Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að innrétta íbúðir í iðnaðarhúsinu Ægisgötu 7. Áformað var að innrétta þar 23 íbúð- ir en skipulagsfulltrúinn vill að þeim verði fækkað svo rýmra verði um íbúðirnar. Húsið Ægisgata 7 er á besta stað í borginni, skammt frá gömlu höfninni. Húsið var byggt árið 1939 eftir teikningum Gústafs E. Pálssonar og var upphaflega notað sem tunnu- verksmiðja Stáltunnugerðar Bjarna Péturssonar. Húsið er steinsteypt, þrílyft með kjallara og risi og er samkvæmt húsakönnun síðfúnkis- verksmiðjuhús. Húsið var hækkað og stækkað árið 1942 eftir teikn- ingum Gústafs. Það var svo stækkað aftur árið 1944 eftir teikningu A. Steingrímssonar. Húsið er í dag nýtt undir geymslur á vegum Alþingis en leigusamningur rennur út í næsta mánuði. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 19. febrúar sl. var lögð fram fyrirspurn M3 fasteignaþróun- ar ehf. dags. 14. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Teiknistofu arki- tekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteignaþróunar ehf. Tækifæri til endurnýjunar Fram kemur í fyrirspurninni að við Ægisgötu 7 sé einstakt tækifæri til skapandi endurnýjunar á iðnaðar- húsnæði sem þjóni ekki lengur kröf- um nútímans. Steinsteypt burðar- virki hússins sé í góðu ástandi að mati verkfræðinga og með minni- háttar breytingum verði hægt að út- færa 23 hagkvæmar borgaríbúðir af fjölbreyttri gerð með þjónusturými í kjallara. Stúdíóíbúðir verði þrjár, tveggja herbergja íbúðir 10, þriggja herbergja íbúðir sjö og fjögurra her- bergja íbúðir þrjár. „Eftir umbreytingu falla allar íbúðir að skilmálum um hlutdeild- arlán. Um er að ræða einstakt tæki- færi til að gefa ungum íbúum borg- arinnar tækifæri á að eignast hagkvæmar íbúðir á besta stað í borginni,“ segir m.a. í fyrirspurn- inni. Bak við Ægisgötu 7 stendur friðað hús, Hlíðarhús, byggt árið 1898. Gert er ráð fyrir að viðbygging við það verði fjarlægð og húsið endur- gert og fært til upprunalegrar myndar. Fram kemur í umsögn verkefna- stjóra skipulagsfulltrúa að árið 2006 var samþykkt deiliskipulag fyrir Ægisgötu 7. Samkvæmt því var heimilt að innrétta tólf íbúðir á þremur hæðum hússins, tvær á inn- dreginni ofanábyggingu og ein íbúð í bakbyggingu eða rífa bakbyggingu og byggja nýja sem hýsir eina íbúð. Samtals er því heimild fyrir 15 íbúð- um samkvæmt núgildandi deili- skipulagi. Fyrirspurn um hótelíbúðir Sótt hefur verið um breytingar á húsinu áður. Árið 2017 var lögð fram fyrirspurn um að breyta núgildandi deiliskipulagi svo hægt yrði að inn- rétta hótelíbúðir og veitingastað/ bakarí í húsinu. Í umsögn skipulags- fulltrúa dags. 1. mars 2017 var tekið jákvætt í fyrirspurnina með ákveðnum skilyrðum. Um fyrirspurnina sem nú er lögð fram segir verkefnastjórinn: „Fjöl- breytileiki og hlutfall íbúða er í sjálfu sér ásættanlegt en íbúðirnar sjálfar eru margar nokkuð litlar og mjóar. Gæði þeirra rýma sem eru í kjallara og tilheyra íbúðum á fyrstu hæð eru ekki mikil. Auk þess eru þau töluvert niðurgrafin við götuna. Nauðsynlegt er að endurskoða fyr- irkomulag/gerð íbúða, fækka þeim og auka gæði ásamt því að endur- skoða áform um íbúðir í bakbygg- ingu. Ekki er fallist á íbúðir í bak- byggingu í þeirri mynd sem tillagan sýnir.“ Auglýsa þarf nýtt deiliskipulag ef ákveður verður að ráðast í þessar breytingar. Talsverð uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu á undan- förnum árum og fleira er í pípunum. Í Vesturbugt við Slippinn á að rísa íbúðabyggð og sömuleið við Alli- ance-húsið á Grandagarði. Mynd/Teiknistofa arkitekta Eftir Svalir íbúðanna munu setja svip sinn á Ægisgötu 7 eftir breytingar. Morgunblaðið/sisi Fyrir Svona lítur Ægisgata 7 út í dag. Húsið, ásamt bakhúsi, hefur undanfarin ár verið notað sem geymsla Alþingis. Innrétta íbúðir í stáltunnugerð - Ægisgötu 7 verður breytt úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhús - Eru ætlaðar ungum kaupendum Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að Þrótti, Fjölni, Ár- manni, Fylki og Víkingi verði gefið tækifæri til að kynna hug- myndir sínar varðandi íþrótta- starf í nýju hverfunum Voga- byggð og Ártúnshöfða. Uppbygging er þegar hafin í Vogahverfi og áætlanir hafa ver- ið kynntar að íbúðabyggð á Ár- túnshöfða. Fram kemur í grein- argerð Ómars Einarssonar sviðs- stjóra að ráðið muni rýna drög að deiliskipulagi og aðgengi að nálægum svæðum með tilliti til íþróttaaðstöðu. Meðal annars verði litið til óska félaganna um innviðauppbygg- ingu í hinum nýju hverfum og samnýtingu með þeim svæðum þar sem þau starfa. sisi@mbl.is Skoða íþróttastarf í nýjum hverfum Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga www.spennandi-fashion.is MAMA B - VOR 2021 - HÖNNUN OG VELLÍÐAN N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.