Morgunblaðið - 25.03.2021, Side 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
TILBOÐ
20%
afslátturí mars
TILBOÐ Í MARS
Laserlyftingu
Náttúruleg andlits- og hálslyfting.
Gelísprautun
Grynnkar hrukkur og
mótar andlitsdrætti.
20% afsláttur af
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp er komin. Ekki hafa
áhyggjur af því að vera ekki eins og hinir
– í staðinn skaltu selja þína einstöku
hæfileika þeim sem kann að meta þá.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er óþarfi að taka alla hluti
svona bókstaflega. Vertu á varðbergi
gagnvart sölumönnum, þig vantar ekkert.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er ekkert gagn í því að sitja
uppi með höfuðið fullt af hugmyndum ef
engin kemst á rekspöl. Þú slæst í för
með hópi sem ætlar sér stóra hluti.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér veitist erfitt að einbeita þér
að því sem fyrir liggur. Svo virðist sem
aðrir séu til í að rétta þér hjálparhönd.
Láttu slag standa og þiggðu það.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Einhver sem þarfnast aðstoðar
þinnar þorir ekki að tala við þig. Stígðu
fyrsta skrefið. Ekki hunsa verki sem þú
hefur, farðu til læknis.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur efasemdir um fram-
kvæmd máls sem þú átt að stjórna. Ekki
þegja, segðu eitthvað. Þú ferð í ferðalag
fljótlega sem mun breyta ýmsu hjá þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Dagdraumar og fantasíur hafa náð
að fanga þig tímabundið. Mundu að það
eiga allar fjölskyldur sínar erfiðu stundir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Mundu, það skiptir ekki máli
hversu mikið þú þénar heldur hversu
mikið þú sparar. Þú færð draum upp-
fylltan.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það getur verið bæði fræð-
andi og skemmtilegt að hlýða á það sem
eldra fólk hefur til málanna að leggja.
Ekki gefa eftir í vissu deilumáli.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nú er tími til kominn að taka
aftur áhættu, af því tagi sem fær þig til
að svitna í lófunum. Hvíldu þig ef þú ert
þreytt/ur, þú hefur ekki endalausa orku.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Hæg þróun í vissu sambandi
veldur þér vonbrigðum. Þér hættir til að
gera of mikið úr hlutunum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er stundum erfitt að horfast í
augu við staðreyndir en hjá því verður
samt ekki komist. Innsæi þitt er mikið,
notaðu það við ákvarðanatöku.
bróður sínum Eyjaferðir árið 1986
og hóf útgerð skemmtibáta, en fé-
lagið breyttist síðar í Sæferðir ehf.
sem gerir út stóra farþegabáta og
einnig ferjuna Baldur frá 2001. Pét-
ur kom að stofnun fyrirtækja í at-
lengst á Sifinni eða í 18 ár. Pétur
hætti skipstjórn fiskibáta 1991 en
sneri sér þá að rekstri og skipstjórn
farþegabáta og þá síðast skipstjóri á
ferjunni Baldri.
Pétur stofnaði ásamt Eyþóri
P
étur Hallsteinn Ágústs-
son fæddist 25. mars
1946 í Flatey á Breiða-
firði og ólst þar upp til
sex ára aldurs. Hann
futti til Stykkishólms 1952 og byrj-
aði sína skólagöngu þar í bæði
barna- og unglingaskóla. Hann fór í
Sjómannaskólann 1965 og lauk fiski-
mannaprófi 1967. Vegna góðs náms-
árangurs var Pétur hvattur til að
halda áfram námi og lauk farmanna-
prófi vorið 1968.
„Ég hef stundað sjó, má segja, frá
barnsaldri þannig að sveitadvöl á
yngri árum var fremur lítil nema þá
að hafa alið allan sinn aldur á litlum
stöðum, fyrst í Flatey en síðan í
Stykkishólmi,“ segir Pétur að-
spurður. „Ég byrjaði á sjó með móð-
urbróður mínum, Valdimar Stefáns-
syni frá Bjarneyjum, á Fönix frá níu
til 15 ára aldurs öll sumur. Árin á
Fönix voru mikill skóli fyrir lífið
fram undan. Þá þvældist maður um
allan Breiðafjörð innanverðan með
einum kunnugasta formanni á þeim
slóðum og drakk í sig alls konar
fróðleik sem nýttist vel í gegnum
ævina. Oft var komið við í Flatey á
þessum árum enda lít ég fyrst og
fremst á mig sem Flateying, enda
einn af fáum núlifandi sem geta stát-
að af því að vera fæddir á þeirri
merkiseyju.
Pétur byrjaði 15 ára á stærri bát-
um frá Stykkishólmi á sumrin þar til
skólagöngu lauk. Hann hóf sinn
skipstjóraferil 19 ára á mb. Hafnar-
bergi frá Stykkishólmi og hefur nán-
ast verið í því starfi alveg óslitið til
vorsins 2016 eða í rúm 50 ár og á
sjónum í rúm 60 ár. „Örfá tímabil
var ég stýrimaður á nokkrum skip-
um, aðallega til þess að afla mér sjó-
tíma sem þurfti til að fá fullgild skip-
stjórnarskírteini.“
Árið 1972 stofnaði Pétur ásamt
fleirum útgerðarfélagið Hólm hf.
sem ennþá er starfandi. Pétur og
fjölskylda hans eignuðust síðar fé-
lagið ein og önnuðust þau utanum-
hald þess frá stofnun. Félagið hófst
með stofnun útgerðar fiskibáta.
Bátar félagsins voru nokkrir en
lengst af átti það SIF SH 3. Pétur
var skipstjóri á þessum bátum, en
vinnurekstri, ýmist einn eða með
öðrum. Hann hefur átt að meira eða
minna leyti hlut í allt að 24 bátum og
skipum um ævina. Pétur og fjöl-
skylda seldu hlut sinn í Sæferðum
árið 2015, en hann stundaði skip-
stjórn á skipum félagsins í forföllum
allt til ársins 2019. „Í dag á ég ásamt
fjölskyldunni lítinn skemmtibát sem
og strandveiðibát til afþreyingar og
skemmtunar. Núna er ég bara að
snúast í kringum bátana, en það er
frekar rólegt í því á veturna, og
sinni barnabörnunum.“
Pétur hefur gegnt ýmsum félags-
störfum. Hann var í bæjarstjórn
Stykkishólms 1982-1990, var for-
maður í hafnarnefnd Stykkishólms í
sextán ár, í atvinnumálanefnd
Stykkishólms í fjögur ár og sat í
stjórn Fiskmarkaðar Breiðafjarðar
um árabil. Hann var stofnandi Ís-
hákarls ehf., sem var frumkvöðla-
fyrirtæki í vinnslu og veiðum á ígul-
kerum og beitukóngi og starfaði í
sex ár. Hann stofnaði ásamt öðrum
Egilshús sf. sem réðst í að endur-
byggja svokallað Egilshús sem
byggt var 1868. Því var þá breytt í
gistiheimili. Eins var gamla læknis-
húsinu í Stykkishólmi breytt í Hótel
Eyjaferðir. Bæði þessi hús eru hótel
í dag í annarra eigu.
Pétri hefur verið sýndur ýmiss
konar sómi. Hann var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
2009 fyrir frumkvæði í ferðaþjón-
ustu. Hann fékk heiðursorðu sjó-
mannadagsins og þau hjónin fengu
viðurkenninguna „Höfðinginn“ sem
er viðurkenning fyrir ferðaþjónustu
á Vesturlandi. Hún var veitt þeim
fyrst Vestlendinga 18. október 2012.
„Öll þessi ár í rekstrarstússinu og
öðru hefur eiginkona mín, Svanborg
Siggeirsdóttir, staðið þétt með mér
og annast m.a. alla tíð bókhald í öll-
um rekstrinum auk þess að annast
alls konar framkvæmdastörf í landi
þar sem ég var mikið á sjó.“
Fjölskylda
Pétur er kvæntur Svanborgu Sig-
geirsdóttur, f. 18.9. 1950, sem er
kennaramenntuð. Pétur og Svan-
borg hafa alla tíð búið í Stykkis-
hólmi, lengst af á Sundabakka 16
Pétur H. Ágústssson, skipstjóri og útgerðarmaður – 75 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Siggeir, Svanborg, Una Kristín, Ágúst, Pétur
og Lára Hrönn á 70 ára afmæli Péturs.
Fyrst og fremst Flateyingur
Hjónin Pétur og Svanborg á 50 ára
brúðkaupsafmælinu 20. júní 2020.
Í Brasilíu Skipstjórinn í góðum gír
í siglingu á Amazon-fljótinu.
Til hamingju með daginn
95 ÁRA Íslaug Aðalsteinsdóttir á 95
ára afmæli í dag. Hún var deildar-
stjóri til fjölmargra ára hjá Loftleið-
um og rak síðan eigin ferðaskrifstofu,
Ferðaskrifstofu Reykavíkur, sem var
í Aðalstræti.
Íslaug fæddist 25. mars 1926 á Ísa-
firði og ólst þar upp. „Ég kláraði
gaggó og fór þá að vinna á skrifstof-
unni hjá Þorleifi Guðmundssyni sem
var umboðsmaður Skipaútgerðar rík-
isins og Olíuverzlunar Íslands. Ég
byrjaði því strax að vinna við slíkan
bissness. Við vorum í viðskiptum við
Loftleiðir og ég man þegar vélar frá
þeim flugu fyrst til Ísafjarðar. Það
var Grumman-flugbátur sem lenti á
Pollinum og keyrði svo upp á fjöru
með farþegana.“
Íslaug vann hjá Loftleiðum frá
1946 og síðan Flugleiðum, var lengi
deildarstjóri þar, og sat í ferðamála-
ráði en var síðan framkvæmdastjóri
og eigandi Ferðaskrifstofu Reykja-
víkur. „Við seldum sólarlandaferðir
með leiguflugi og alls konar ferðir út
um allar trissur.
Helsta breytingin
á þessum tíma er
verðið á ferð-
unum,“ segir Ís-
laug aðspurð.
„Ferðirnar voru á
svo háu verði
fyrst en núna er
hægt að fara í
helgarferðir á sæmilegu verði.“
Íslaug er við góða heilsu fyrir utan
að hún varð blind fyrir um þremur ár-
um. „Ég fékk þá fyrir hjartað og sjón-
in rauk í burtu, en ég var alltaf mjög
nærsýn.“
Eiginmaður Íslaugar var Jóhann
Björnsson frá Hafnarfirði og vann
hann hjá Landsímanum, en hann er
látinn. Dóttir þeirra er Sigríður Jó-
hannsdóttir og sonur hennar er Björn
Jóhannsson. Eiginkona Björns er
Maria Eugenia Alemán Henriques og
börn þeirra eru Jóhann Ísak Alemán
Björnsson og Ísabella Náttsól Alem-
án Björnsdóttir.
Íslaug Aðalsteinsdóttir
90 ÁRA Friðrikka Baldvinsdóttir á 90 ára afmæli í dag. Hún
fæddist á Hofsósi 25. mars 1931 og fluttist til Reykjavíkur
1948. Hún vann í Bókamiðstöðinni við bókaútgáfu ásamt eig-
inmanni sínum, Heimi Brynjúlfi Jóhannssyni, í tugi ára. Þau
hafa verið gift til 70 ára. Börn þeirra eru Inga Jóna húsmóðir,
Baldvin Gunnlaugur prentari, Guðmundur heildsali, Hafdís
Harpa fv. atvinnurekandi í Bremerhaven og Brynjúlfur at-
vinnurekandi í Svíþjóð. Alls eru afkomendur þeirra 123.
Friðrikka Baldvinsdóttir