Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 26

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að innrétta íbúðir í iðnaðarhúsinu Ægisgötu 7. Áformað var að innrétta þar 23 íbúð- ir en skipulagsfulltrúinn vill að þeim verði fækkað svo rýmra verði um íbúðirnar. Húsið Ægisgata 7 er á besta stað í borginni, skammt frá gömlu höfninni. Húsið var byggt árið 1939 eftir teikningum Gústafs E. Pálssonar og var upphaflega notað sem tunnu- verksmiðja Stáltunnugerðar Bjarna Péturssonar. Húsið er steinsteypt, þrílyft með kjallara og risi og er samkvæmt húsakönnun síðfúnkis- verksmiðjuhús. Húsið var hækkað og stækkað árið 1942 eftir teikn- ingum Gústafs. Það var svo stækkað aftur árið 1944 eftir teikningu A. Steingrímssonar. Húsið er í dag nýtt undir geymslur á vegum Alþingis en leigusamningur rennur út í næsta mánuði. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 19. febrúar sl. var lögð fram fyrirspurn M3 fasteignaþróun- ar ehf. dags. 14. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Teiknistofu arki- tekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteignaþróunar ehf. Tækifæri til endurnýjunar Fram kemur í fyrirspurninni að við Ægisgötu 7 sé einstakt tækifæri til skapandi endurnýjunar á iðnaðar- húsnæði sem þjóni ekki lengur kröf- um nútímans. Steinsteypt burðar- virki hússins sé í góðu ástandi að mati verkfræðinga og með minni- háttar breytingum verði hægt að út- færa 23 hagkvæmar borgaríbúðir af fjölbreyttri gerð með þjónusturými í kjallara. Stúdíóíbúðir verði þrjár, tveggja herbergja íbúðir 10, þriggja herbergja íbúðir sjö og fjögurra her- bergja íbúðir þrjár. „Eftir umbreytingu falla allar íbúðir að skilmálum um hlutdeild- arlán. Um er að ræða einstakt tæki- færi til að gefa ungum íbúum borg- arinnar tækifæri á að eignast hagkvæmar íbúðir á besta stað í borginni,“ segir m.a. í fyrirspurn- inni. Bak við Ægisgötu 7 stendur friðað hús, Hlíðarhús, byggt árið 1898. Gert er ráð fyrir að viðbygging við það verði fjarlægð og húsið endur- gert og fært til upprunalegrar myndar. Fram kemur í umsögn verkefna- stjóra skipulagsfulltrúa að árið 2006 var samþykkt deiliskipulag fyrir Ægisgötu 7. Samkvæmt því var heimilt að innrétta tólf íbúðir á þremur hæðum hússins, tvær á inn- dreginni ofanábyggingu og ein íbúð í bakbyggingu eða rífa bakbyggingu og byggja nýja sem hýsir eina íbúð. Samtals er því heimild fyrir 15 íbúð- um samkvæmt núgildandi deili- skipulagi. Fyrirspurn um hótelíbúðir Sótt hefur verið um breytingar á húsinu áður. Árið 2017 var lögð fram fyrirspurn um að breyta núgildandi deiliskipulagi svo hægt yrði að inn- rétta hótelíbúðir og veitingastað/ bakarí í húsinu. Í umsögn skipulags- fulltrúa dags. 1. mars 2017 var tekið jákvætt í fyrirspurnina með ákveðnum skilyrðum. Um fyrirspurnina sem nú er lögð fram segir verkefnastjórinn: „Fjöl- breytileiki og hlutfall íbúða er í sjálfu sér ásættanlegt en íbúðirnar sjálfar eru margar nokkuð litlar og mjóar. Gæði þeirra rýma sem eru í kjallara og tilheyra íbúðum á fyrstu hæð eru ekki mikil. Auk þess eru þau töluvert niðurgrafin við götuna. Nauðsynlegt er að endurskoða fyr- irkomulag/gerð íbúða, fækka þeim og auka gæði ásamt því að endur- skoða áform um íbúðir í bakbygg- ingu. Ekki er fallist á íbúðir í bak- byggingu í þeirri mynd sem tillagan sýnir.“ Auglýsa þarf nýtt deiliskipulag ef ákveður verður að ráðast í þessar breytingar. Talsverð uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu á undan- förnum árum og fleira er í pípunum. Í Vesturbugt við Slippinn á að rísa íbúðabyggð og sömuleið við Alli- ance-húsið á Grandagarði. Mynd/Teiknistofa arkitekta Eftir Svalir íbúðanna munu setja svip sinn á Ægisgötu 7 eftir breytingar. Morgunblaðið/sisi Fyrir Svona lítur Ægisgata 7 út í dag. Húsið, ásamt bakhúsi, hefur undanfarin ár verið notað sem geymsla Alþingis. Innrétta íbúðir í stáltunnugerð - Ægisgötu 7 verður breytt úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhús - Eru ætlaðar ungum kaupendum Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að Þrótti, Fjölni, Ár- manni, Fylki og Víkingi verði gefið tækifæri til að kynna hug- myndir sínar varðandi íþrótta- starf í nýju hverfunum Voga- byggð og Ártúnshöfða. Uppbygging er þegar hafin í Vogahverfi og áætlanir hafa ver- ið kynntar að íbúðabyggð á Ár- túnshöfða. Fram kemur í grein- argerð Ómars Einarssonar sviðs- stjóra að ráðið muni rýna drög að deiliskipulagi og aðgengi að nálægum svæðum með tilliti til íþróttaaðstöðu. Meðal annars verði litið til óska félaganna um innviðauppbygg- ingu í hinum nýju hverfum og samnýtingu með þeim svæðum þar sem þau starfa. sisi@mbl.is Skoða íþróttastarf í nýjum hverfum Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga www.spennandi-fashion.is MAMA B - VOR 2021 - HÖNNUN OG VELLÍÐAN N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.