Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 40
Tennisdeild Þróttar
Tennisdeild Þróttar var stofnuð árið 1990 og var fyrstu árin með
starfsemi við Sæviðarsund en í Laugardalnum frá árinu 2002 þar sem
hún hefur hefur yfir að ráða tveimur útivöllum við suðurenda Val-
bjarnarvallar. Eru þeir umgirtir trjágróðri á þrjá vegu en nokkuð
opnir fyrir norðangjólunni, sem getur stundum verið býsna hress-
andi. Vellirnir eru umluktir netgirðingu með gervigrasi á gegndreypu
undirlagi, snjóbræðslu og flóðlýsingu þannig að þá má nota mestan
part ársins þótt kalsamt geti verið í skammdeginu. Tennisdeildin
hefur ekki aðstöðu innanhúss, nema í takmörkuðum mæli í Tennis-
höllinni í Kópavogi fyrir þjálfun ungliða í samstarfi við önnur íþrótta-
félög í Reykjavik. Tennisdeildin hefur lagt áherslu á tennis sem
almenningsíþrótt því þjálfun afreksmanna er ekki möguleg nema
með æfingaaðstöðu við þeirra hæfi vetur sem sumar. Þjálfun ungliða í
Tennishöllinni hefur einnig leitt til þess að þeir sem stefna að
keppnisþjálfun leita til þeirra félaga sem boðið geta innanhús-
saðstöðu.
Tennisdeildin hefur í samstarfi við tennisdeild Fjölnis boðið upp á
sumarnámskeið fyrir börn og unglinga og námskeið fyrir byrjendur
á öllum aldri sem og þá sem lengra eru komnir. Námskeiðahaldið og
kennslan hafa verið í höndum menntaðra tennisþjálfara, sem tekið
hafa að sér námskeiðshaldið. Námskeiðin hafa þótt takast vel og hafa
skilað deildinni og íþróttinni nýjum iðkendum.
Skipulag sumarstarfsins er þannig að vellirnir eru teknir frá fyrir
svokallaða opna tíma þrisvar til fjórum sinnum í viku en þá geta allir
sem vilja komið og spilað einliðaleik eða tvíliðaleik eftir íjölda þeirra
sem mæta hverju sinni. Auk þess fá meðlimir deildarinnar gegn hóf-
legu árgjaldi leyfi til að nota vellina hvenær sem þeir eru ekki frá-
teknir fyrir fasta tíma félagsins og námskeiðin og eru ekki þegar
fráteknir af öðrum klúbbfélögum. Umsýslu er haldið í lágmarki með
því meðlimir sem þess óska fá afhentan lykil að tennisvöllunum gegn
loforði um að ganga vel um og læsa á eftir sér við brottför.
Tennisdeildin hefur fylgt þeirri stefnu að halda kostnaði í lágmarki
og hefur þannig getað boðið meðlimunum afnot af völlunum á afar
hagstæðu verði. Að afstöðnum vorhretunum safnast dyggir félagar
saman einhverja góðveðurshelgina, hreinsa vellina og setja upp
vindhlífar til að norðanvindurinn nái ekki að trufla leiki um of. Eru
vellirnir þá tilbúnir fyrir átök sumarsins. Hlífar þessar eru svo teknar
niður fyrir komu haustlægðanna. Fyrir þá sem leggja reglulega stund
á tennis er þetta ein ódýrasta aðstöðuleiga sem íþróttafólki öðrum en
skokkurum stendur til boða.
Þrátt fyrir áherslu deildarinnar á tennis sem almenningsíþrótt taka
meðlimi hennar einnig þátt í keppnismótum, einkum fyrir eldri
aldursflokka og eins stendur deildin árlega fjnrir Tennismóti Þróttar
sem er í mótaröð Tennissambands Island.