Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 8

Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 8
Það að má gera ráð fyrir að flestir sem vilja hafi getað komið og fengið sín veiðileyfi. Það má líka ætla að það sé meiri eftirspurn núna en í fyrra eftir veiðileyfum. Elías Blöndal Guðjónsson. Tölur frá júnímánuði sýna góða veiði í nokkrum lax- veiðiám á landinu og gefur það fyrirheit um betra veiði- tímabil en í fyrra . thorgrimur@frettabladid.is VEIÐI „Þetta fer mjög vel af stað, sérstaklega Urriðafoss,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Landssambands veiðifélaga, um nýbirtar veiðitölur frá byrjun laxveiðitímabilsins 2021. „Það hefur verið frekar kalt en hins vegar er smálaxinn að fara að skila sér og er farinn að hellast inn í Norðurá, þar sem var 160 laxa viku- veiði. Það eru fleiri ár að skila dálítið aukinni veiði núna,“ segir Elías Í tilkynningu á vef Landssam- bandsins stendur að hlýtt veður hafi sett mark sitt á veiðiskapinn víða um landið síðustu vikuna. Meðal annars hafi hlýjan valdið því að ekki sé enn hægt að stunda veiðar í Jöklu og vatnavextir hafi truflað veiðar í Skjálfandafljóti. Auk Urriðafoss og Norðurár eru þær veiðiár sem kallaðar eru hástökkvarar í tilkynningunni vikuna 24.-30. júní Þverá/Kjarrá, Eystri-Rangá og Haffjarðará, þar sem veiddust 79, 67 og 62 laxar. Elías segir að hingað til séu veiði- mennirnir f lestir Íslendingar, en að hann geri ráð fyrir komu fleiri útlendinga í júlí. Nokkuð færri útlendingar hafi komið til að renna fyrir lax á Íslandi í fyrra en venju- lega, en þó hafi fækkunin ekki verið eins mikil og óttast var. „Það voru náttúrlega stórir hópar sem komust ekki til lands- ins af ýmsum ástæðum; ferðatak- mörkunum og svo bara út af vand- ræðum heima fyrir, og svo treystu menn sér ekki. Þetta er mikið fólk á miðjum aldri sem treysti sér ekki til að ferðast þótt það hefði getað það. Aftur á móti komu miklu fleiri í fyrra en við óttuðumst síðasta vor. Það liggur fyrir að það varð umtals- vert tjón af völdum Covid, en miklu minna en við óttuðumst, og það voru margir Íslendingar sem hlupu í skarðið og náðu í veiðileyfi sem oft er ekki hægt að fá. Þetta gekk framar vonum út frá viðskiptalegum sjón- armiðum.“ „Mér sýnist að árið í ár verði bara betra,“ bætir Elías við. Hingað til lands geti nú allir komið sem séu bólusettir og það án mikilla tak- markana. Gera megi ráð fyrir að f lestir sem vilja hafi getað komið og fengið sín veiðileyfi. „Það má líka ætla að það sé meiri eftirspurn núna en í fyrra eftir veiði- leyfum, bæði vegna þess að menn hafa kannski ekki komist í fyrra og klæjar núna í lófana að komast út í á, en líka vegna þess að Ísland hefur náð góðum árangri í baráttunni gegn Covid og verður því kannski eftirsóknarverðari áfangastaður en aðrir. Það eru gríðarleg tækifæri fólgin í því núna fyrir veiðileyfa- sala og veiðiréttarhafa að byggja á þessu, á þessu mikla víðerni, hreinu, ósnortnu náttúru og þessum inn- viðum sem við erum með.“ n Lax sagður vera að streyma upp árnar Fyrstu laxveiðitölur úr Urriðafossi þykja lofa sérlega góðu, en tölur úr öðrum ám eru einnig góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MUNUM EFTIR TAUPOKANUM Landssamband eldri borgara hvetur þig til að skipta út einnota pokum fyrir taupoka. Það tekur plastpoka allt að 1000 ár að brotna niður. benediktboas@frettabladid.is KOSTNAÐUR við blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar frá 1. febrúar í fyrra, 2020, til 1. júní í ár, nam sjö milljónum króna. Á tímabilinu voru haldnir 15 blaðamannafundir þar sem blaðamenn og færustu ljós- myndarar landsins koma saman, greina frá því sem ríkisstjórnin er að tilkynna og gera því skil í fjölmiðl- um. Engu að síður borgaði ríkið 320 þúsund í ljósmyndun. Langstærsti hlutinn fór í að leigja fundaaðstöðu, tækjaleigu og tæknilega þjónustu, eða 6,6 milljónir. Táknmálsþjónusta kostaði um 100 þúsund. n Hundruð þúsunda fyrir að mynda blaðamannafundi Ríkið hefur greitt hundruð þúsunda til ljósmyndara til að mynda blaða- mannafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ranglega var sagt í blaðinu í gær að sundlaug yrði opnuð í Urriðaholti í haust. Hið rétta er að sundlaug verð- ur opnuð í Úlfarsárdal. Sundlaug er á skipulagi í Urriðaholti, en ekki er vitað hvenær hún mun rísa. Beðist er velvirðingar á mistökunum. n LEIÐRÉTTING arnartomas@frettabladid.is KANADA Styttur af Viktoríu og Elísa- betu Bretlandsdrottningum hafa verið rifnar niður í Kanada, í kjöl- far reiðiöldu vegna uppgötvunar á fjöldagröfum innfæddra barna. Hópur fólks safnaðist saman í Winnipeg á Kanadadaginn 1. júlí og reif niður styttur af drottning- unum sem taldar eru einkennandi fyrir nýlendutíma Bretlands. Þá hefur fjöldi kaþólskra kirkna sem staðsettar eru á landi inn- fæddra verið brenndur niður. Ætlað er að grafirnar séu frá því tæplega hundrað ára tímabili sem að minnsta kosti 150 þúsund börnum af innfæddum ættum í Kanada var gert skylt að sækja kaþ- ólska skóla með það að markmiði að aðlaga þau að kanadísku sam- félagi. Grafirnar sem nýlega hafa komið í ljós skipta hundruðum. Mótmælendur herja nú í auknum mæli á minnisvarða einstaklinga sem komu að stofnun skólanna. „Þessi skelfilegi fundur á líkams- leifum hundraða barna hafa með réttu krafið okkur til að velta fyrir okkur sögulegum mistökum í landinu okkar og það óréttlæti sem innfæddir og margir  aðrir í Kanada líða enn þann dag í dag,” sagði Justin Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, í yfirlýsingu. „Við sem Kanadabúar verðum að vera heiðarleg við okkur sjálf varðandi fortíð okkar.“ Talsmaður bresku ríkisstjórnar- innar sagði að hún fordæmdi alla vanvirðingu á  drottningarstytt- unum, en að hugur þeirra væri hjá samfélögum innfæddra í Kan- ada eftir þessa sorglegu fundi. n Styttum af Viktoríu og Elísabetu steypt af stalli Styttan af Viktoríu var rifin niður. Við sem Kanadabúar verðum að vera heiðar- leg við okkur sjálf varðandi fortíð okkar. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. 8 Fréttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.