Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Qupperneq 46
^SPYRNUFt^
F.v. Helgi Þorvaldsson, Davíð Jónsson, Sigurður Þórðarson, Baldur Þórðarson, Ólafur Guðmundsson, Benedikt Baldursson
Sölvi Óskarsson, Óli Viðar Thorstensen, Jón H Ólafsson og Gísli Þór Þorkelsson.
Skákin í Þrótti
Alveg frá fyrstu árum félagsins hefur skákin fylgt Þrótti, með
nokkrum hléum þó. Mikill áhugi var á skákkvöldum í “Bragganum”
við Ægisíðuna, sem Skák- og Bridgeklúbbur félagsins hélt og komu
margir góðir starfskraftar til félagsins úr hópunum. Aðalhvatamenn
að þessum skákkvöldum voru þeir Aðalsteinn Guðmundsson í KRON
í Skerjafirði, Magnús V. Pétursson, sem var formaður hans í 5 ár, og
Jens Tómasson, allir úr Skerjafirði og Eyjólfur Jónsson sundkappi af
Grímsstaðaholtinu. Skákmót Þróttar fóru fram árlega og var fyrsti
skákmeistari Þróttar Sigmar Grétar Jónsson sem hlaut 13,5 vinninga
í 14 skákum. Fyrsti íþróttasigur Þróttar á nágrönnunum KR vannst
einmitt við skákborðið 10 - 2.
Fljótlega eftir flutning félagsins í Sæviðarsundið 1969 var aftur tekið
til við skákina og teflt í þó nokkur ár og meðal skákmeistara Þróttar
þau árin má nefna Guðjón Sv. Sigurðsson, Helga Guðmundsson og
Magnús V. Pétursson. Aftur lagðist hún af, en 1990 - 1992 voru
haldin skákmót Þróttar og sigraði Stefán Þormar í “Litlu kaffistof-
unni” tvisvar og Ingvar Jóhannesson, nú alþjóðlegur skákmeistari,
einu sinni.
Margir góðir skákmenn komu fram á skákkvöldunum og má þar
nefna Ingvar Jóhannesson og Karl Þorsteins, heimsmeistara barna
1979 og tvöfaldan Islandsmeistara.
'Árið 2004 fannst tveimur fyrrverandi þátttakendum í skákinni, þeim
Jóni H. Ólafssyni og Helga Þorvaldssyni, tími til kominn að reyna að
safna saman gömlum skákmönnum og endurvekja skákina í Þrótti.
Það hefur tekist þokkalega og voru 12 -14 þátttakendur með fyrstu
árin en nú hefur heldur fækkað í hópnum og væri gaman ef einhverjir
eldri Þróttarar sem vildu komast í góðan félagsskap létu í sér heyra.
Tefld er ein skák, 30 mín. á mann, á hverju skákkvöldi og keppt um
titilinn “Skákmeistari Þróttar” og síðan er tekið til við hraðskák og
keppt um titilinn “Stigameistari Þróttar”. Teflt er í annarri hverri
viku frá október fram á vor. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum
mótunum.
Skákmeistarar Þróttar síðustu ára hafa verið þeir Baldur Þórðarson
2004, Benedikt Baldursson 2005 og Ólafur Guðmundsson 2006,
2007 2008 og 2009. Jóni H. Ólafssyni tókst að stöðva sigurgöngu
Ólafs og sigraði 2010. Ólafur sigraði síðan aftur 2011, 2012, 2013 og
2014. Júlíus Óskarsson sigráði 2015, Óli Viðar Thorstensen 2016 og
2017, Júlíus Óskarsson 2018 og Sigurður Þórðarson 2019.
Stigameistarar Þróttar hafa verið þeir Helgi Þorvaldsson 2004, Bene-
dikt Baldursson 2005, Ólafur Guðmundsson 2006 og 2007, Benedikt
Baldursson 2008 og Ólafur Guðmundsson aftur 2009, 2010, 2011,
2012, 2013 og 2014. Sigurður Þórðarson sigraði 2015, Davíð Jónsson
2016, Júlíus Óskarsson 2017 og 2018 og Sigurður Þórðarson sigraði
2019. Nú er keppt um bikar sem verslunin Björk, í Bankastræti, gaf
til mótsins.
Það hefur skyggt á að “Aðalsteinsbikarinn” sem Magnús V. Pétursson
gaf til minningar um Aðalstein Guðmundsson, föðurbróður sinn, og
keppa á um á Skákmóti Þróttar hefur ekki fundist í mörg ár og er hér
með lýst eftir honum. Aðalsteinn var sérstaklega velviljaður klúbbnum
og gaf honum á sínum tíma fjölda tafla og bridge-bakka. Nú fyrir
nokkrum árum gaf svo skákfélagið Hrókurinn félaginu nokkrar
skákklukkur.
46
Helgi Þorvaldsson