Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 37

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS SVEPPUR (bleikur, blár) - Verð 9.900,- SVEPPUR (silfur, gull, kopar) - Verð 10.900,- KANÍNA - Verð 11.900,- HEICO lampar í barnaherbergið Viking Spectrum Stærðir: 25-35 Verð: 13.995.- Viking Spectrum Stærðir: 25-35 Verð: 13.995.- VATNSHELDIR VIKING GÖTUSKÓR Viking Bislett Stærðir: 34-40 Verð: 16.995.- Viking Bislett Stærðir: 34-40 Verð: 16.995.- KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE Egypsk stjórnvöld reyndu í gær að losa flutningaskipið MV Ever Given frá Taívan eftir að það festi sig í Súez-skurðinum. Reyndu drátt- arbátar að toga skipið á flot, en auk þess voru skurðgröfur notaðar til þess að losa jarðveg þar sem skipið strandaði. Skipið, sem er 400 metra langt og 59 metra breitt, var á leiðinni til Rotterdam frá Kína þegar það lenti í sandstormi sem byrgði skipstjóra þess sýn. Strandaði skipið þannig að það þveraði skurðinn nánast, og opnuðu Egyptar því fyrir ýmsa hliðarskurði, sem ekki höfðu verið nýttir í áraraðir til þess að liðka fyrir skipaumferð. Þrátt fyrir það óttast sérfræð- ingar í vöruflutningum að þeir muni nú tefjast um marga daga, þar sem skurðurinn er mikilvæg líf- æð. Ekki var búið að losa skipið þeg- ar blaðið fór í prentun, en í versta falli mun þurfa að sækja krana til þess að aflesta það og létta þannig. Slíkt ferli gæti tekið nokkrar vikur. AFP Súez-skurðurinn Á þessari gervihnattamynd sést hvernig skipið hefur fest sig í skurðinum, en óttast er að strandið muni valda töfum á flutningum. Risaskip stíflaði Sú- ez-skurðinn Ljóst var í gær að Likud-flokkur Benjamíns Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, hefði fengið flest at- kvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í fyrradag, en enginn skýr þingmeirihluti var þó í kortunum eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þetta voru fjórðu kosningarnar í Ísrael á síðustu tveimur árum, en von- ast var til að kosningarnar nú myndu binda endi á pólitíska ólgu sem ríkt hefur síðustu árin. Svo reyndist hins vegar ekki, þar sem bandalag flokka, sem heitið hefur því að starfa ekki með Netanyahu, fékk einnig álíka mörg þingsæti og Likud. Netanyahu hefur setið lengst allra á stóli forsætisráðherra í Ísrael, eða í 12 ár. Snerist kosningabarátta hans að miklu leyti um þann árangur sem landið hefur náð í baráttunni við kór- ónuveiruna, en Ísraelsmenn hafa náð að bólusetja að fullu ríflega helming allra sem búa í landinu. Þá lagði Netanyahu áherslu á feril sinn við að verja hagsmuni Ísraels út á við, og var þar mikil áhersla lögð á þann árangur sem náðist undir lok síðasta árs, þegar nokkur arabaríki tóku upp stjórnmálasamband við landið í fyrsta sinn. Það dugði Netanyahu þó ekki, þar sem hægriflokkabandalag hans náði einungis 52 þingsætum af þeim 61 sem þarf til að fá meirihluta á ísr- aelska þinginu, en andstæðingar hans fengu 54 þingsæti. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins Yesh Atid, sem skil- greinir sig til miðju, var vongóður um að sér gæti tekist að mynda ríkis- stjórn án þátttöku Netanyahus, en allt eins þótti líklegt vegna úrslitanna að fimmtu kosningarnar frá árinu 2019 yrðu haldnar í náinni framtíð. Stefnir í stjórn- arkreppu áfram - Enginn skýr sigurvegari í Ísrael AFP Ísrael Netanyahu og Sara kona hans sjást hér ávarpa samflokks- menn sína á kosninganóttina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.