Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Qupperneq 20
Rey Cup - fjöregg Þróttar
Þróttur - Brighton úrslitaleikur í 3. flokki karla A lið á Rey Cup
Allir Þróttarar þekkja knattspyrnumótið Rey Cup. Mótið er haldið
af Þrótti og setur sterkan svip á Laugardalinn í lok júlí ár hvert þar
sem íslenskir og erlendir unglingar leika knattspyrnu sér og öðrum til
skemmtunar.
í ár fór 18. mótið fram. Alls tóku 95 lið þátt, þar af 11 erlend lið. Ef
taldir eru saman þátttakendur og aðstandendur má reikna með að
hátt í 2500 manns hafi sótt Laugardalinn heim til þess að spila eða
fylgjast með knattspyrnu, auk fjölda annarra viðburða sem eru hluti
af dagskánni.
Arið 2017 á 15. afmælisári mótsins ritaði Guðmundur Vignir Oskars-
son fyrsti mótstjóri Rey Cup grein í Rey Cup blaðið og sagði frá tilurð
mótsins. Gefum Guðmundi orðið:
„Upphafiega hugmyndin kviknaði á tjaldsvæðinu á Akureyri í hópi
foreldra 5. flokks drengja í Þrótti sem tóku þátt í ESSO mótinu í júlí
2001. Rætt var um það tækifæri sem fælist £ því að Þróttur væri
fluttur í Laugardalinn, ekki síst fyrir unglingastarfið, þar sem vöntun
var á knattspyrnumótum fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna hér
heima. í framhaldi af ESSO mótinu hafði 5. flokki drengja verið
boðin þátttaka á einu stærsta knattpyrnumóti Bretlands, „Watford
and London International Festival", og hafði sá sem þetta skrifar
tekið að sér fararstjórn æfinga- og keppnisferðarinnar.
í keppnisferð greinarhöfundar til Watford og síðan á Tivoli Cup í
Danmörku var aflað fróðleiks sem unnið var með innan Þróttar við
mótun hugmyndafræði Rey Cup, auk séríslenskra áherslna.
Watford mótið var 140 liða mót með um 1.200 þátttakendum af
báðum kynjum á unglingsaldri, leikinn var 11 manna bolti og gist í
skólum. Það sem í boði var á svæðinu var t.d. diskó, grillveisla, tóm-
stundahöll í útjaðrinum og ýmsar skoðunarferðir m.a. inn til London.
Það var greinilegt að það sem Watfordmótið hafði upp á að bjóða var
ný reynsla fyrir íslensku drengina frá Þrótti. Mótshaldarar beggja
móta voru fúsir til að veita allar þær upplýsingar sem óskað var eftir
og miðla gögnum sem gætu nýst Þrótturum við uppbyggingu síns
eigin móts. Rey Cup likanið var byggt á því markverðasta frá þessum
mótum.
Rey Cup var ætlað að verða árviss alþjóðleg knattspyrnuhátíð í háum
gæðaflokki í Laugardalnum. Horft var til þess að þátttakendur væru
innlendir sem erlendir unglingar af báðum kynjum á aldrinum 13 til
16 ára og íjölskyldur þeirra. Auk þátttöku í knattspyrnukeppninni
sjálfri var ákveðið að bjóða upp á skemmtun fyrir keppendur sem og
fjölskyldur þeirra undir slagorðinu „Fótbolti og íjör!“ til að undir-
strika þessa áherslu. Stefnt var að því að einn stærsti og vinsælasti
dansleikur ársins færi fram á Rey Cup, nokkurs konar árshátíð fyrir
þessa árganga".
Bakhjarlar
Rey Cup krefst mikillar vinnu sjálfboðaliða. Strax að loknu móti er
farið að huga að því næsta; sérstaklega að afla þátttöku erlendra liða.
Blað mótsins er gefið út áður en það hefst og því dreift í öll hús í
hverfinu sem og á mótinu sjálfu. Einnig þarf að skipuleggja gistingu
og vaktir í skólum, huga að innkaupum fjrrir morgunmat þátttakenda
og dreifa matvörum í skóla hverfisins.
Breiðblik sigurvegarar í 3 flokki kvenna A lið
Mikil vinna fer einnig í móttöku erlendra liða, en hvert lið fær tengi-
lið sem er vakinn og sofinn yfir velferð þeirra á meðan dvöl þeirra
stendur. Einnig starfar mannvirkjanefnd sem undirbýr mótið; setur
upp söluturna, útisalerni, passar upp á vellina og heldur svæðinu
snyrtilegu. Kappaleikjanefnd sér um skipulag mótsins og heldur
utan um úrslit leikja og raðar liðum í riðla. Þetta er þó engan veginn
tæmandi Iisti yfir öll þau verkefni sem þarf að sinna til þess að mótið
verði að veruleika og fari sem best fram.
Fjöldi dómara kemur að mótinu. í gegnum árin hefur fjöldi erlendra
dómara notað sumarfríið sitt til að ferðast til íslands og dæma leiki
á mótinu. Einnig dæma leikmenn meistaraflokks karla og kvenna
20