Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. TILBOÐ 20% afslátturí mars TILBOÐ Í MARS Laserlyftingu Náttúruleg andlits- og hálslyfting. Gelísprautun Grynnkar hrukkur og mótar andlitsdrætti. 20% afsláttur af Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að leysa fjárhagslega flækju sem upp er komin. Ekki hafa áhyggjur af því að vera ekki eins og hinir – í staðinn skaltu selja þína einstöku hæfileika þeim sem kann að meta þá. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er óþarfi að taka alla hluti svona bókstaflega. Vertu á varðbergi gagnvart sölumönnum, þig vantar ekkert. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum ef engin kemst á rekspöl. Þú slæst í för með hópi sem ætlar sér stóra hluti. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér veitist erfitt að einbeita þér að því sem fyrir liggur. Svo virðist sem aðrir séu til í að rétta þér hjálparhönd. Láttu slag standa og þiggðu það. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Stígðu fyrsta skrefið. Ekki hunsa verki sem þú hefur, farðu til læknis. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur efasemdir um fram- kvæmd máls sem þú átt að stjórna. Ekki þegja, segðu eitthvað. Þú ferð í ferðalag fljótlega sem mun breyta ýmsu hjá þér. 23. sept. - 22. okt. k Vog Dagdraumar og fantasíur hafa náð að fanga þig tímabundið. Mundu að það eiga allar fjölskyldur sínar erfiðu stundir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Mundu, það skiptir ekki máli hversu mikið þú þénar heldur hversu mikið þú sparar. Þú færð draum upp- fylltan. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það getur verið bæði fræð- andi og skemmtilegt að hlýða á það sem eldra fólk hefur til málanna að leggja. Ekki gefa eftir í vissu deilumáli. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú er tími til kominn að taka aftur áhættu, af því tagi sem fær þig til að svitna í lófunum. Hvíldu þig ef þú ert þreytt/ur, þú hefur ekki endalausa orku. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hæg þróun í vissu sambandi veldur þér vonbrigðum. Þér hættir til að gera of mikið úr hlutunum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er stundum erfitt að horfast í augu við staðreyndir en hjá því verður samt ekki komist. Innsæi þitt er mikið, notaðu það við ákvarðanatöku. bróður sínum Eyjaferðir árið 1986 og hóf útgerð skemmtibáta, en fé- lagið breyttist síðar í Sæferðir ehf. sem gerir út stóra farþegabáta og einnig ferjuna Baldur frá 2001. Pét- ur kom að stofnun fyrirtækja í at- lengst á Sifinni eða í 18 ár. Pétur hætti skipstjórn fiskibáta 1991 en sneri sér þá að rekstri og skipstjórn farþegabáta og þá síðast skipstjóri á ferjunni Baldri. Pétur stofnaði ásamt Eyþóri P étur Hallsteinn Ágústs- son fæddist 25. mars 1946 í Flatey á Breiða- firði og ólst þar upp til sex ára aldurs. Hann futti til Stykkishólms 1952 og byrj- aði sína skólagöngu þar í bæði barna- og unglingaskóla. Hann fór í Sjómannaskólann 1965 og lauk fiski- mannaprófi 1967. Vegna góðs náms- árangurs var Pétur hvattur til að halda áfram námi og lauk farmanna- prófi vorið 1968. „Ég hef stundað sjó, má segja, frá barnsaldri þannig að sveitadvöl á yngri árum var fremur lítil nema þá að hafa alið allan sinn aldur á litlum stöðum, fyrst í Flatey en síðan í Stykkishólmi,“ segir Pétur að- spurður. „Ég byrjaði á sjó með móð- urbróður mínum, Valdimar Stefáns- syni frá Bjarneyjum, á Fönix frá níu til 15 ára aldurs öll sumur. Árin á Fönix voru mikill skóli fyrir lífið fram undan. Þá þvældist maður um allan Breiðafjörð innanverðan með einum kunnugasta formanni á þeim slóðum og drakk í sig alls konar fróðleik sem nýttist vel í gegnum ævina. Oft var komið við í Flatey á þessum árum enda lít ég fyrst og fremst á mig sem Flateying, enda einn af fáum núlifandi sem geta stát- að af því að vera fæddir á þeirri merkiseyju. Pétur byrjaði 15 ára á stærri bát- um frá Stykkishólmi á sumrin þar til skólagöngu lauk. Hann hóf sinn skipstjóraferil 19 ára á mb. Hafnar- bergi frá Stykkishólmi og hefur nán- ast verið í því starfi alveg óslitið til vorsins 2016 eða í rúm 50 ár og á sjónum í rúm 60 ár. „Örfá tímabil var ég stýrimaður á nokkrum skip- um, aðallega til þess að afla mér sjó- tíma sem þurfti til að fá fullgild skip- stjórnarskírteini.“ Árið 1972 stofnaði Pétur ásamt fleirum útgerðarfélagið Hólm hf. sem ennþá er starfandi. Pétur og fjölskylda hans eignuðust síðar fé- lagið ein og önnuðust þau utanum- hald þess frá stofnun. Félagið hófst með stofnun útgerðar fiskibáta. Bátar félagsins voru nokkrir en lengst af átti það SIF SH 3. Pétur var skipstjóri á þessum bátum, en vinnurekstri, ýmist einn eða með öðrum. Hann hefur átt að meira eða minna leyti hlut í allt að 24 bátum og skipum um ævina. Pétur og fjöl- skylda seldu hlut sinn í Sæferðum árið 2015, en hann stundaði skip- stjórn á skipum félagsins í forföllum allt til ársins 2019. „Í dag á ég ásamt fjölskyldunni lítinn skemmtibát sem og strandveiðibát til afþreyingar og skemmtunar. Núna er ég bara að snúast í kringum bátana, en það er frekar rólegt í því á veturna, og sinni barnabörnunum.“ Pétur hefur gegnt ýmsum félags- störfum. Hann var í bæjarstjórn Stykkishólms 1982-1990, var for- maður í hafnarnefnd Stykkishólms í sextán ár, í atvinnumálanefnd Stykkishólms í fjögur ár og sat í stjórn Fiskmarkaðar Breiðafjarðar um árabil. Hann var stofnandi Ís- hákarls ehf., sem var frumkvöðla- fyrirtæki í vinnslu og veiðum á ígul- kerum og beitukóngi og starfaði í sex ár. Hann stofnaði ásamt öðrum Egilshús sf. sem réðst í að endur- byggja svokallað Egilshús sem byggt var 1868. Því var þá breytt í gistiheimili. Eins var gamla læknis- húsinu í Stykkishólmi breytt í Hótel Eyjaferðir. Bæði þessi hús eru hótel í dag í annarra eigu. Pétri hefur verið sýndur ýmiss konar sómi. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2009 fyrir frumkvæði í ferðaþjón- ustu. Hann fékk heiðursorðu sjó- mannadagsins og þau hjónin fengu viðurkenninguna „Höfðinginn“ sem er viðurkenning fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Hún var veitt þeim fyrst Vestlendinga 18. október 2012. „Öll þessi ár í rekstrarstússinu og öðru hefur eiginkona mín, Svanborg Siggeirsdóttir, staðið þétt með mér og annast m.a. alla tíð bókhald í öll- um rekstrinum auk þess að annast alls konar framkvæmdastörf í landi þar sem ég var mikið á sjó.“ Fjölskylda Pétur er kvæntur Svanborgu Sig- geirsdóttur, f. 18.9. 1950, sem er kennaramenntuð. Pétur og Svan- borg hafa alla tíð búið í Stykkis- hólmi, lengst af á Sundabakka 16 Pétur H. Ágústssson, skipstjóri og útgerðarmaður – 75 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Siggeir, Svanborg, Una Kristín, Ágúst, Pétur og Lára Hrönn á 70 ára afmæli Péturs. Fyrst og fremst Flateyingur Hjónin Pétur og Svanborg á 50 ára brúðkaupsafmælinu 20. júní 2020. Í Brasilíu Skipstjórinn í góðum gír í siglingu á Amazon-fljótinu. Til hamingju með daginn 95 ÁRA Íslaug Aðalsteinsdóttir á 95 ára afmæli í dag. Hún var deildar- stjóri til fjölmargra ára hjá Loftleið- um og rak síðan eigin ferðaskrifstofu, Ferðaskrifstofu Reykavíkur, sem var í Aðalstræti. Íslaug fæddist 25. mars 1926 á Ísa- firði og ólst þar upp. „Ég kláraði gaggó og fór þá að vinna á skrifstof- unni hjá Þorleifi Guðmundssyni sem var umboðsmaður Skipaútgerðar rík- isins og Olíuverzlunar Íslands. Ég byrjaði því strax að vinna við slíkan bissness. Við vorum í viðskiptum við Loftleiðir og ég man þegar vélar frá þeim flugu fyrst til Ísafjarðar. Það var Grumman-flugbátur sem lenti á Pollinum og keyrði svo upp á fjöru með farþegana.“ Íslaug vann hjá Loftleiðum frá 1946 og síðan Flugleiðum, var lengi deildarstjóri þar, og sat í ferðamála- ráði en var síðan framkvæmdastjóri og eigandi Ferðaskrifstofu Reykja- víkur. „Við seldum sólarlandaferðir með leiguflugi og alls konar ferðir út um allar trissur. Helsta breytingin á þessum tíma er verðið á ferð- unum,“ segir Ís- laug aðspurð. „Ferðirnar voru á svo háu verði fyrst en núna er hægt að fara í helgarferðir á sæmilegu verði.“ Íslaug er við góða heilsu fyrir utan að hún varð blind fyrir um þremur ár- um. „Ég fékk þá fyrir hjartað og sjón- in rauk í burtu, en ég var alltaf mjög nærsýn.“ Eiginmaður Íslaugar var Jóhann Björnsson frá Hafnarfirði og vann hann hjá Landsímanum, en hann er látinn. Dóttir þeirra er Sigríður Jó- hannsdóttir og sonur hennar er Björn Jóhannsson. Eiginkona Björns er Maria Eugenia Alemán Henriques og börn þeirra eru Jóhann Ísak Alemán Björnsson og Ísabella Náttsól Alem- án Björnsdóttir. Íslaug Aðalsteinsdóttir 90 ÁRA Friðrikka Baldvinsdóttir á 90 ára afmæli í dag. Hún fæddist á Hofsósi 25. mars 1931 og fluttist til Reykjavíkur 1948. Hún vann í Bókamiðstöðinni við bókaútgáfu ásamt eig- inmanni sínum, Heimi Brynjúlfi Jóhannssyni, í tugi ára. Þau hafa verið gift til 70 ára. Börn þeirra eru Inga Jóna húsmóðir, Baldvin Gunnlaugur prentari, Guðmundur heildsali, Hafdís Harpa fv. atvinnurekandi í Bremerhaven og Brynjúlfur at- vinnurekandi í Svíþjóð. Alls eru afkomendur þeirra 123. Friðrikka Baldvinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.