Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 20
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardagur Fyrsta sólarhringinn byrjaði hraunið að teygja anga sína um Geldingadali og hafði ekki enn kæft grasi grónar grundir og læk sem rann þarna um. Nú er allt komið á kaf. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Málverk Séð beint ofan í stóra gíginn og glittir í þá minni til hliðar, gegnum bláa móðuna, mettaða af brennisteinsdíoxíði og öðrum hættulegum gastegundum. Morgunblaðið/Eggert Upphafið Gosið hafði aðeins mallað í fjóra tíma þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór í flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar á miðnætti aðfaranætur laugardagsins. Tilkomumikil sjón. ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Aflögun sem varð á yfirborðinu þegar kvikugangurinn þrengdi sér upp í jarð- skorpuna við Fagradalsfjall hefur ekki gengið til baka. Kristín Jónsdóttir, jarð- eðlisfræðingur og hópstjóri nátt- úruvárvöktunar hjá Veðurstofu Ís- lands, segir að það sé eðlilegt því þar hafi orðið opnun og kvikugangurinn fyllt í hana. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, sagði að svipað hefði gerst fyrir eldgosið á Fimmvörðu- hálsi 2010. Innskotslag þandi fjallið út og það gekk ekki til baka. Þegar fór að gjósa í toppnum seig fjallið þar en ekki á Fimmvörðuhálsi. Páll telur líklegt að kvikugangurinn við Fagradalsfjall sé að mestu storknaður. Kristín telur of snemmt að fullyrða að um dyngjugos sé að ræða í Geldingadölum. „Það eru bara nokkrir dagar síðan gosið byrjaði, ætli við getum ekki rætt þetta eftir nokkra mánuði,“ sagði Kristín. Hún sagði ekki víst að þetta yrði stórt gos. „Ef dampurinn dettur niður í því getur pípan stíflast,“ sagði hún. Páll sagði að svo virtist sem gosrásin væri orðin nokkuð stöðug. Hún gæti mögulega gosið nokkuð lengi ef engin truflun yrði og nóg kvika væri til. Hann sagði að héldi gosið áfram nógu lengi væri hugsanlegt að þar byggðist upp dyngja. Mikið hefur dregið úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga. Í fyrradag mældust þar um 170 skjálftar og í gærmorgun höfðu orðið um 100 skjálftar frá mið- nætti. Kristín taldi að áfram mætti bú- ast þar við litlum skjálftum. „En það eru minni líkur á stærri jarðskjálftum sem finnast í byggð,“ sagði hún. Páll sagði að nú yrðu jarðskjálftar aðallega á fjórum svæðum á Reykja- nesskaga. Þar hafa orðið kvikuinnskot undanfarið. Það er við Reykjanes, Svartsengi, Fagradalsfjall og í Móháls- adal á Krýsuvíkursvæðinu þar sem land reis í sumar. „Þetta er ekki búið á Reykjanes- skaga þótt þetta gos hafi komið upp,“ sagði Páll. gudni@mbl.is Gangur líklega storknaður að mestu - Of snemmt að fullyrða um dyngjugos í Geldingadölum - Mögulega getur gosið nokkuð lengi - Dregið hefur úr jarðskjálftum - Minni líkur eru á stórum jarðskjálftum sem finnast í byggð Morgunblaðið/Eggert Eldgos Bráðin kvika vall upp úr strompunum í Geldingadölum í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.