Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Gönguleið Leiðin frá Suðurstrandarvegi að eldgosinu í Fagradalsfjalli er orðin vel sjáanleg í umhverfinu eftir að hún var stikuð fyrr í vikunni. Mosinn skemmist þá ekki meira á meðan.
Eggert
Risaverkefni (megaprojects)
kallast þau verkefni sem einkenn-
ast af mikilli upphafsfjárfestingu,
háu flækjustigi í skipulagi og lang-
varandi áhrifum á hagkerfi, um-
hverfi og samfélag. Risaverkefnum
fjölgar á alþjóðavísu og ná til jafn-
fjölbreytilegra viðfangsefna og
geimferða – eins og Alþjóðlegu
geimstöðvarinnar og afþreyingar –
eins og Dubailands. Flest risaverk-
efnin víkja samt að fjárfestingum í
innviðum samfélaga, svo sem sam-
göngum, orkukerfum og við-
brögðum vegna breyttra aðstæðna
svo sem loftslagsbreytinga og
tækninýjunga.
Þegar fréttir berast af ferjunni
Baldri vélarvana um hávetur á
miðjum Breiðafirði eða að grunn-
skólabörnin komist ekki inn í raf-
rænt prófatökukerfi eru það í raun
og veru fréttir af ófullburða inn-
viðum. Fram undan eru mörg risa-
verkefni á sviðum samgangna,
sjálfbærni, umhverfismála, orku-
skipta, nýsköpunar, tæknibreyt-
inga og svo má áfram telja. Ef þau
takast vel mun þjóðin uppskera
aukna skilvirkni og betra samfélag.
Ef illa fer geta þessi verkefni á hinn
bóginn orðið umtalsverður baggi og
haft neikvæð áhrif á hagsæld og
efnahagslegar framfarir til lengri
tíma.
Á vegum MPM-námsins og rann-
sóknasetursins CORDA, bæði við
Háskólann í Reykjavík og hjá Verk-
fræðingafélagi Íslands, var 17. mars
síðastliðinn haldin mjög vel sótt mál-
stofa sem höfundar þessa pistils
telja að hafi verið mikilvægt framlag
til að skilja betur þær áskoranir sem
Ísland stendur frammi fyrir. Þarna
stigu á stokk tveir heimskunnir
fræðimenn, þeir Alfons van Marre-
vijk og Werner Rothengatter, sem
varið hafa langri og farsælli starfs-
ævi til að rannsaka eðli og umhverfi
risaverkefna. Werner Rothengatter
er einn af höfundum bókarinnar
„Megaprojects and Risk - An An-
atomy of Ambition“ sem vakti
heimsathygli þegar hún kom fyrst
út árið 2003.
Báðir þessir prófessorar lögðu
áherslu á hve miklu skiptir að und-
irbúa verkefnin vel. Öll stjórnsýsla
þarf að vera fyrsta flokks, samskipti
þurfa að byggjast á trausti og hag-
kvæmniathuganir þurfa að miðast
við að þeir sem í hlut eiga viti fyrir
fram nákvæmlega eftir hverju er
sóst, bæði fjárhagslega og í formi
þeirra gæða sem verkefnið á að skila
til samfélagsins. Fram kom að fyr-
irkomulag fjármögnunar er gíf-
urlega mikilvægt og þarf að liggja
fyrir áður en byrjað er á verkinu.
Algengast er að stuðst sé við svo-
nefnt PPP-fyrirkomulag (private
public partnership), þar sem fjár-
festar og opinber fyrirtæki deila
áhættunni og ávinningnum. Til að
PPP-fyrirkomulagið sé skilvirkt og
hagkvæmt þarf öfluga samn-
ingastjórnun og ekki síst öfluga
áhættustjórnun. Báðir bentu þeir á
hve mikilvægt er að virkja saman
krafta háskólanna, atvinnulífsins og
stjórnsýslunnar eins og gert hefur
verið víða annars staðar með góðum
árangri.
Þeir Rothengatter og Marrevijk
tala inn í aðstæður á Íslandi án hlið-
stæðu þegar kemur að opinberum
innviðafjárfestingum í næstu fram-
tíð. Því verður að spyrja hvort ís-
lensk stjórnsýsla sé tilbúin. Munu
fjárfestar geta treyst því að und-
irbúningur verkefna sé með þeim
hætti sem þeir Rothengatter og
Marrevijk telja nauðsynlega for-
sendu þess að vel fari? Einn kunn-
asti greinandi risaverkefna í heim-
inum er danski Oxford-prófessorinn
Bent Flyvbjerg. Flyvbjerg hefur
bent á það sem hann kallar „risa-
verkefnis-mótsögnina“ (megaproj-
ect paradox). Mótsögnin felst í því
að þrátt fyrir að slík verkefni lýsi
stórhug og metnaði þeirra sem ýttu
þeim úr vör er algengara en ekki að
þau snúist upp í andhverfu sína:
Kostnaður fari fram úr áætlun, hag-
ræn áhrif séu of- eða vanmetin og
áhættan reynist of mikil miðað við
ávinninginn. Í stað þess að ryðja
brautina fyrir efnahagslegar fram-
farir eins og lofað var íþyngja slík
verkefni ríkissjóði og öðrum þeim
sem tóku áhættuna.
Höfundar þessarar greinar telja
að slíkt megi ekki gerast.
Fyrirlestrar þeirra Werner Rot-
hengatter og Alfons van Marrevijk
eru aðgengilegir á vef Verkfræð-
ingafélags Íslands og MPM-námsins
á Íslandi.
Eftir Helga Þór Ingason,
Svönu Helen Björnsdóttur og
Þórð Víking Friðgeirsson
» Fram undan eru
mörg risaverkefni á
sviðum samgangna,
sjálfbærni, umhverf-
ismála, orkuskipta,
nýsköpunar og tækni-
breytinga sem mik-
ilvægt er að takist vel.
Helgi Þór
Ingason
Höfundar eru verkfræðingar.
Tími risaverkefna á Íslandi er runninn upp
Þórður Víkingur
Friðgeirsson
Svana Helen
Björnsdóttir
Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi standa
einarðlega vörð um
reglur, sem tryggt hafa
meiri hagkvæmni í
rekstri íslensks sjávar-
útvegs en þekkist ann-
ars staðar. Sú verð-
mætasköpun sem þetta
kerfi hefur skapað
skiptir miklu máli fyrir
efnahagslíf landsins. Hagsmunir
heildarinnar og landsbyggðarinnar
mæla eindregið með því að henni
verði ekki raskað.
Ágreiningur okkar við Samtök fyr-
irtækja í sjávarútvegi snýst um ann-
að. Þau telja að fiskimiðin séu eina
auðlindin í þjóðareign þar sem hag-
kvæmni og réttlæti geti ekki farið
saman. Hér erum við á öndverðum
meiði.
Lykillinn er enginn galdrastafur
Lykillinn að þeirri lausn er enginn
galdrastafur. Hann er einfaldlega sá
sami og notaður er til að tryggja hag-
kvæmni og réttlæti við nýtingu allra
annarra náttúruauðlinda, bæði hér
heima og annars staðar.
Þessu tvöfalda markmiði má sem
sagt ná með því að veita þröngum
hópi einkarétt á auðlindum til nýt-
ingar í tiltekinn tíma gegn gjaldi.
Einkaleyfið felur í sér takmörkuð
eignarréttindi. Sanngjarnt gjald fyrir
slík réttindi endurspeglast síðan í
verði þeirra.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera
sjávarútvegsmálin að einu helsta
deiluefni næstu kosninga. Hún hefur
fallist á þá skoðun Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi að fiskistofnar
við Ísland séu eina auðlindin í veröld-
inni sem ekki sé unnt að nýta þannig
að saman fari hagkvæmni og réttlæti.
Tvívegis hafa flokkar ríkisstjórn-
arinnar á þessu kjörtímabili fellt til-
lögur frá Viðreisn og fleiri flokkum
um að tímabinda nýtingarréttinn í al-
mennum lögum. Stefnu SFS skal
frekar fylgt.
Ríkisstjórnin velur ófrið
En kosningastríðshanskanum var
þó ekki kastað fyrr en formaður VG
flutti tillögu að nýju stjórnarskrár-
ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Þar
er ekki gert ráð fyrir grunnreglunni
um tímabindingu nýtingarréttar. Í
stað þess ætlar ríkisstjórnin að veita
almenningi falska öryggiskennd um
sjálfa þjóðareignina.
Nýja stjórnarskrárákvæðið við-
heldur áfram þeirri sérreglu í al-
mennum lögum að einkaréttur til
nýtingar fiskimiðanna sé ótímabund-
inn. Meðan öll önnur einkaréttindi
eru eðlilega háð mismunandi tíma-
mörkum.
Þegar festa á óréttlætið í sessi með
nýju stjórnarskrárákvæði af þessu
tagi er óhjákvæmilegt að kjósendur
fái að segja álit sitt. Sérregla um
áframhaldandi ranglæti við úthlutun
aflaheimilda er orðið að meginmáli í
komandi kosningum.
Stjórnarskrárákvæði sem hnekkir
ekki ótímabundnum einkarétti al-
mennra laga er ekki svar við kröfum
almennings um réttlæti. Það er bara
jákvætt svar við beiðni Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi um að raska
ekki þeirra sérhagsmunum.
Ætla kjósendur að veita núverandi
ríkisstjórnarflokkum umboð til að
festa þessa reglu í stjórnarskrána?
Stefna Viðreisnar
Stefna Viðreisnar í þessum efnum
er mjög skýr.
Í fyrsta lagi viljum við tryggja í
stjórnarskrá að meginreglan um eðli-
legt gjald fyrir tímabundinn einka-
rétt nái til allra auðlinda þjóðarinnar.
Það tryggir réttlæti.
Í öðru lagi viljum við að í almenn-
um lögum verði kveðið á um tíma-
lengd einkaréttarins í sjávarútvegi
eins og í öðrum auðlindagreinum. Við
höfum talað um langan tíma, 20 til 25
ár. Það tryggir nauðsynlegan var-
anleika.
Í þriðja lagi teljum við að gjaldið
eigi að endurspegla verðmæti einka-
réttarins. Til að finna eðlilegt endur-
gjald er markaðurinn besta lausnin.
Hann stuðlar að auknu gegnsæi og
minni hættu á að auðlindagjald ráðist
af hagsmunaþrýstingi og pólitískum
tengingum. Gerðir verða einkarétt-
arlegir samningar um 4 til 5% veiði-
heimilda á hverju ári. Með þessu móti
má tryggja nauðsynlegan stöð-
ugleika.
Í fjórða lagi viljum við varðveita
gildandi reglur um framsal aflaheim-
ilda. Þær eru lykillinn að hagkvæmn-
inni.
Í fimmta lagi viljum við nýta hluta
af auðlindagjaldinu til nýsköpunar at-
vinnulífs á landsbyggðinni. Hér höf-
um við nefnt innviðasjóð. Fjölmörg
dæmi eru um það á undanförnum ár-
um hvernig hreyfanleiki aflaheimilda
hefur kippt efnahagslegum grund-
velli undan heilu byggðarlögunum.
Það er því eðlilegt og sanngjarnt að
hluta hagnaðarins af sameiginlegri
auðlind sé varið til að bæta það.
Málamiðlun hafnað
Við gerum okkur grein fyrir að
gera má tímabundna samninga með
föstu gjaldi þó að það sé flóknara en
markaðslausnin.
Á þessu kjörtímabili buðum við
upp á slíka málamiðlun ásamt fleiri
flokkum á Alþingi. Skemmst er frá
því að segja að ríkisstjórnin kaus að
hafna því boði.
Einnig lögðum við til málamiðlun,
sem styrkt hefði smábátana við út-
hlutun varanlegrar aflahlutdeildar í
makríl. Henni var líka hafnað.
Hvers vegna hafnaði ríkisstjórnin
öllum málamiðlunum? Hverra hags-
muna er hún að gæta?
Það er kominn tími á breytingar
Aðalatriðið er þetta: Með engum
rökum er unnt að halda því fram að
réttlæti af þessu tagi og hagkvæmni
fari ekki saman.
Meðan ríkisstjórnin viðurkennir
ekki þessa almennu grundvallarkröfu
um tímabundinn einkarétt, sem nýt-
ing allra annarra auðlinda í þjóð-
areign byggist á, er hætt við var-
anlegum ófriði um sjávarútveginn.
Það er kominn tími til að breyta
því. Þar eru ekki bara hagsmunir
heildarinnar sem eru í húfi, heldur
einnig útgerðarinnar og ekki síður
alls fólksins á landsbyggðinni.
Eftir Þorgerði
Katrínu Gunn-
arsdóttur og Daða
Má Kristófersson
»Lykillinn að réttlæti
og hagkvæmni er
enginn galdrastafur.
Hann er sá sami og við
nýtingu allra annarra
náttúruauðlinda; hér
heima sem annars staðar
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundar eru formaður og varafor-
maður Viðreisnar.
Dr. Daði Már
Kristófersson
Réttlæti og hagkvæmni