Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í Þýskalandivarð óvenju-leg atburða- rás í gær sem sumir þýskir miðl- ar telja jafnvel sögulega. Angela Merkel kanslari steig fram á blaðamannafundi og lýsti því yfir að hún hefði gert mistök og að hún ein, stöðu sinnar vegna, bæri ábyrgð á þeim mistökum. Mistökin fólust í því að Merkel hafði boðað „páskaró“ sem átti að felast í því að nær öllu yrði lokað í landinu yfir páskana. Þetta áttu að verða hörðustu sóttvarnaaðgerðir frá upphafi þeirra hörðu sótt- varnaaðgerða sem Þýskaland hefur beitt undanfarið ár í baráttunni við kórónuveiruna. Blaðið Der Spiegel velti því upp á vef sínum í gær að hin harkalegu áform hefðu verið umdeilanleg lagalega og Merkel hefði sætt gagnrýni fyrir hve langt var gengið. Þetta varð til þess að Merkel endurskoðaði ákvörðunina, sem þó hafði verið tekin eftir fund með forsætisráðherrum allra sambandsríkja Þýska- lands, og baðst afsökunar á mistökunum, eins og áður seg- ir. En það eru eflaust ekki að- eins viðbrögðin við þessari til- teknu ákvörðun sem hreyfðu við Merkel og fengu hana til að skipta um kúrs, þar hafði eflaust sitt að segja að efa- semdir fara vaxandi um forystumenn innan Evrópu- sambandsins og ríki þess, ekki síst forysturíkið Þýskaland og kanslara þess, þegar kemur að sóttvarnamálum og bólusetn- ingum. Í Þýskalandi hafa þær radd- ir heyrst að með afsökunar- beiðni sinni hafi Merkel slegið vopnin úr höndum gagnrýn- enda sinna, sem ella hefðu gert henni lífið leitt og jafnvel óbærilegt hefðu hinar hörðu aðgerðir náð fram að ganga. Aðrir velta því upp hvort við- snúningurinn hafi verið póli- tísk mistök og veikleikamerki. Tíminn kann að leiða þetta í ljós en afsökunarbeiðni kansl- arans er einnig umhugs- unarverð í ljósi þess að sama dag og Merkel kynnti viðsnún- ing sinn og baðst afsökunar var einnig haldinn blaða- mannafundur hér á landi. Þar kynntu forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra mjög hertar aðgerðir yfir páskana, nokkurs konar íslenska „páskaró“, og voru fjarri því afsakandi. Forsætisráðherra sagði góðan árangur hafa náðst í sóttvarnaaðgerðum og að við hefðum þurft að beita mun mildari að- gerðum en erlend- is hefði verið gert, og nefndi út- göngubann er- lendis sem dæmi. Vandinn er hins vegar sá, þó að ráðamenn hér vilji lítt ræða hann, hvað þá biðjast á honum afsökunar, að Ísland er í afar viðkvæmri stöðu vegna þeirra ákvarðana sem hér hafa verið teknar um bólusetningar. Í Ísrael er búið að bólusetja 58% þjóðarinnar að minnsta kosti einu sinni og 52% eru að fullu bólusett. Í Bretlandi eru þessi hlutföll 43% og tæp 4%, en Bretar hafa lagt áherslu á að koma fyrri skammti bólu- setningar til sem flestra en seinka á móti seinni skammt- inum til að hraða því að ná upp hjarðónæmi. Með sama áframhaldi, sem Evrópusam- bandið gerir að vísu sitt um þessar mundir til að þvælast fyrir, er þess skammt að bíða að hjarðónæmi náist í Bret- landi. Bandaríkin hafa bólu- sett fjórðung þjóðarinnar einu sinni og 14% að fullu. Þá má nefna Ungverjaland, sem hefur þrátt fyrir veru sína í Evrópusambandinu reynt að brjótast undan bólu- setningaroki sambandsins, og hefur bólusett 17% þjóðar- innar einu sinni og rúm 5% að fullu. Alllangt að baki koma önnur ríki ESB og Ísland, sem hengdi sig í bólusetningu sambandsins og sýpur nú seyðið af því. Hér á landi er aðeins búið að bólusetja 11% þjóðarinnar einu sinni og tæp 5% að fullu. Tímasetningar um bólusetningu meirihluta eða þorra þjóðarinnar, og þar með að ná upp hjarðónæmi, eru í besta falli þokukenndar og ómarktækar. Þetta sleifarlag hér á landi, sem enn er alveg óútskýrt svo vit sé í, þýðir að Íslendingar munu því miður þurfa að búa lengi enn við umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir og sífellda hættu á að upp komi smit sem breiði úr sér. Það felur ekki aðeins í sér stöðuga hættu á hertum aðgerðum eins og nú hafa verið kynntar, heldur einnig að Íslendingar munu ekki geta nýtt sér það til fulls að Bretar og Bandaríkjamenn hafa náð góðum árangri og stefna hraðbyri í átt að hjarð- ónæmi. Allt hlýtur þetta að vera á ábyrgð íslenskra ráðamanna þó að þeir hafi ekki tekið sama pól í hæðina og Angela Merk- el, sem taldi embætti sitt kalla á þann óvenjulega blaða- mannafund sem hún hélt í gær. Angela Merkel tekur ábyrgð á klúðri vegna kórónu- veiruaðgerða} Ólíkt hafast þær að Á síðustu dögum hafa hópsýkingar af völdum breska afbrigðis kór- ónuveirunnar því miður blossað upp. Afbrigðið er mun meira smit- andi en önnur afbrigði veirunnar og veldur líka meiri einkennum hjá börnum en önnur afbrigði veirunnar. Ríkisstjórnin kynnti því í gær hertar sóttvarnaaðgerðir sem byggj- ast á tillögum sóttvarnalæknis og hafa það markmið að draga úr útbreiðslu veirunnar eins og kostur er. Niðurstaða okkar er að með því að grípa inn með þessum ákveðna hætti núna þýði það vonandi að aðgerðirnar þurfi að gilda í skemmri tíma í heild en ella. Í meginatriðum er um að ræða sömu reglur og tóku gildi 31. október á liðnu ári og gáfust vel til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. Þær aðgerðir sem nú hafa tekið gildi felast í því að al- mennar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2015 eða fyrr, trú- og lífsskoð- unarfélög mega taka á móti 30 gestum við athafnir og há- marksfjöldi í erfidrykkjum, fermingarveislum og sam- bærilegum viðburðum er nú 10 manns. Sund- og baðstaðir verða að hafa lokað og það sama gildir um líkamsrækt- arstöðvar. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra, eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Sviðslistir og sam- bærileg starfsemi, svo sem bíó, er óheimil, og það sama á við um skemmtistaði, krár, spila- sali og spilakassa. Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22, með að hámarki 20 gesti í rými sem allir skulu skráðir og fá afgreiðslu í sæti sem eru núm- eruð. Vínveitingar skal bera til sitjandi við- skiptavina. Verslanir mega taka á móti 5 ein- staklingum á hverja 10 fermetra og að hámarki 50 manns. 20 starfsmenn mega vera í sama rými og viðskiptavinir. Starfsemi hár- snyrtistofa, snyrtistofa og sambærileg starf- semi verður áfram heimil. Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja að nýju bólusetningu með bóluefni Astra Zeneca. Hér á landi munum við bólusetja þá sem eru 70 ára og eldri með efninu og þessi ákvörðun mun leiða til þess að á næstu tveimur vikum munum við bæði ná að bólusetja alla heilbrigðisstarfsmenn og alla þá sem eru 70 ára og eldri. Þessar aðgerðir sem nú hafa verið kynntar eru víð- tækar og munu reyna á okkur öll. Staðan er sem betur fer sú að nú erum við búin að koma mörgu af okkar viðkvæm- asta fólki í skjól með bólusetningum og það skiptir máli. Við höfum gert þetta áður og við getum gert þetta aftur, saman. Svandís Svavarsdóttir Pistill Við getum þetta saman Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is G ervigreind er að umbylta fjöldamörgum sviðum samfélagsins og er nú unnið á vegum forsætis- ráðherra að stefnumörkun um gervi- greind. Fyrir skömmu birti ráðu- neytið vinnuskjal með uppleggi nefndar að stefnu Íslands um gervi- greind í samráðsgátt og kallaði eftir samráði og viðbrögðum, sem ekki létu á sér standa ef marka má fjölda umsagna sem bárust. Þá stendur fyrir dyrum að gefa þjóðinni kost á að kynna sér gervi- greind á sérstöku námskeiði. Í nýútkominni fjármálaáætlun segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að færa íslensku þjóðinni að gjöf opið vef- námskeið um gervigreind sem muni líta dagsins ljós í marsmánuði. Ósennilegt er þó að takist að gangsetja námskeiðið fyrir næstu mánaðamót en samkvæmt upplýs- ingum Vigdísar Jóhannsdóttur, markaðsstjóra á verkefnastofu um Stafrænt Ísland, vinna forsætis- og fjármálaráðuneytið í sameiningu að þessu verkefni fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Um er að ræða net- námskeið sem verður opið öllum og er stefnt að formlegri kynningu þess á blaðamannafundi eftir páska. Ríkisstjórnin kynnti í nóvember sl. hugmyndina um að ráðast í fræðsluátak fyrir almenning um gervigreind í samræmi við aðgerða- áætlun fyrir Ísland í fjórðu iðnbylt- ingunni. Er markmiðið að hvetja fólk til að nýta sér þau tækifæri sem felast í gervigreind í nærumhverfi sínu, á vinnustað eða annars staðar. „Námskeiðið er hannað til að vera aðgengilegt flestum, óháð aldri, starfsreynslu eða öðru. Kynning á áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og helstu tækni sem henni tengjast var ein af aðgerðum sem skilgreindar voru í aðgerðaáætlun fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni. Áhersla í námskeiðinu, sem er að finnskri fyrirmynd, er á að efla grunn- skilning almennings á gervigreind og tengdri tækni,“ segir í umfjöllun um námskeiðið í fjármálaáætluninni. Innleiðing gervigreindar er nú þegar að þróast í atvinnulífinu, svo sem í verslun og þjónustu og benda Samtök atvinnulífsins á í umsögn við stefnu forsætisráðherra að hún hafi tekið mikinn kipp á seinasta ári þeg- ar finna þurfti nýjar samskipta- og söluleiðir vegna takmarkana í kór- ónuveirufaraldrinum. Gervigreind hefur víðar haslað sér völl. Um 18% ríkisstofnana nýta nú þegar gervi- greind að einhverju marki sam- kvæmt nýlegri könnun. Í umsögn VR er bent á að tryggja þurfi að innleiðing þessarar tækni skapi ekki samfélagslegan óstöðugleika og starfsfólk á vinnu- markaði þurfi að fá hvatningu og tækifæri til að læra um gervigreind og möguleika hennar. „Verði gervi- greind til þess að störfum fækki verulega getur skapast hér mikið ójafnvægi og fyrirséð hætta á sam- félagslegum óróa. Jafnframt beri að leggja á það áherslu að fyrirtæki sjái sér hag í því að halda ráðningar- sambandi þannig að innleiðing gervigreindar leiði ekki sjálfkrafa til fækkunar starfa og hvatar séu til staðar til að stuðla að endur- menntun og þjálfun,“ segir VR. Grunnur þessa fræðsluátaks er notkun þekkts gervigreindar- námskeiðs sem þróað hefur verið af háskólanum í Helsinki og finnsku ráðgjafarfyrirtæki. Hafa nokkrar þjóðir þegar innleitt það. Hér á landi er verkefnið unnið í samstarfi við Verkefnastofu um stafrænt Ísland, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, og verður til tveggja ára. Þjóðinni boðið á nám- skeið um gervigreind AFP Alþjóðaráðstefna um gervigreind Nú er hafin umræða hér um hvaða gildi samfélagið á að hafa að leiðarljósi við innleiðingu tækni gervigreindar. „Þeir sem vinna með beinum hætti að þróun og notkun gervi- greindar þurfa að hafa skýr lög og reglur til að styðjast við, en það þarf einnig staðla, samfélagsleg viðmið og efna- hagslega hvata til þess að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum,“ segir í ítar- legri umsögn Þroskahjálpar um stefnuna um gervigreind. Benda landssamtökin m.a. á að dæmi séu um innbyggða mismunun gervigreindar sem geti ýtt undir ójafnrétti og fordóma. Andlits- greiningarbúnaður geti t.d. fest í sessi mismunun gagnvart fólki með dekkri húðlit og dóms- og löggæslukerfi nýti sér gervi- greind sem byggist á fordómum til þess að meta líkurnar á því að sakborningur brjóti af sér aftur, svörtu fólki í óhag. Hol- lenskur dómsstóll hafi t.d. talið að eftirlitskerfi með bótaþegum hafi verið brot á mannrétt- indum. Innbyggð mismunun TÆKNI OG MANNRÉTTINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.