrlega að það séu allir að reyna að gera sitt besta í þessu samfélagi.“ Elínborg bendir þá á að skjálft- arnir geti vakið óróa hjá fólki sem kannski leið ekki vel fyrir, áður en skjálftarnir byrjuðu. „Fólk er kannski að takast á við eitthvað erfitt í lífi sínu og þá hitta skjálftarnir ekki vel á,“ seg- ir Elínborg. Að lokum bendir Elínborg á að Grindavík sé samfélag þar sem allir séu að reyna að finna leiðir til að lifa með skjálftunum. „Við hlúum hvert að öðru hérna, ekki bara kirkjan, almennt erum við hérna öll að hlúa hvert að öðru.“ Hlúa hvert að öðru Finna leiðir til þess að lifa með skjálftunum Morgunblaðið/Eggert Presturinn Elínborg Gísladóttir er sóknarprestur í Grindavík. Sigurður A. Kristmundsson, hafn- arstjóri og íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem reið yfir í gær. „Þetta var allavega sá sterkasti sem við höfum fundið hingað til, það nötraði allt og skalf,“ sagði Sig- urður og bætti við að ekkert hefði dottið úr hillum á heimili hans en eitt glas farið á hliðina. Þá hefði verið búið að fjarlægja einhverja hluti úr hillum og myndir af veggj- um á síðustu vikum. Sigurður segir minni skjálftana sem dunið hafa yfir síðastliðnar viku smávægilega í samanburði við þá stóru eins og þennan sem varð fyrr í dag. „Ég held að þegar það koma svona stórir eins og þessi, þá finnst manni hinir sem koma og eru minni ekki vera neitt neitt. Það er nú merki um að maður sé einhvern veginn að venjast þessu, finnst mér allavega,“ sagði Sigurður og bætti við: „Við gátum nokkurn veginn skot- ið á hvað hann var stór allavega miðað við það sem kom, 5,4. Maður er svona farinn að átta sig á því hversu stórir þeir eru.“ Aðspurður segir Sigurður mis- jafnt hvort fólk sé kvíðið yfir skjálft- unum. Sumir séu kvíðnir en aðrir rólegir og treysti því að húsin séu þannig byggð að þau þoli skjálftana. „Við treystum allavega því að þessi hús séu það vel járnabundin og byggð að þau eigi ekki að hrynja en auðvitað þegar það kemur svona skjálfti eins og núna, þessi stærsti, þá náttúrlega hrekkur maður í kút,“ sagði Sigurður. Allt nötraði og skalf Minni skjálftarnir smá- vægilegir í samanburði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íbúi Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri og íbúi í Grindavík. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöldi Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í stórmyndinni um Jó- kerinn. Hún hefur áður hlotið Ósk- arsverðlaun, Golden Globe- verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í myndinni. Hildur var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, tónlist og tölvuleiki. Hún var einnig tilnefnd til verð- launa fyrir verkið „Bathroom Dance“ í öðrum flokki en vann ekki til þeirra verðlauna. Engir gestir voru á hátíðinni í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hildur ávarpaði hátíðina í gegnum fjarfundarbúnað og sagðist þakklát fyrir verðlaunin. Þetta er í ann- að skiptið sem Hildur hlýtur Grammy- verðlaun en á síðasta ári vann hún til þeirra verðlauna fyrir tónlistina í þátt- unum Cherno- byl. Daníel Bjarnason og Sinfóníu- hljómsveit Íslands voru tilnefnd fyrir besta tónlistarflutning hljóm- sveitar fyrir flutning og hljóm- sveitarstjórn á plötunni Concurr- ence en unnu ekki til verðlauna að þessu sinni. Hildur hlaut önnur Grammy-verðlaun Hildur Guðnadóttir - Var tilnefnd til tvennra verðlauna Bilun í jarðstreng olli rafmagns- leysi í hluta Hafnarfjarðar á laug- ardagskvöld og sunnudagsmorgun. Straumur fór af tveimur spenni- stöðvum, við Arnarhraun og Smyrlahraun. Íbúar við þær götur, en einnig Álfaskeið og Hverfisgötu, það er byggðina upp af miðbænum, voru án rafmagns í nokkrar klukkustundir. Nokkurn tíma tók að finna út or- sakir rafmagnsleysisins, en til þess þurfti mælitæki sem sýndu ná- kvæmlega hvar bilun væri í jarð- strengnum. Rafmagn var því tengt um aðra strengi fram hjá biluninni. Þannig var vandamálið leyst til bráða- birgða, að sögn Egils Sigmunds- sonar sviðsstjóra rafmagns hjá HS- veitum. Farið verður í varanlegri við- gerðir á svæðinu innan tíðar, að sögn Egils. sbs@mbl.is Rafmagnslaust í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.