Morgunblaðið - 25.03.2021, Side 30

Morgunblaðið - 25.03.2021, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt skip bætist í flota Samherja hf. á næstunni er nýr Vilhelm Þor- steinsson EA 11 kemur til lands- ins. Skipið er fullkomið og spar- neytið uppsjávarskip og kostar 5,7 milljarða króna tilbúið á veiðar, byrjar væntanlega á kolmunna vestur af Írlandi upp úr páskum. Síðan taka við veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld í sumar og vonandi verður góð loðnuvertíð næsta vetur. Á síðustu árum hefur floti Sam- herja og ÚA verið endurnýjaður að mestu, byggt hefur verið nýtt og fullkomið hátæknifrystihús á Dalvík og bæði hús og tæki ÚA á Akureyri verið endurnýjuð. Krist- ján Vilhelmsson, framkvæmda- stjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að vissulega hafi fjárfest- ingar síðustu ára verið gríðarlega miklar. Ekki sé hins vegar hjá því komist ætli menn að reka útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð. Í síðustu viku fór nýr Vilhelm Þorsteinsson í prufusiglingar hjá Karstensens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku og gengu þær vel. Í dag er ráðgert að fara í sigl- ingu til að prufa spilkerfi, fiski- dælur og slíkt. Ef ekkert kemur upp á verður skipið afhent Sam- herja og haldið heim á leið. Heim- koma er áætluð síðari hluta næstu viku. Á allan hátt fullkomið skip Kristján Vilhelmsson segir nýja skipið vera á allan hátt fullkomið. Aðbúnaður áhafnar sé mjög góður hvað varði vinnuaðstöðu, vistar- verur og aðra aðstöðu. Klefar eru í skipinu fyrir 15 manns auk sjúkra- klefa og gott pláss fyrir áhöfnina í rúmgóðum borðsal og setustofu. Þá er að finna gufubað og líkams- rækt um borð í þessu stóra skipi. Skipið uppfylli kröfur um mikla kæligetu í tönkum og stór lestar- rými, sem tryggi flutningsgetu og meðferð og gæði afla. Ekki aðeins sé kælikerfið stórt heldur eigi það sama við um dælukerfi sem dæli aflanum um borð og í land og þá sé þvottur á lestartönkum sjálf- virkur. Öllum þessum kerfum sé auðvelt að stýra í gegnum tölvu- kerfi og sjáist þar á stórum skjáum hvernig rör og lokar eru tengd við tanka, auk þess sem sjá- ist hvort lokar eru opnir eða lok- aðir. Fiskileitartæki og stjórnbún- aður eru af bestu og nýjustu gerð og segir Kristján að meðal annars Fullkomið uppsjávarskip Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 skríður út úr höfninni í Skagen í Danmörku á leið í prufusiglingu. Skipið er væntanlegt heim til Akureyrar síðari hluta næstu viku. Nýr Vilhelm í flota Samherja - Nýtt og fullkomið uppsjávarskip sem kostar 5,7 milljarða króna - Miklar fjárfestingar Samherja síðustu ár - Nauðsynlegt ætli menn að reka útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð Í brúnni Kristján Vilhelmsson prófar skipstjórastólinn um borð í Vilhelm. 5 SJÁ SÍÐU 32 Skipasmíðastöð Karstensens er rótgróið fyrirtæki í Skagen í Danmörku, stofnað árið 1917 í þeim tilgangi að smíða fiskibáta úr tré og sinna viðhaldi slíkra báta. Fyrirtækið hefur tekið ýmsum breytingum og er nú eitt stærsta fyrirtækið í Skagen með um 500 starfsmenn þar. Svipaður fjöldi starfsmanna er hjá Karstensens í Gdynia í Póllandi, þar sem skrokkar systurskipanna, Vil- helms og Barkar, voru smíðaðir og síðan dregnir til Skagen. Þá á Karstensens slipp í Nuuk á Grænlandi þar sem starfa tæp- lega 20 manns. Knud Degn Karstensen hefur verið framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvar Karstensens frá árinu 1979. Eiginkona hans er Marín Magnúsdóttir. Knud er skipaverkfræðingur og hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1975 og var hlutverk hans í upphafi að þróa fyrirtækið frá tréskipasmíði yfir í smíði skipa úr stáli. Uppbygg- ing fyrirtækisins hefur verið hröð síðustu þrjá áratugina og hefur það verið leiðandi í smíði uppsjávarskipa undanfarin ár. Í Danmörku Knud Degn Karstensen, framkvæmdastjóri Karstensens- skipasmíðastöðvarinnar, og Marín Magnúsdóttir, eiginkona hans. Rótgróið fyrir- tæki í Skagen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.