Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Page 14

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Page 14
Oskar Jón og handboltinn Óskar Jón Guðmundsson er snúinn aftur og tekinn við bæði yngri flokkastarfi handknattleiksdeildar auk þess að þjálfa meistaraflokk karla. Óskar var potturinn og pannan í starfi deildarinnar hér fyrir nokkrum árum en ákvað árið 2015 að söðla um og flutti til Svíþjóðar og fékkst þar við þjálfun. A öðru ári sínu í Svíþjóð bauðst honum að flytja aftur heim og taka við handknattleiksdeild Harðar á Isafirði. Starfið í Svíþjóð gaf honum mikla reynslu af þjálfun og á Isafirði tók við annars konar reynsla, því þar kynntist hann núverandi unnustu sinni og stjúpsyni. Við settumst niður með Óskari og spurðum hann út í starfið framundan og stöðu Þróttar í handboltanum. Óskar er bjartsýnn á veturinn en ljóst að mikið verk er fyrir höndum. Meistaraflokkur stendur vel að vígi, strákarnir standa þétt saman og stemning innan hópsins góð. Markmið vetrarins er að sögn Óskars: „að koma gleðinni af æfingum inn í leikina hjá okkur og auðvitað að ná í góð úrslit". Hvað varðar yngri flokkana er staðan öllu erfiðari, Æfingahóparnir eru fámennir og mikilvægt að fjölga iðkendum í öllum flokkum. Ekki má lengur auglýsa íþróttastarf í skólum borgarinnar, og það gerir íþróttafélögum erfiðar um vik að koma á framfæri því sem krökkum stendur til boða. Óskar og hans fólk þarf því að treysta á að koma boðskapnum áleiðis með öðrum leiðum. Vaxandi máttur samfélags- miðla er ein þeirra leiða sem og dreifing á bæklingi í hverfinu. Óskar leggur mikið upp úr því að æfingar séu skemmtilegar og vonar að sú gleði smiti út frá sér meðal krakkanna í hverfunum og þannig megi breiða boðskapinn sem víðast. Það sem hefur háð Þrótti þegar talið berst að innanhúsgreinunum er aðstöðuleysið. Bæði handboltamenn sem og blakarar hafa fundið fyrir því þau 20 ár sem félagið hefur starfað í Laugardalnum. I byrjun aldarinnar hafði handboltinn Höllina að mestu út af fyrir sig, nema hvað Rnattspyrnudeild Þróttar og körfuboltamenn úr Armanni höfðu nokkra tíma í viku. Síðar hvarf körfuboltinn úr Höllinni en blakið færði starfsemi sína í Höllina; en nú er svo komið að körfuboltinn er kominn aftur og þurfa þessar þrjár ört stækkandi íþróttagreinar að deila með sér æfingatímunum. Aðstöðuleysið hamlar vexti deildanna og hættan er sú að efnilegir handboltamenn færi sig annað þar sem fleiri æfingar eru í boði og aðstaðan betri. Það er því verulega brýnt, að mati Óskars, að Þróttur eignist sitt eigið íþróttahús, á Þróttar- svæðinu, sem fyrst, svo Þróttur verði ekki uppeldisstöð fyrir önnur félög í borginni. 14

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.