Fréttablaðið - 03.07.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 03.07.2021, Síða 10
Tilboðsfrestur er 6. ágúst 2021 Sótt er um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 98.000.670. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 13 föstudaginn 6. ágúst. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar á: hafnarfjordur.is Hjallabraut 49 Einstök lóð fyrir tíu sérbýli á jaðri útivistarsvæðis við Víðistaðatún Hafnarfjarðarbæ auglýsir eftir tilboðum í lóð á rótgrónum og fjölskylduvænum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú einbýlishús á einni hæð og tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum. Samtals tíu sérbýli í skjólsælli og aðlaðandi vistgötu. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Staðsetningin er einstök, við norðvestur jaðar Víðistaðatúns sem er vinsælt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Svetlana Tsíkanovskaja, sem bauð sig fram gegn sitjandi forseta Hvíta-Rússlands í fyrra og flúði heimland sitt og leitaði hælis í Lithaén, er í heimsókn á Íslandi og ræddi við Fréttablaðið í gær. thorvardur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Hv ít r ú ssnesk i stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tsíkanovskaja kom hingað til lands í gær í heimsókn á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og fundaði með honum, auk þess sem hún hitti Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis og Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra. Tsíkanovskaja f lúði frá heima- landi sínu í fyrra eftir forsetakosn- ingar í ágúst, þar sem hún bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexand- er Lúkasjenkó. Hún leitaði hælis í Litáen, en eiginmaður hennar Sergei er í fangelsi í heimalandinu. Lúkasjenkó hefur farið með völd í landinu síðan 1994 og stjórnað með harðri hendi. Vesturlönd, þar með talið Ísland, segja kosningarnar ólögmætar og Lúkasjenkó hafa framið stórtækt kosningasvindl. Evrópusambandið hefur komið á refsiaðgerðum gegn Lúkasjenkó og stjórn hans. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðir stjórnarinnar gegn stjórn- arandstæðingum og mótmælend- um en fjöldi fólks hefur verið hand- tekinn og mótmæli barin niður. „Það er mér mikill heiður að vera boðið hingað. Við erum að leita að bandamönnum því við verðum að horfa til framtíðar,“ segir Tsíkanov- skaja. „Líkt og við segjum í Hvíta-Rúss- landi, þá getur ein manneskja ekki gert mikið. Ég get ekki gert mikið ein, en get stigið stutt skref. Allir Hvít-Rússar geta stigið stutt skref. Ef milljónir stíga stutt skref komust við langt. Ísland er ekki eitt. Ísland, í samstarfi við Norðurlöndin, við Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE), við önnur lönd, getur haft raunveruleg áhrif á ástandið,“ segir Tsíkanovskaja, um möguleg áhrif Íslands á mál lands hennar. Flugvél með hvítrússneskum blaðamanni og stjórnarandstæð- ingi var neydd til að lenda í höfuð- borginni Minsk og hann hand- tekinn í maí. Þá var hert mjög á refsi aðgerðum ESB. „Það mun koma í ljós hver við- brögð stjórnarinnar verða. Þó verður að segja að það eru undan- þágur frá refsiaðgerðunum. Í umræðunni um refsiaðgerðir, þá er sagt að fólkið muni þjást. Það má ekki gleymast að fólk er nú þegar að þjást – ekki vegna refsiaðgerða heldur vegna framgöngu stjórnar- innar, vegna of beldis. Fólk vill að þetta taki enda sem fyrst. Það eina sem dugar eru harðar refsiaðgerðir. Það sem við viljum núna, ef stjórnin heldur áfram að beita of beldi, er að undirbúnar  verði enn frekari refsiaðgerðir,“ segir hún. „Við byrj- uðum ekki í ágúst með harðar refsiaðgerðir. Við reyndum að ná til stjórnarinnar fyrst og koma á við- ræðum, í gegnum ÖSE og á öðrum vettvangi.“ Lúkasjenkó og stjórn hans sýndu slíkum viðræðum lítinn áhuga og beittu frekar valdi. Lúkasjenkó hefur ekki sýnt á sér neitt farasnið og hefur snúið sér í austurátt og leitað stuðnings hjá Rússum og Vladimír Pútín for- seta. Tsíkanovskaja segir baráttuna hafa skipt um ham frá því sem var í haust, þegar fjöldamótmæli fóru fram víða um Hvíta-Rússland. „Það eru ekki lengur stór mót- mæli en á hverjum degi eru smærri, staðbundin mótmæli. Við setjum tákn okkar upp alls staðar. Lítil dagblöð eru útbreidd um landið, þar sem við gefum fólki réttar upplýsingar enda er allt f læðandi í stjórnaráróðri. Stjórnvöld lögðu sjálfstæða fjölmiðlun í rúst, en fólk þarf að fá að vita sannleikann. Sjálfboðaliðar okkar eru að störfum um allt land, þeir tala við fólk og útskýra fyrir því hvernig það getur beitt sér gegn stjórninni. Samstaða er um allsherjarverkfall, þegar tími er til kominn,“ segir Tsíkanovskaja að lokum. ■ Segir fólk vilja að ástandið taki enda sem fyrst Svetlana Tsík- anovskaja segir andstöðuna gegn Alexander Lúkasjenkó halda áfram, þrátt fyrir að ekki sé efnt til stórra mót- mæla. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Stjórnvöld lögðu sjálfstæða fjölmiðlun í rúst, en fólk þarf að fá að vita sannleikann. Svetlana Tsíkanovskaja 10 Fréttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.