Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 „Helvítis fokking fokk“ var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ríkistjórn Íslands tilkynnti að öll keppni í íþróttum hér á landi myndi leggjast af næstu þrjár vikurnar vegna fjórðu bylgju kór- ónuveirufaraldursins. Ég get alveg viðurkennt það að þegar maður sá loksins fyrir end- ann á þriðju bylgju faraldursins gerði maður sér vonir um að íþróttalíf hér á landi myndi loks- ins komast aftur í eðlilegt horf. Af því verður augljóslega ekki enda um hörðustu aðgerðir rík- isstjórnarinnar að ræða síðan faraldurinn skaut fyrst upp koll- inum hér á landi. Þetta er orðið ansi þreytt ástand en íslenskir stjórn- málamenn halda þó áfram að stappa í mann stálinu. „Árang- urinn hingað til hefur verið vegna einstakrar samstöðu lands- manna,“ heyrðist meðal annars á fjölmiðlafundi ríkisstjórn- arinnar í gær. Stjórnmálamenn hljóta samt að bera einhverja ábyrgð á því ástandi sem nú er uppi. Einhver tók þá ákvörðun að treysta á bóluefni frá Evrópu- sambandinu sem eru stærstu mistök sem gerð hafa verið í þessum faraldri. Hver ætlar að axla ábyrgð á því? Eflaust eng- inn. Það er miklu auðveldara að skella bara öllu í lás og banna allt sem hægt er að banna. Íþróttahreyfingin hefur staðið sig gríðarlega vel í að fylgja þeim þeim tilmælum og reglum sem settar hafa verið en eitthvað hlýtur að fara að láta undan þar eins og annars staðar. Þetta er ekki fólki bjóðandi leng- ur og íslensk stjórnvöld, og heil- brigðisráðuneytið þá sér- staklega, hljóta að endurskoða afstöðu sína til þess að banna allar afreksíþróttir enn eina ferð- ina. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÞÝSKALAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálf- ari og Eiður Smári Guðjohnsen að- stoðarmaður hans voru báðir í ís- lenska landsliðsbúningnum þegar Ísland og Þýskaland börðust um sig- ur í undanriðli EM haustið 2003. Þá kom íslenska liðið í heimsókn til Hamborgar, eftir 0:0-jafntefli lið- anna á Laugardalsvellinum, og var í öðru sæti riðilsins fyrir hreinan úr- slitaleik þjóðanna. Þýska liðið reyndist of sterkt, sigraði 3:0 og fór á EM 2004 en Skotar skutust uppfyrir Íslendinga í lokaumferðinni og komu í veg fyrir að Arnar og Eiður fengju tækifæri til að fara í umspil með íslenska lið- inu en þeir spiluðu báðir báða leiki þjóðanna þetta haust. Nú eru þessir gömlu samherjar og jafnaldrar í nýjum hlutverkum og stjórna íslenska liðinu gegn þýska stórveldinu á hinum tiltölulega lát- lausa MSV-leikvangi í þýsku borg- inni Duisburg í kvöld. Ekki frammi fyrir 51 þúsund áhorfendum eins og í Hamborg fyrir átján árum, nú eru allir leikvangar tómir og ljóst að spilað hefði verið á stærri velli ef ekki væri fyrir áhrif kórónuveir- unnar. Þriggja manna vörn í Hamborg Hvernig stilla þeir íslenska liðinu upp í þessum fyrsta leik undan- keppninnar fyrir HM 2022? Fyrir átján árum beittu landsliðsþjálf- ararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson leikaðferðinni 3-5-2 í báð- um leikjum, með þeim árangri að þýska liðið skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 150 mínútum leikjanna tveggja og Ísland var nær sigri í heimaleiknum á Laugardalsvelli. Arnar lék sem varnartengiliður í Hamborg, sömu stöðu og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur skilað svo listilega vel með íslenska liðinu á undanförnum áratug. Eiður var að vanda í fremstu víglínu og var hárs- breidd frá því að jafna rétt áður en Þjóðverjar komust í 2:0. Arnar og Eiður gætu hæglega far- ið í þriggja manna vörn með mið- verðina Kára Árnason, Sverri Inga Ingason og Ragnar Sigurðsson, ásamt því að vera með bakverði á köntunum og því í raun með fimm manna varnarlínu. Þó er kannski líklegra að við sjáum einhverja útfærslu af 4-5-1 með tvo af þremur áðurtöldum mið- vörðum, Hörð Björgvin Magnússon sem vinstri bakvörð og Birki Má Sævarsson hægra megin. Nema Alfonsi Sampsted verði skellt beint í djúpu laugina hægra megin. Honum er ætlað hlutverk í þessari landsleikjatörn fyrst hann er ekki með 21-árs liðinu í Ungverja- landi. Ari Freyr Skúlason kemur að sjálfsögðu til greina sem vinstri bak- vörður. Hörður leikur jafnan sem miðvörður með CSKA og Arnari er illa við að láta menn spila aðrar stöð- ur en þeir eru vanir hjá sínu félags- liði, eins og fram hefur komið. Inni á miðjunni má þá búast við að Aron Einar, Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að loka á sóknaruppbyggingu Þjóð- verja, með Albert Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason á könt- unum. Jóhann Berg Guðmundsson verður væntanlega á varamanna- bekknum eftir að hafa verið tæpur í vikunni. Rúnar Már Sigurjónsson er einnig alltaf valkostur inn á miðjuna. Valið gæti staðið á milli hans og Guðlaugs Victors. Jón Daði og Hannes? Væntanlega verður Hannesi Þór Halldórssyni treyst áfram sem aðal- markverði landsliðsins í þessum erf- iða útileik fyrst keppinautarnir tveir fá jafn lítið að spila með sínum liðum á Englandi og í Grikklandi og raun ber vitni. Jón Daði Böðvarsson er síðan lík- legastur til að hefja leik sem fremsti maður, enda veitir ekki af framherja með mikla yfirferð og vinnslu gegn svona andstæðingum. En Arnar gæti hæglega komið á óvart með öðruvísi uppstillingu og liðsvali. Ekki síst þar sem hann þarf ekki aðeins að hugsa um leikinn í kvöld, heldur líka hvernig álaginu verður dreift á leikmannahópinn í þremur leikjum á sjö dögum. Þótt Lars Lagerbäck sé með í ráðum eig- um við ekki eftir að sjá óbreytt lið Íslands leik eftir leik, eins og t.d. á EM í Frakklandi fyrir fimm árum. Leitað í smiðju Ásgeirs og Loga? - Arnar og Eiður stóðu í Þjóðverjum 2003 og þreyta nú frumraun í Duisburg Morgunblaðið/ÞÖK Samherjar Eiður Smári Guðjohnsen, Kári Árnason og Arnar Þór Viðarsson voru samherjar í landsliðinu 2005 og eru núna allir í Duisburg. Tyrkir fengu í gærkvöld fljúgandi start í undankeppni heimsmeist- aramóts karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Hollendinga að velli, 4:2, í fyrsta leik G-riðilsins í Istanbúl. Þessi tvö lið eru líklegust, ásamt Norðmönnum, til að berjast um að komast í lokakeppni HM 2022 í Kat- ar. Burak Yilmaz skoraði þrennu fyrir Tyrki, sem komust í 3:0, og Hakan Calhanoglu skoraði eitt mark. Davy Klaassen og Luuk de Jong skoruðu seint í leiknum, minnkuðu muninn í 3:2, áður en Yil- maz gulltryggði sigur Tyrkja. Þrenna Yilmaz gegn Hollandi AFP Þrenna Burak Yilmaz á fullri ferð í leiknum gegn Hollendingum. Tryggvi Snær Hlinason hefur verið útnefndur besti leikmaður 20. um- ferðar spænsku A-deildarinnar í körfuknattleik fyrir frammistöðu sína með Zaragoza í sigurleik liðs- ins gegn Fuenlabrada. Sá leikur fór fram um miðjan jan- úar en umferðinni lauk ekki fyrr en í þessari viku vegna frestana á leikjum. Tryggvi skoraði 24 stig í leikn- um, tók níu fráköst og átti tvær stoðsendingar en skotnýting hans í leiknum var hvorki meira né minna en 92 prósent. Tryggvi bestur í 20. umferðinni Ljósmynd/FIBA Öflugur Tryggvi Snær Hlinason átti stórleik gegn Fuenlabrada. UNGVERJALAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í annað skiptið í sögunni er íslenska 21-árs landsliðið í fótbolta mætt í lokakeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið, undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, er mætt til Györ í Ung- verjalandi þar sem það mætir Rúss- um síðdegis í dag en síðan Dönum á sunnudag og Frökkum á miðviku- dag. Tvær af þessum þjóðum halda síð- an áfram keppni í sumar þegar þau átta lið sem komast áfram úr riðla- keppninni leika um Evrópumeist- aratitilinn í Ungverjalandi og Slóv- eníu. Fyrir fram ættu Frakkar að vera með sterkasta liðið í riðlinum, enda með marga þekkta leikmenn innan- borðs. Það þyrfti því ekki að koma á óvart þótt Ísland, Rússland og Dan- mörk myndu slást um að fylgja þeim í átta liða úrslitin. Það undirstrikar enn mikilvægi leiksins í dag en ósig- ur gegn Rússum myndi þýða að ís- lensku strákarnir væru með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn Dön- um á sunnudag. Að sama skapi væri sigur í dag gegn mjög reyndu rússnesku liði það veganesti sem þeir þyrftu á að halda fyrir sunnudagsleikinn sem þá yrði heldur betur áhugaverður. Agaðir og skipulagðir Rússar Eins og fram kom í blaðinu í gær er rússneska liðið að stórum hluta einum til tveimur árum eldra en það íslenska. Davíð Snorri þjálfari sagði í gær að Rússar væru agaðir og skipulagðir með skýrt leikplan. Fyr- irliðinn Jón Dagur Þorsteinsson sagði á fréttamannafundi liðsins að markmiðið væri ekki bara að vera með heldur að komast upp úr riðl- inum og taldi liðið eiga góða mögu- leika í öllum leikjunum. Það kemur betur í ljós í dag en Davíð Snorri gæti teflt upp svona byrjunarliði: Mark: Patrik Gunnarsson (Silke- borg). Vörn: Róbert Orri Þorkelsson (Breiðabliki), Ísak Óli Ólafsson (SönderjyskE), Ari Leifsson (Strömsgodset), Hörður Ingi Gunn- arsson (FH). Miðja: Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg), Alex Þór Hauksson (Ös- ter), Willum Þór Willumsson (BATE Borisov). Kantar/sókn: Jón Dagur Þor- steinsson (AGF), Sveinn Aron Guð- johnsen (OB), Ísak Bergmann Jó- hannesson (Norrköping). Aðrir sem spiluðu mikið í und- ankeppninni haust eru Brynjólfur Willumsson (Kristiansund), Valdi- mar Þór Ingimundarson (Ströms- godset), Andri Fannar Baldursson (Bologna), Kolbeinn B. Finnsson (Dortmund), Þórir Jóhann Helgason (FH) og Kolbeinn Þórðarson (Lom- mel). Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliði Jón Dagur Þorsteinsson leikur með AGF í Danmörku. Lykilleikur gegn Rússunum í dag - Barátta við Rússa og Dani um sæti í átta liða úrslitum? Eitt ogannað _ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálf- ari Barein á nýjan leik. Þetta staðfesti handknattleikssamband Barein á sam- félagsmiðlum sínum í gær en Aron tekur við þjálfun liðsins af Halldóri Jó- hanni Sigfússyni. Aron þekkir vel til hjá Barein en hann var ráðinn þjálfari liðsins árið 2018 og kom liðinu meðal annars á Ólympíuleikana í Tókýó en hætti með liðið til þess að einbeita sér að þjálfun Hauka. _ Leiknir úr Reykjavík hefur fengið til sín kólumbíska knattspyrnumanninn Andrés „Manga“ Escobar og samið við hann út komandi keppnistímabil. Escobar er 29 ára gamall sóknar- eða kantmaður sem hefur komið víða við á undanförnum árum. Hann var lengi samningsbundinn Dinamo Kiev í Úkra- ínu en lék aldrei með liðinu og var lán- aður til margra félaga. _ Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við hægri bakvörðinn Dom- inique Bond-Flasza. Hún er landsliðs- kona frá Jamaíka og lék einn leik fyrir liðið á HM 2019. Tindastóll leikur í úr- valsdeild í fyrsta skipti í sögunni í ár. _ Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við ástralska sóknarmanninn Oliver Kelaart. Kelaart, sem er 22 ára gamall, spilaði síðastliðið sumar með Kormáki/Hvöt í 4. deildinni hér á landi og skoraði 11 mörk í 14 leikjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.