Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 39

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 39
Helgi Björnsson í miklu stuði á Sveitabalti Laugardals. Hitað upp á Ölver fyrir úrslitaleikinn gegn Aftureldingu laugardaginn 21. september 2019. Inkassodeild kvenna 2019. Að lokum var boðið upp í dansleik með Selmu Björnsdóttur og hljómsveit Hússins þegar formlegri dagskrá lauk. Yfir 250 manns mættu og skemmtu allir sér mjög vel og var þetta mikil gleðihátíð fyrir alla Þróttara. Myllumerki hátíðarinnar var #Lifi70. í fyrra var haldið októberfest hjá félaginu sem tókst mjög vel. Stefnt er að því að halda 80's ball I vetur sem margir hlakka til og svo verður Þorrablót Laugardals i febrúar. Þann 28. September verður einstök sögu og minjasýning i hátíðarsal Þróttar í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Hægt verður að virða fyrir sér muni og myndir úr 70 ára sögu félagsins. Það er mikil vinna sem lögð er í þessa sýn- ingu svo engir Þróttarar mega láta þessa glæsilegu sýningu framhjá sér fara. Afmælisdagskrá Þróttar á árinu lýkur svo á frumsýningu á nýrri heimildarmynd um Þrótt þann 18. október. Heimildarmyndin “Lifi Þróttur” segir sögu félagsins sem var stofnað af hugsjónafólki á Grímsstaðaholtinu 5. ágúst 1949. Myndin segir sögu félagsins frá erfiðum bernskuárum, flutningi í Sundahverfið og loks flutning þess öðru sinni, í Laugardal. Sigrar, töp og allt þar á milli. Mynd sem enginn Þróttari má missa af. í allt sumar hefur félagið staðið fyrir boltaleikjum yngri flokka í hléum á heima- leikjum meistaraflokka félagsins á Eimskipsvellinum, “Boltaleikir í hálfleik”. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá foreldrum iðkenda yngri flokka og ekki síður hjá börnunum sjálfum. Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, sem sjálfur á börn í Þrótti hefur stjórnað þessum leikjum af miklum myndugleika og á þakkir skilið sem og bræðurnir öflugu Gunnar og Ásmundur Helgasynir sem voru svo góðir að hlaupa í skarðið og stýra boltaleikjunum fyrir Jóhannes Hauk þegar hann Þökkum öllum þeim 1.000 stuðningsmönnum sem komu og studdu strákana í leiknum mikilvæga við Aftureldingu. komst ekki vegna verkefna erlendis. Þróttur sér um alla sjoppusölu á öllum leikjum á Laugardalsvelli. Sjálfboða- liðar Þróttar hafa auk jiess séð um grill á landsleikjum. í svona verkefni þarf stóran og góðan hóp af fólki sem Þróttur er svo heppinn að hafa aðgang að. Þetta er fagfólk sem þekkir verkferlana sem skilar sér i betri sölu og þjónustu fyrir gesti Laugardalsvallar. Tveir af stærstu viðþurðum Þróttar ár hvert er VÍS-mótið og Capelli Sport Rey Cup-mótið. Fjallað er um þessi vinsælu mót annars staðar I blaðinu en þetta eru einu mótin sem bæði stelpur og strákar taka þátt I og eru bæði mótin orðin stór hluti af íþróttalífinu ár hvert og hafa fyrir löngu fest sig í sessi. í desember verður jólahappdrættið og svo mun Þróttur flytja inn Þróttar-jóla- kúlur sem allir Þróttarar verða að eignast og setja á jólatrén sín. Að lokum er vert að minnast þess að sjálfboðaliðar í félaginu koma líka að öðrum viðburðum og skemmtunum eins og Color Run, Gung Ho og núna í ár Ed Sheeran og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Lifi þróttur! Boltaleikir yngri flokka í hálfleik á leikjum meistaraflokka félagsins í sumar slógu í gegn. 39

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.