Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 5

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 5
Viðræður eru í gangi við Reykjavíkurborg og vonumst við eftir góðri niðurstöðu nú á haustmánuðum. Flaggskip félagsins eru örugglega stóru knattspyrnumótin sem við höldum, Capelli Rey Cup og VIS mótið. Þessi tvö frábæru mót hafa gengið sérlega vel árum saman og aðsókn alltaf mikil, en undanfarin fjögur ár hefur verið uppselt á Capelli Rey Cup. Þessi mót eru okkur til mikils sóma og frábær vitnisburður um öflugt starf í félaginu. Framtíð félagsins er sannarlega björt og við sem erum í forystu þess erum sannfærð um að með bættri aðstöðu getum við veitt fleiri börnum í hverfinu tækifæri til að taka þátt í starfinu og í framtíðinni náð enn betri árangri. Við erum með hæft og reynt starfsfólk og góða blöndu af efnilegum og reyndum þjálfurum. Krakkar frá okkur eru í úrtökum landsliða auk þess sem all nokkrir eru fastamenn í yngri landsliðum Islands. Það hefur verið virkilega gaman að taka þátt í þeim viðburðum sem tengst hafa afmælinu á árinu. Framundan er mjög áhugaverð sögu- sýning um félagið sem opnar 28.september. Þar verða sýndir munir, treyjur og margt fleira sem ekki hafa verið sýndir áður og tengjast sögu félagsins. Einnig verður síðar á árinu frumsýnd heimildarmynd um Þrótt, við ætlum að halda sögukvöld o.fl. Eg hlakka til að sjá sem flesta á þessum skemmtilegu viðburðum sem framundan eru. Að lokum vill ég þakka hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að svo mörgum störfum í félaginu og vinna mjög óeigingjarnt starf. Einnig þakka ég formönnum deilda, stjórnum, þjálfurum og starfs- fólki fyrir góð störf á afmælisárinu. Til hamingju með afmœlið, Finnbogi Hilmarsson, Formaður Þróttar. HÚSASMIÐJAN OG BLÓMAVAL ÓSKA ÞRÓTTI TIL HAMINGJU MEÐ 70 ÁRA AFMÆLIÐ! ttí blÓffiQUQl

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.