Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 42

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Búnaðarþing Bændasamtaka Ís- lands samþykkti á þriðjudag tillögu um nýtt félagskerfi bænda og munu Bænda- samtök Íslands (BÍ) og búgreinafélögin sam- einast undir merkjum samtakanna. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Markmið sameining- arinnar er aukin skilvirkni fé- lagskerfis bænda og efling hags- munagæslu í landbúnaði. Nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Bún- aðarþings og Búgreinaþings verða nú lögð fyrir aðalfundi búgreina- félaga og svo til samþykktar á auka- búnaðarþingi Bændasamtakanna sem haldið verður þann 10. júní nk. Umfangsmikið og flókið kerfi Bændasamtök Íslands eins og við þekkjum þau í dag voru stofnuð á vormánuðum 1995, en höfðu þó átt sér forvera; þ.e. Búnaðarfélag Ís- lands og Stéttarsamband bænda. Bændasamtök Íslands eru því rótgróin samtök, en afar mikilvæg samtök sem þó hafa ef til vill verið föst í viðjum vanans um langa hríð. Hlutirnir hafa verið gerðir eins án þess að því sé velt upp hvernig eða hvers vegna, sem hefur síðan hugs- anlega leitt til þess að félagsmenn hafa talið hagsmunum sínum betur borgið með öðru fyrirkomulagi og því stofnað sérstök búgreinafélög. Ljóst er að reksturinn á öllu fé- lagskerfi bænda er mjög þungur. Bú- greinafélögin eru tólf talsins og eru þar á meðal t.a.m. Félag kjúklinga- bænda, Félag hrossabænda, Lands- samtök kúabænda, Landssamtök skógareigenda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götunum. Þau innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðir þeirra eru mjög ólíkar. Þannig geta bændur verið að greiða bæði í búgreinafélag sitt og síðan félagsgjöld til Bænda- samtakanna. Þá er umgjörð bú- greinafélaganna mjög mismunandi, sum hafa launaða starfsmenn á skrif- stofum – önnur sjálfboðaliða. Fyrir utan búgreinafélögin starfa svo ellefu búnaðarsambönd, sem standa á gömlum grunni, með sam- tals 4.500 félagsmenn. Til sam- anburðar, þá voru 2.880 félagar í Bændasamtökunum í árslok 2020. Búnaðarsamböndin eru sjálfstæðir lögaðilar með eigin samþykktir og stjórn. Búnaðarsamböndin eru í eðli sínu félagsleg samtök sem sinna landbúnaðartengdri þjónustu og hafa lögbundin verkefni á landsvísu en auk þess hafa sum þeirra önnur verkefni sem einnig tengjast land- búnaði, t.a.m. kúasæðingar. Nú þegar er náið samstarf á milli allra þessara aðila og mikil skörun er á verkefnum. Með sameiningu nýtist mannauður og þekking starfsmanna betur, ekki þarf að leggja fjármuni í rekstur margra sambærilegra ein- inga og öll yfirstjórn verður þar með markvissari. Eftir sameiningu verða Bænda- samtök Íslands byggð upp af deild- um búgreina. Búnaðarsamböndin verða áfram aðild- arfélög BÍ með skil- greind hlutverk, auk þriggja annarra félaga sem ganga þvert á bú- greinar sem eru Beint frá býli, VOR (samtök bænda í lífrænum land- búnaði) og Samtök ungra bænda. Við sam- einingu falla niður bein félagsgjöld til núver- andi búgreinafélaga og eitt félagsgjald verður greitt til BÍ, bændur hafa þannig all- ir beina aðild að einu sameiginlegu deildaskiptu og öflugu hagsmuna- félagi. Mikilvægir áhersluþættir og verkefni til næstu ára Breytingar krefjast hugrekkis, þekkingar, staðfestu, lipurðar og skipulags. Þær krefjast einnig virð- ingar og skilnings á því sem gert hef- ur verið áður og það sem gert hefur verið vel. Og þrátt fyrir að breyt- ingar geti reynt á þolrifin leynast oft í þeim ótalmörg tækifæri sem mik- ilvægt er að koma auga á. Við þurf- um bara að setja upp réttu gler- augun. Við stefnum ótrauð á einföldun á umfangsmiklu fé- lagskerfi bænda í því augnamiði að styrkja starfsemi samtakanna, auka skilvirkni, ná fram betri sérhæfingu starfsfólks og fá aukinn slagkraft út úr starfinu – öllum félagsmönnum til góða. Við þurfum núna að auka sýnileika og ásýnd landbúnaðarins með fræðslu. Bændasamtök Íslands eiga að vera leiðandi afl í upplýstri um- ræðu um landbúnað. Sýna þarf fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæðavitund og umhverfismál í huga og efla þarf rannsóknir, ný- sköpun og menntun á sviði landbún- aðar. En við þurfum fyrst og síðast að efla tengingu við grasrótina og þétta raðir og tengsl bænda. Það er sérstaklega ánægjulegt að búnaðarþingsfulltrúar á Bún- aðarþingi, sem fer með æðsta vald í stefnumótun og málefnum bænda, hafi séð hag sinn í að tilheyra öfl- ugum heildarsamtökum bænda. En það er fyrst og fremst meg- ináherslan með þessum aðgerðum að Bændasamtök Íslands eru að bregð- ast við þeim breytingum sem starfs- umhverfi samtakanna kallar eftir. Með þessu verði aukinn slagkraftur bæði einstakra félaga og heildar- samtakanna þannig að Bænda- samtök Íslands geti sem öflugt félag bænda, staðið vörð um hag þeirra og verið í virkum tengslum við neyt- endur og stjórnvöld. Eftir Vigdísi Häsler » Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands samþykkti á þriðjudag tillögu um nýtt félagskerfi bænda. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Vigdís Häsler Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Áfram veginn bændur Þétting byggðar og Borgarlínan skapar greiðari sam- göngur og betra líf. Þessu auglýsingaskrumi hafa margir fallið fyrir, t.d. Hildur Björnsdóttir í grein í Mbl. 18.3. sl. Hún kannar ekki staðreyndir, engin athugun hefur farið fram á því, hvort miðjusett sérrými fyrir strætó þurfi í Reykjavík. Þetta er bara fullyrt í skýrslu. En með því að sleppa þessum dregli úr 400.000 fermetrum af rauðu as- falti (BRT-Lite) sparast um 40 milljarðar. Borgarlínuumræðan á að snúast um samgönguþjónustu við almenning. Í þessu sambandi þarf að skoða sérstaklega þjóðfélagshópa sem þurfa greiðar samgöngur, t.d. ungar mæður með börn. Mikið hvílir á þessum hópi, heimili, börn og útivinna. Þær þurfa að fara 4-6 ferðir á dag, um 30-40 km samtals og hafa því ekki tíma fyrir strætó sem ekur ekki nema 25 km/klst. Að tefja fyrir bílum þeirra með 400.000 fermetrum af asfalti og bönnuðum vinstri beygjum á helstu götum er illa gert. Enginn borgarstjórnarfulltrúi á að taka það í mál að leggja þennan dregil. Jónas Elíasson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Borgarlínurómantík á villigötum Ártúnshöfði. Grafík/borgarlinan.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- GRÍMSEY kar Kr. 2.99 Þín útivist - þín ánægja SALEWA Ultra Train 18 BP Kr. 12.990.- YNISFJARA göngustafir Kr. 9.990.- REDRANGSNES merino peysa Kr. 10.990.- LYNG u Kr. 1.59 llarsokkar 0.- ELÍ flíspeysa Kr. 11.990.- hans 0.- KLETTUR húfa Kr. 2.490.- HVÍTAN Merínó lambhúshetta Kr. 4.990.- ES SALKA göngubuxur Kr. 9.990.- SALEWA WS MTN TRAINER SHOES Kr. 28.990.- ASOLO Angle GV Kr. 25.990.- Slitgigtar- spelkur fyrir hné Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tímapantanir í síma 565 2885. Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.