Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 21
leiki, og síðast en ekki síst leikmenn “old boys”, sem leggja sig alla
fram og keppast um hver dæmi fiesta leiki.
Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa staðið vel við bakið á Rey Cup í
gegnum árin. Þar ber helst að nefna Reykjarvíkurborg sem styrkir
mótið myndarlega. Svo má einnig nefna fyrirtæki í hverfinu, t.d.
Hilton hótelið þar sem þátttakendur fá hádegis- og kvöldmat og
hinn árlegi dansleikur fer fram. KSI leggur einnig sitt af mörkum og
leggur til Laugardalsvöllinn fyrir úrslitakeppnina. Aðrir styrktar-
aðilar hafa komið að mótinu í gegnum árin, en fyrir mótið í ár var
gerður samningur við Capelli Sport til fimm ára og verða þeir aðal
styrktaraðilar mótsins þann tíma og því kallast mótið“Capelli Sport
Rey Cup” næstu árin.
Dagskrá Rey Cup er í stórum dráttum sú sama og hún var á fyrsta
mótinu árið 2002, sem ber vott um framsýni þeirra sem komu að
mótinu í byrjun. Auk keppninnar sjálfrar er skrúðganga félagsliða,
grillveisla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, dansleikur, sundlaugar-
partý og foreldrakvöld á Café Flóru í Grasagarðinum.
En auðvitað á alltaf einhver framþróun sér stað. Tækninni fleygir
fram og á mótinu í sumar var tekin upp sú nýbreytni að streyma frá
völdum leikjum beint í gegnum internetið í samstarfið við íslenska
nýsköpunarfyrirtækið OZ Sport.
Partick Thistle
Football Club
sigurvegarar í
4. flokki karla
í keppni A liða
Að lokum
Það er ljóst að við núverandi aðstæður getur Rey Cup ekki orðið
mikið stærra en það er í dag. Svæði Þróttar í Laugardalnum ber
ekki mikið fleiri leiki, og þrátt fyrir að Þróttur eigi á að skipa fjölda
frábærra sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að leggja mikið á sig, þyrfti
meira að koma til svo að stærra mót geti orðið að veruleika. I því ljósi
verður áherslan lögð á að gera gott mót ennþá betra með styrkingu
umgj örðarinnar.
ÍA sigurvegarar í
4. flokki kvenna
í keppni A liða
En leyfum Guðmundi að eiga lokorðið.
Það voru ákveðin tímamót í mínum huga þegar Rey Cup var valinn
„besti grasrótarviðburðurinn 2008“ að mati KSI og UEFA og var
Michel Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu viðstaddur
verðlaunaafhendinguna. I mínum huga var um að ræða táknræna
staðfestingu á því að „Draumurinn um Rey Cup ævintýrið var orðinn
að veruleika" og því full ástæða til að horfa björtum augum til fram-
tíðar á þessum tímamótum. A bak við þetta fjöregg Þróttar stendur
mikill fjöldi sjálfboðaliða úr hópi foreldra og aðstandenda, iðkenda
auk velunnarra sem borið hafa uppi óeigingjarnt starf allt frá upphafi
til dagsins x dag.
Halldór Magnússon
■ iá'jSiV
i
"(25) J
LIFI
ÞRÓTTUR
LUXOR
.S50 -1400
• #
(J.V.VJXOR.IS
\5\ ISl Iji