Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Fjarlægðar- mælir 3.990 kr. Tinna Rósamunda Freysdóttir heldur úti hlaðvarpinu Þreyttar mömmur ásamt Láru Guðnadóttur. Sjálf hlustar hún reglulega á hlaðvörp og fékk K100 hana til þess að gefa lesendum álit á því sem hún hlustar á. Hlaðvörp hafa verið gífurlega vinsæl und- anfarið og erfitt getur verið að finna hlað- varp sem hentar áhugasviði hvers og eins enda um svakalegt úrval að ræða. Við hér á K100 erum mikið áhugafólk um hlaðvörp og ákváðum að ræða við það fólk sem heldur úti hlaðvarpi hér á Íslandi og fá það til þess að gefa okkur upp hvaða hlaðvarpsþætti, fyrir utan sína eigin, það hlustar á í sínum frítíma. Það ætti að geta gefið fólki góðar hugmyndir um áhugaverð hlaðvörp sem henta þess áhugasviði. Tinna Rósamunda úr hlaðvarpinu Þreyttar mömmur „Það er eiginlega bara fyndið hvernig þetta hlaðvarp varð til. Lára var búin að vera að fylgja mér á Instagram í einhvern tína og hafði velt því fyrir sér að senda mér skilaboð og spyrja hvort ég myndi vilja byrja hlaðvarpsþátt með henni. Við höfðum hist einu sinni áður í „babyshoweri“ hjá sameig- inlegri vinkonu en fyrir utan það þekktumst við ekkert. Hún ákvað að slá til eftir smá umhugsun og sendi mér skilaboð og mér fannst þetta brilljant hugmynd og við vorum sammála um að það vantaði einmitt svona þátt í hlaðvarpsheiminn, þar sem tvær mömmur koma saman vikulega og spjalla um alls konar málefni. Við erum ekki fastar í einhverju þema og elskum að tala saman og taka fyrir hluti sem fólki finnst kannski óþægilegt og/eða erfitt að tala um, tókum til dæmis þátt um erfiðleika í samböndum um daginn. Svo ætlum við að fá fólk í viðtöl líka öðru hvoru. Við erum tvær súperþreyttar mömmur og okkur finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og þessi viðbrögð sem við höf- um fengið á þessum stutta tíma peppa okkur mikið áfram. Við keyptum allar græjur sjálf- ar og tökum upp í heimahúsi, rosa kósí.“ Tinna segist hlusta reglulega á hlaðvörp og byrjaði á því þegar hún var í fæðing- arorlofi árið 2019 og hlustaði þá mjög mikið. Núna hlustar hún mest þegar hún er að þrífa eða í göngutúr og stundum í bílnum. Hlaðvarpslisti Tinnu: Illverk: „Illverk var fyrsta hlaðvarpið sem ég bombaði mér í og ég hám-hlustaði á það. Hún Inga sem er með þáttinn er mjög skemmtileg og það sem heillar er að hún er hún sjálf og er mjög fyndin og rosalega mannleg, það er möst fyrir mig að hlusta á fólk sem tekur sig ekki of alvarlega.“ Morðcastið: „Tók líka góða syrpu á Morðcastinu en þær systur Unnur og Bylgja eru mjög skemmtilegar og fyndnar, fíla þær í botn.“ Podcast með Sölva Tryggva: „Er búin að hlusta á nokkra þætti með Sölva og það er svo gaman að geta valið úr öllum þessum þáttum, maður veit ekkert hverjir allir eru sem hann talar við og gam- an að sjá inn á milli manneskju sem maður vill hlusta á. Sölvi er pro, enda númer eitt á Spotify Top 200-listanum, áfram Sölvi!“ Views: „Tveir vitleysingar, David Dobrik og Jas- on Nash. Einn er uppistandari og hinn youtube-stjarna. Þeir eru ógeðslega steiktir, fyndnir og skemmtilegir. Mér finnst gaman að hlusta á þá með manninum mínum þegar við erum að keyra, enda nennir hann ekkert að hlusta á hvað sem er en við fílum þá bæði.“ Í ljósi sögunnar: „Söguþættir í umsjón Veru Illugadóttur. Mjög áhugaverðir, er nýbyrjuð og þetta lof- ar góðu.“ Áhugaverð hlaðvörp: Tinna Freys gefur álit Ljósmynd/Aðsend Hlaðvörp Tinna hlustar meðal annars á Morð- kastið og Illverk. Ljósmynd/Aðsend Tinna Hlustar á hlaðvörp þegar hún tekur til. Ljósmynd/Samsett Tinna og Lára Halda úti hlað- varpinu Þreyttar mömmur. Fjölskyldubingó mbl.is verður á sínum stað í kvöld þar sem þau Siggi Gunn- ars og Eva Ruza sjá til þess að færa fjölskyldum landsins bingó- tölurnar beint heim í stofu. Í síðustu viku kom tónlist- armaðurinn Sig- tryggur Bald- ursson, betur þekktur sem Bogomil Font, og tók lagið fyrir þátttakendur Bingósins. Í kvöld mætir dúettinn Syca- more Tree, sem þau Ágústa Eva og Gunnar Hilm- arsson skipa, í sett og taka lagið fyrir þátttak- endur. Ásamt þeim Sigga og Evu verður furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsilegum vinningum. Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/bingo. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is. Sycamore Tree tekur lagið í kvöld Sycamore Tree Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.