Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Harðar samkomutakmarkanir tóku
gildi á miðnætti. Ákveðið var í flýti í
gær að skella í lás eftir að 17 kór-
ónuveirusmit greindust innanlands í
fyrradag, en það er mesti fjöldi smita
á einum degi frá í nóvember.
Aðgerðirnar eru kunnuglegar.
Samkomubann mun miðast við tíu
manns, sundlaugum, líkamsræktar-
stöðvum og skemmtistöðum verður
lokað og hámarksfjöldi í verslunum
verður takmarkaður enn frekar.
Reglurnar gilda í þrjár vikur.
Allt skólastarf verður enn fremur
fært á netið fram yfir páska ef frá er
talið leikskólastarf.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra var brúnaþung þegar hún
ávarpaði blaðamenn í Hörpu síðdeg-
is í gær. Hún væri ekki komin til að
færa gleðifregnir. Katrín sagði nauð-
synlegt að stíga fast til jarðar til að
vinna bug á útbreiðslu veirunnar.
Ekki brugðist nógu
hratt við seinast
Undir þetta tekur Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir. Í samtali
við mbl.is segir hann að síðasta
bylgja faraldursins hafi sýnt að ekki
sé vænlegt að fara hægar í sakirnar
til að sporna gegn útbreiðslu nýrrar
bylgju.
„Það eru meiri líkur á því að okkur
takist vel upp ef við gerum þetta
snemma og getum þá væntanlega
slakað á fyrr,“ segir Þórólfur. Hann
bendir þó á að þau afbrigði veirunn-
ar sem nú ríða húsum, breska og
brasilíska, séu talin meira smitandi
en önnur auk þess sem breska af-
brigðið virðist dreifast betur á milli
barna.
Innlagnir á spítala
tvöfalt algengari
Rannsóknir erlendis hafa sýnt að
breska afbrigði veirunnar er mun
meira smitandi en flest önnur af-
brigði og norskar rannsóknir sýna að
spítalainnlagnir eru meira en tvöfalt
algengari hjá öllum aldurshópum,
einnig hjá börnum eldri en sex ára.
Þetta er meðal þess sem fram kom í
minnisblaði sóttvarnalæknis sem
sent var ráðherra í snatri í gær áður
en hertar reglur voru kynntar.
Tillögum Þórólfs var að mestu
fylgt, en þó ákvað ráðherra að veita
veitingastöðum og trúfélögum rýmri
fjöldatakmarkanir en Þórólfur hafði
lagt til.
Þá eru börn fædd 2015 eða síðar
undanskilin fjöldatakmörkunum
þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi
lagst gegn því.
Nándarregla verður áfram 2 metrar
og reglur um grímuskyldu óbreyttar
Sem fyrr eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin
grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðar-
takmarkanir. Börn í leikskólum eru undanþegin 2
metra reglunni og fjöldatakmörkunum.
Almennar
fjöldatakmarkanir:
10 manns
Takmarkanir ná til allra sem
fæddir eru 2014 eða fyrr
Trú- og lífsskoðunarfélög mega taka
á móti 30 gestum sem skulu skráðir
með nafni, kennitölu og símanúmeri
Tveggja metra nándarregla
og grímuskylda
Hámarksfjöldi í erfidrykkjum,
fermingarveislum og sambærilegum
viðburðum er 10 manns
Sund- og
baðstaðir
lokaðir
Heilsu- og líkamsræktar-
stöðvar lokaðar
Verslanir mega taka á móti
5 einstaklingum á hverja
10 m2 að hámarki 50 manns
Ökunám og flugnám
með kennara óheimilt
Íþróttir inni og
úti, jafnt barna og
fullorðinna,
sem krefjast meiri
nálægðar en 2 metra
eða þar sem hætta er
á snertismiti vegna
sameiginlegs búnaðar,
eru óheimilar
Starfsemi
hársnyrtistofa,
snyrtistofa og
sambærileg starfsemi
er áfram heimil
Vínveitingar skal bera til
sitjandi viðskiptavina.
Heimilt er að taka á móti
nýjum gestum til kl. 21.00
Skemmtistaðir, krár,
spilasalir og spila-
kassar lokaðir
Veitingastaðir mega hafa
opið til kl. 22, með að
hámarki 20 gesti í rými
sem allir skulu skráðir og
fá afgreiðslu í sæti sem
eru númeruð
Sviðslistir og
sambærileg
starfsemi,
svo sem bíó,
er óheimil
Grunn-, framhalds-,
tónlistar- og háskólar
eru lokaðir
frá og með í dag og þar til
hefðbundið páskafrí tekur við
17 ný innanlandssmitgreindust sl. sólarhring
75 eru nú meðvirkt smit
og í einangrun
Fjöldi smita
frá 30. júní
2020
Heimild:
covid.is
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars
Fullbólusettir:
19.887 einstak-lingar
Helstu breytingar á samkomutakmörkunum
454 einstaklingareru í sóttkví
1.186 einstaklingareru í skimunarsóttkví
20 starfsmennmega vera í
sama rými og viðskiptavinir
Tveggja metra nándarregla
og grímuskylda
Skellt í lás í þrjár vikur
- Fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns - Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum
lokað - Fjarkennsla fram yfir páska - Nauðsynlegt að stíga fast til jarðar, segir forsætisráðherra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ný bylgja Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þríeyki almannavarna boðuðu til
blaðamannafundar í Hörpu til að kynna hertar aðgerðir.